Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 149 Ritrýnd grein / Peer reviewed NN Til að auðvelda greiningu gagna og túlkun þeirra voru fundir og fundar- staðir flokkaðir á eftirfarandi hátt: · Hæð y.s. (m): 1) 0–200, 2) 201–400, 3) 401–600 og 4) ≥ 601 m. · Landshlutar: 1) Vesturland, frá Reykja- nesskaga í miðjan Gilsfjörð, 2) Vest- firðir, frá miðjum Gilsfirði í miðjan Hrútafjörð, 3) Norðurland, frá miðjum Hrútafirði til og með Bakkafirði, 4) Austurland, frá Bakkafirði til og með Lónsvík, 4) Suðurland, frá Höfn í Hornafirði að Reykjanesskaga. · Breiddargráða (N°): 1) 63,00–64,00, 2) 64,01–64,50, 3) 64,51–65,00, 4) 65,01– 65,50, 5) 65,51–66,00, 6) 66,01−66,50. · Lengdargráða (V°): 1) 13,00−15,99, 2) 16,00−18,99, 3) 19,00−21,99 og 4) 22,00−24,99. · Vatnsdýpi (áætlað meðaldýpi): 1) tjörn (< 1,0 m), 2) grunnt vatn (1,1–3,0 m), meðaldjúpt vatn (3,1–5,0 m) og 4) djúpt vatn (≥ 5,1 m). Til að kanna tölfræðilega marktekt í gögnunum var beitt Spearmans-fylgni- útreikningum (rs), Kruskall-Wallis-eins þáttar fervikagreiningu (H), Kolmo- gorov-Smirnov-marktektarprófi (KS) og kí-kvaðrat-prófum með einhliða út- reikningum (χ2 = Σ (O-E)2/E, þar sem O táknar raungildi og E væntigildi). NIÐURSTÖÐUR Útbreiðsla og búsvæði Alls voru skráðir 237 fundarstaðir skötu- orms á landinu. Upplýsingar um 93 staði eru samkvæmt persónulegum upplýs- ingum og tilkynningum á Facebook. Í 70 tilfellum fengust upplýsingarnar bæði með persónulegum upplýsingum og birtum og óbirtum ritheimildum og í 74 tilvika komu upplýsingarnar einungis úr birtum og óbirtum ritheimildum (3. mynd, 1. viðauki). Elsta ritheimildin um fundarstað með dagsetningu er frá sumrinu 1780, þegar dansk-færeyski náttúru- fræðingurinn Nicolai Mohr var hér á ferð við skráningu á náttúru Íslands og fann nokkra skötuorma í kíl nærri kot- inu Hóli í Engidal á Hólsfjöllum á Norð- austurlandi.2 Nýjasti fundurinn er frá árinu 2020, í Vatnsheiðarvatni (Prest- vatni) milli Efstadals- og Miðdalsfjalls á Suðurlandi (1. viðauki). Þyrpingar fundarstaða eru nokkuð áberandi þegar útbreiðslan er athuguð, og má vel greina 5–6 slík svæði, þ.e. Þorskafjarðarheiði, Arnarvatnsheiði, Hraun og Veiðivötn, Eyjabakka og Þjórsárver (3. mynd). Veiðivötn og Eyja- bakkar eru góð dæmi um þyrpingar af þessu tagi (4. mynd a og b). Skötuormur fannst í langflestum tilvikum í tjörnum (53%) og grunnum vötnum (27%) en mun sjaldnar í með- aldjúpum vötnum (8%) og djúpum vötnum (10%) (1. viðauki, 5. mynd ). Í fimm tilfellum (2%) fannst skötuormur í rennandi vatni, þ.e. í litlum lækjum og kvíslum (1. viðauki, fastanr. 5, 39, 164, 176 og 354). Hér er liklega um að ræða að dýrin hafi borist úr nærliggjandi tjörnum eða vötnum, fremur en að þau lifi að staðaldri í straumvatni. Mesta dýpi sem dýrin fundust á var á 18 m í Tjarnargíg, nálægt Laka, þar sem skötuormar sáust við botn í köfun (1. viðauki). Í Skeifupyttlu í Veiðivatna- klasanum komu upp skötuormar og egg áföst hraungrýti með togsleða sem dreginn var á botni gígvatnsins á um 14 m dýpi (eigin gögn). Umtalsverður munur kom fram í útbreiðslu skötuorms eftir hæð yfir sjávarmáli (6. mynd, χ2 = 111,9, Ft. = 3, p<0,001). Liðlega þrír fjórðu hlutar allra fundarstaða voru ofar en í 400 m h.y.s., 54% á hæðarbilinu 401–600 m og 22% fyrir ofan 600 m. Um fjórðungur (24%) fundarstaða var við 400 m hæðar- mörkin og neðar, þar af 15% í 201–400 m og 9% í 0–200 m (6. mynd). Hæstu fundarstaðirnir voru í Gæsavötnum, í tveimur grunnum tjörnum í 913 og 915 m h.y.s. við jaðar Dyngjuháls á norðaustanverðu hálendinu. Þar er um að ræða tvær 4. mynd A og B. Nokkrar þyrpingar gefur að líta þegar litið er á fundarstaði skötuorms á landsvísu. Gott dæmi um slíkt eru Veiðivötn (A) og Eyjabakkar (B) þar sem 10–20 fundarstaðir eru fyrir hendi á tiltölulega afmörkuðu svæði. – Several clusters of Arctic tadpole shrimp finds occur in the dataset, primarily reflecting suitable habitat with regard to abundance, type and altitude of freshwater. Veiðivötn lake cluster (A) and Eyjabakkar (B) are good examples. 0–200 m 201–400 m 401–600 m > 600 m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.