Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 52
Skötuormurinn minnir um margt á skötu í útliti; flatvaxinn, breiður um miðju og afturbolurinn líkur hala, og er heitið sennilega sprottið til af
þessum líkindum. Væntanlega á Jón lærði Guðmundsson (1574–1658) við skötuorma þegar hann segir að „vatnslúður og skötur kvikn[i] hér á
sumar af sólarverma, í grunnum tjörnum sem upp þorna og vara ekki lengi“ í riti sínu um náttúru Íslands sem talið er að Jón hafi ritað á árunum
1640–1644.28 Elsta dæmi um skötuormsheitið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er hins vegar úr Fiskafræði Jóns Ólafssonar úr Grunnavík
(1705–1779) frá 1737.29,30 Má ætla að heitið skötuormur sé nokkuð gamalt í málinu og að Íslendingar hafi þekkt til dýrsins hér áður fyrr.
Líkamsbygging og einkenni
Einkennandi fyrir skötuorminn er breiður og hvelfdur skjöldur sem hylur fætur
og megnið af liðskiptum bolnum svo að aðeins hluti afturbols stendur út
undan skildinum líkt og hali. Aftan úr honum standa tveir halaþræðir. Angar
sem líkjast fálmurum gægjast framundan skildinum að framan, sinn hvorum
megin. Þeir tilheyra fremsta fótaparinu. Eiginlegir fálmarar eru stuttir og ekki
áberandi. Augun tvö eru nýrnalaga og næstum samvaxin og þar fyrir aftan
er lítið bikarauga. – The Arctic tadpole shrimp is characterised by a broad,
domed carapace that covers its legs and most of its articulated body, so only
part of the abdomen protrudes like a tail from beneath the carapace. Flagel-
lae, which resemble antennae and project on either side of the carapace at
the front, belong to the foremost pair of legs. The real antennae are short and
inconspicuous. The two eyes are almost conjoined and kidney-shaped, with
a small ocellus to the rear of them. Ljósm./Photo: Wim van Egmond.
Skjöldurinn er samvaxinn höfðinu en laus frá búknum að öðru leyti. Skötu-
ormurinn verður allt að 5 cm langur með halaþráðunum, sem eru álíka langir
og búkur dýrsins. – The carapace is conjoined with the head but otherwise
not attached to the body. The Arctic tadpole shrimp can be up to 5 cm long,
including its tail-like caudal rami which are as long as the animal’s body.
Ljósm./Photo: Wim van Egmond.
Spaðalaga fæturnir eru notaðir til sunds og fæðuöflunar. Fjöldi fóta er breyti-
legur eftir einstaklingum, allt frá 40 pörum upp í 46 pör.6,31 Á 11. fótapari sjást
stundum eggjasekkir sem dýrið ber eggin í þar til þau eru losuð og fest á
mosa eða stein. – The spade-shaped legs are used for swimming and food
gathering. The number of legs varies between individuals, from 40 and up to
46 pairs.6,31 Some individuals have brood pouches on their 11th pair of legs,
in which the eggs are carried until they are released and attached to moss or
a stone. Ljósm./Photo: Wim van Egmond.
Skötuormur rótar í botnleðjunni eftir æti og stendur þá strókurinn aftur af
honum. – An Arctic tadpole shrimp roots for food in the sediment, leaving a
plume of silt behind. Ljósm./Photo: Wim van Egmond.
Skötuormur
Lepidurus arcticus
Náttúrufræðingurinn
144