Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 49

Náttúrufræðingurinn - 2021, Side 49
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 141 Að mörgu var að hyggja við undirbún- ing leiðangursins. Meðal annars þurfti að safna saman nauðsynlegum búnaði fyrir myndatökuna, að ógleymdu öllu því sem gæti komið að góðum notum og torvelt yrði að útvega svo langt frá þéttbýli. Þetta voru til dæmis ílát af öllum stærðum og gerðum, lampi og ljósaperur, fjöltengi og límband, snæri, skæri, tangir og pípettur, klemmur og vatnslitapenslar, álpappír og regnhlíf, og síðast en ekki síst háfar og gildrur til að veiða í dýrin. Ekki mátti heldur gleyma kosti, svefnpokum, ullarnærfötum, regn- fatnaði og ljósmyndabúnaðinum sem Wim hafði meðferðis. Öllu var pakkað niður og hlaðið í hálendisjeppann, og var þá plássið fullnýtt. Lagt var af stað úr Reykjavík um hádegisbil 27. ágúst 2019. Við keyrðum sem leið lá í Veiðivötn, stöldruðum við á nokkrum stöðum á leiðinni og nutum fallegrar náttúru. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í skálanum Ampa, sem við leigðum af Veiðifélagi Land- mannaafréttar, og átt spjall við veiði- verðina, Bryndísi H. Magnúsdóttur og Rúnar Hauksson, fórum við um svæðið og kíktum eftir skötuormum á stöðum þar sem við höfðum fengið ábendingu um að þá væri að finna. Skötuormar eru svo samlitir tjarnarbotni sínum að þegar skimað er eftir þeim er ekki auðvelt að koma auga á þá fyrsta kastið. Þegar horft er eftir einkennandi slóð sem þeir skilja eftir sig í botnleðjunni líður þó ekki á löngu þar til fyrsta dýrið finnst og eftir það er leikurinn auðveldur. Engu að síður höfðum við ekki erindi sem erfiði í þetta sinn, og í lok dags örlaði á eilítilli spennu yfir því hvað morgundagurinn bæri í skauti sér. Við vorum jú komnar um langan veg og listamaðurinn um enn lengri veg – og ætlaði skötuormurinn þá að bregðast okkur með því að láta ekki sjá sig? Næsti dagur rann upp heldur hrá- slagalegur; lágskýjað og súld, hiti 8°C og gjóla. Þá komu ullarnærföt og regn- fatnaður að góðum notum. Við héldum að Skálanefstjörn við suðausturenda Stóra-Skálavatns (3. mynd). Lágt eiði skilur að tjörnina og vatnið. Tjörnin er grunn á parti og ekki mikill gróður í henni og því vandalaust að skima botn- inn frá bakkanum, en nú gáraði gjólan vatnið. Við gáfumst ekki upp, rýndum fastar og eftir nokkra stund komum við auga á skötuorma þar sem þeir liðu yfir botn tjarnarinnar í leit að æti. Við prís- uðum okkur sæl og fannst við hafa náð stórum áfanga – að hafa fundið aðalvið- fangsefni ferðarinnar! 3. mynd. Skálanefstjörn í Veiðivötnum þar sem skötuormur var myndaður í ágúst 2019. Horft í norðvestur. Lágt eiði skilur að tjörnina og Stóra- Skálavatn. – Skálanefstjörn, a pond in the Veiðivötn area, where Arctic tadpole shrimps were captured on camera in August 2019. Looking northwest, a low strip of land separates the pond from the Stóra-Skálavatn lake. Ljósm./Photo: Þorgerður Þorleifsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.