Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 62
Náttúrufræðingurinn 154 Ritrýnd grein / Peer reviewed 10. mynd. Tíðni (%) fundarstaða skötuorms eftir landshlutum (n=237). – Frequency of occurrence (%) of Arctic tadpole shrimp locations by country regions (n=237). Í tengslum við hlýnun vatna í seinni tíð má benda á að skötuormar hafa áður búið við meiri hita en þeir gera nú. Til þessa benda meðal annars rannsóknir á um það bil 7.000 ára gömlu botn- seti í stöðuvatni við Kangerlussuaq á Vestur-Grænlandi. Þar fundust leifar skötuorma, og á þessum tíma var sum- arhitinn á Grænlandi umtalsvert hærri en nú tíðkast.59 Fornlíffræðirannsóknir á setkjörnum úr Syðri-Flóa í Mývatni, sem spanna um það bil síðustu 2.000 ár, staðfesta að skötuormar voru til staðar í vatninu skömmu eftir að það myndaðist fyrir um 2.000 árum,60 en flest bendir til að þá og fram á 6. öld e.Kr. hafi loft- hiti, að minnsta kosti að sumri til, verið hærri hér á landi en nú er.55 Jafnframt er talið að á þessum tíma hafi skilyrði í vötnum almennt verið góð enda þótt þá hafi verið hafin sú kólnun veðurfars sem varði fram undir 9. öld þegar hlýna tók á ný.55,61 Á 9.–11. öld var fremur hlýtt hér á landi, þó ekki eins og nú,55 en þá virðist jafnframt hafa verið mikið af skötuormi í Mývatni. Honum fór svo fækkandi í vatninu undir lok miðalda og fram undir 18. öld,60 á sama tíma og kalt var í veðri hérlendis.55 Auk beinna áhrifa hlýnunar á skötuorminn þegar hækkandi lofthiti veldur hlýnun í vötnum getur undir tilteknum kringumstæðum einnig verið um óbein áhrif að ræða. Þetta virðist til dæmis eiga við um norsk vötn sem liggja mjög hátt í landi, en þar getur aukin úrkoma verið fylgi- fiskur hlýnunar.19 Þetta getur haft í för með sér að vötn kólna á vorin þegar snjóalög minnka og leysinga- vatn streymir í vötnin. Kólnun vatna á þessum árstíma kann að draga úr vexti og viðgangi skötuorms.45,46 NIÐURLAG Þessi rannsókn staðfestir að skötu- ormur er býsna algengur í tjörnum og vötnum upp til heiða og fjalla á Íslandi, einkum á miðhálendinu. Dýrin þrífast við fjölbreyttar aðstæður, í örgrunnum tjörnum og grunnum og djúpum stöðuvötnum, bæði með silungi og án. Útbreiðslumynstrinu hér á landi svipar til þess sem þekkist í Noregi og Sví- þjóð og víðar á norðurhveli og bendir margt til þess að hitastig sé sá þáttur sem takmarkar og mótar útbreiðsluna hvað mest. Vísbendingar eru fyrir hendi í gögn- unum um áhrif hlýnandi loftslags á útbreiðslu dýranna. Nauðsynlegt er þó að renna styrkari stoðum undir þann grunn og bæta við upplýsingum, meðal annars með því að fara á marga gamla fundarstaði, sérstaklega þá sem liggja lágt í landi, og athuga hvort dýrin er þar enn að finna. Með þessu móti er einnig unnt að varpa ljósi á stöð- ugleika í tilvist dýranna í viðkomandi tjörnum og vötnum. Eitt og annað í gögnunum gefur nefnilega tilefni til að ætla að skötuormurinn sé býsna lífseigur og geti aðlagast óstöðugu og erfiðu umhverfi. Að hann skuli þríf- ast í tjörnum og vötnum með breyti- legri vatnsstöðu, vötnum sem kunna að þorna og frjósa, en lifna samt við og blómstra, líkt og Jón Guðmundsson lærði lýsti fyrir hartnær fjórum öldum, það segir sína sögu. ENGLISH SUMMARY Distribution of Arctic tadpole shrimps (Lepidurus arcticus) in Iceland In this study, the distribution of Arctic tadpole shrimps (Lepidurus arcticus) in Iceland was mapped in relation to Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland 0 5 10 15 20 25 30 35 40 T íð n i ( % ) f u n d a / F re q . o f o cc u rr e n ce (% )
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.