Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 54
Náttúrufræðingurinn 146 Ritrýnd grein / Peer reviewed Huldudýr á heiðum uppi – útbreiðsla skötuorms á Íslandi Þorleifur Eiríksson, Þorgerður Þorleifsdóttir, Hrefna Sigurjónsdóttir og Hilmar J. Malmquist GERÐ ER GREIN FYRIR útbreiðslu skötuorms (Lepidurus arcticus (Pallas, 1793)) á Íslandi og athugaðir fundarstaðir krabbadýranna með tilliti til hæðar yfir sjávarmáli, landshluta og dýpi vatna sem dýrin fundust í. Gögnin ná yfir tímabilið 1780–2020 og taka til rannsókna höfunda auk munnlegra upplýsinga og gagna í margvíslegum ritheimildum. Alls voru skráðir 237 fundarstaðir skötuorma. Skötuormurinn hefur aðallega fundist í tjörnum og grunnum vötnum á miðhálendinu í meira en 400 m h.y.s. Dýrin finnast í öllum landshlutum en eru misalgeng, tíðust á Norður- og Suðurlandi en fátíðust á Vesturlandi. Skötuormur og silungur fundust saman í mörgum vatnanna og í þeim langflestum var skötuormur í mögum fiskanna. Margt bendir til að útbreiðsla skötuorma á landsvísu mótist helst af hitastigi og er það í samræmi við niðurstöður rannsókna í Noregi og víðar á norðurhveli. Dýrin eru einær og til að þroskast til fulls og vaxa þurfa eggin mjög lágan hita yfir veturinn, en tiltölulega háan hita yfir sumarið. Þörf er frekari rannsókna á skötuormum til þess meðal annars að varpa skýrara ljósi á þátt hitastigs og hlýnunar á vistfræði dýranna. INNGANGUR Skötuormur (Lepidurus arcticus (Pallas, 1793)) hefur um langan aldur verið hálf- gert huldudýr á Íslandi. Fáir hafa heyrt um þetta krabbadýr og enn færri séð það þrátt fyrir að það sé stærsti hrygg- leysinginn í ferskvatni hér á landi, allt að 5 cm langur og um 1 cm á breidd (1. og 2. mynd). Skötuormurinn hefur þó verið þekktur hér á landi í nokkrar aldir. Jón lærði Guðmundsson (1574–1658) er sennilega sá fyrsti sem getur hans þegar hann ræðir um „vatnslúður og skötur“ sem „kvikna hér á sumrin, af sólar- varma, í grunnum tjörnum, sem upp þorna og vara ekki lengi “ − í umfjöllun um „vatnsormakyn“ í riti sínu Ein stutt undirrétting um Íslands aðskiljanlegar náttúrur sem skrifað var á árunum 1640−1644.1 Næstelsta ritheimild sem okkur er kunnugt um er bók dansk-færeyska nátt- úrufræðingsins Nicolai Mohr um náttúru Íslands sem kom út árið 1786. Þar greinir höfundurinn frá því að hann hafi fundið skötuorm í Engidal á Hólsfjöllum.2 Þá er að finna heimild um skötuorm á Íslandi í skrifum Henriks Nikolais Krøyers árið 1847,3 einnig í skrifum Carls Jørgens Wesenberg-Lunds árið 18944 og síðast en ekki síst í skrifum Eriks Poulsens árið 1924, í kjölfar rannsóknarferðar hans til Íslands árið 1923. Poulsen getur um fimm fundarstaði í smátjörnum og grunnum vötnum á miðhálendinu í 380–700 m h.y.s.5 Í yfirlitsgrein um krabbadýr á Íslandi sem Poulsen birti 1939 í Zoology of Iceland er getið alls um 21 fundarstað skötuorms, langflesta í grunnum vötnum í smærri kantinum í 350 m h.y.s. og ofar.6 Vettvangsrannsókn Eriks Poulsens sumarið 1923 er fyrsta ýtarlega rann- sóknin sem gerð er hér á landi með skipulegum hætti á líffræði skötuorms og annarra krabbadýra. Hann ferðað- ist um landið og tók sýni í vötnum og tjörnum frá fjöru til fjalls, á 121 stað, mældi og skráði og aflaði ýmissa gagna um aðstæður og nærumhverfi fundar- staðanna. Niðurstöðurnar setti Poulsen fram í vistfræðilegu samhengi þar sem hann athugaði meðal annars útbreiðslu krabbadýranna með tilliti til hæðar yfir sjó, vatns- og lofthita og magns vatna- gróðurs og tegundasamsetningar.5 Eftir rannsókn Poulsens sumarið 1923 hefur lítið farið fyrir rannsóknum á þessu áhugaverða dýri hér á landi og umfjöllun um tegundina takmörkuð á íslenskum vettvangi í takt við það. Náttúrufræðingurinn 91 (3–4) bls. 146–165, 2021
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.