Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 76

Náttúrufræðingurinn - 2021, Síða 76
Náttúrufræðingurinn 168 því stendur að Helgustaðanámu er ekki haldið betur á lofti en raun ber vitni. Umbúnaður námunnar er Íslendingum til skammar og rýnir veltir því fyrir sér hvort heimssögulega mikilvægum stað eins og Helgustaðanámu væri ekki meiri sómi sýndur í öðrum löndum. Það sem höfundur saknar helst í efn- istökum er jarðfræðin, sjálfur grunnur silfurbergsins. Snemma í bókinni er farið yfir kristalla, steina og berg. Sá kafli er hið ágætasta yfirlit yfir steinda- fræðina en er satt best að segja nokkuð mikið á dýptina fyrir almenning og gæti þurft tvær yfirferðir fyrir þá sem ekki eru vel inni í ólífrænni efnafræði. Lesendur ættu þó ekki að örvænta þótt ekki sé allt skiljanlegt því það er ekki nauðsynlegt að skilja steindafræðina til hlítar fyrir framhaldið. Burtséð frá steindafræðinni sjálfri hefði hins vegar almenn jarðfræðihlið silfurbergsins, uppruni þess og myndunaraðstæður að ósekju mátt taka aðeins meira pláss í frásögninni. Þar verður þó að horfa til þess að jarð- og jarðefnafræðileg umgjörð silfurbergsins á Helgustöðum hefur einhverra hluta vegna lítið verið rannsökuð og er það þekkingarlega tóm í raun nokkuð vandræðalegt fyrir íslenskt jarðfræðisamfélag. Þar bíður áhugavert og mikilvægt rannsóknar- verkefni jarðefna- og steindafræðinga framtíðarinnar. Umfjöllun um dýpri hluta eðlis- fræðinnar, til dæmis um uppgötv- anir í ljósfræði, eru líklegast þungar flestum leikum í eðlisfræði en það kemur einnig merkilega lítið að sök. Undirritaður var nokkuð langt frá því að geta krafsað sig fram úr allri eðlisfræðinni í fyrstu atrennu þrátt fyrir mikinn vilja og þokka- lega fagþekkingu úr heimi steinda- fræðinnar. Það háði honum þó ekki. Lesendur ættu að geta skautað hratt yfir þá kafla sem þeir telja þyngsta án þess að tapa þræðinum enda er frá- sagnarmátinn og uppröðun efnisins þannig að óþarfi er að hafa áhyggjur þótt efnið skiljist ekki allt saman til fullnustu. Frásögnin af silfurberginu er að mestu leyti í beinni tímalínu, frá 17. öldinni fram á þá 20., og er lítið mál að halda áfram án þess að skilja efnið fullkomlega. Gagnrýnandi ætlar jafnvel að gerast svo djarfur að mæla með því að lesendur hoppi einfaldlega yfir kafla sem reynast helst til brattir. Að sjálf- sögðu er ekki úr vegi að reyna við allt efnið en lesendur eru hér með hvattir eindregið til að hætta ekki lestri þótt brekkur séu á leiðinni. Helsti styrkleiki bókarinnar felst nefnilega í hárfínni línu sem fetuð er á milli þess að fjalla um mjög djúp fræði, sem er vart á færi almennings að skilja, og að segja almenna og áhuga- verða frásögn af hugsuðum fyrri tíma, mannlífi og þróun nútímasamfélags á tímum gríðarmikilla tækni- og vísinda- framfara. Með slíkt viðfangsefni á sviði eðlisfræði sem silfurbergið er hefðu margir höfundar eflaust fallið í þá gryfju að kaffæra lesendur með þungri nálgun og miklu fræði- og tæknimáli. Ekki að slíkir kaflar séu ófinnanlegir inn á milli í þessari bók en sem fyrr segir þurfa lesendur alls ekki að hafa áhyggjur af því að skilja ekki hverja einustu setningu eða eðlisfræðihugtak. Svo furðulega sem það hljómar nýtur frásögnin sín nefnilega vel án fulls skilnings lesenda, svo framarlega sem lesendur eru meðvitaðir og sáttir við erfiðleikastig efnistakanna. Verkamenn í silfurbergsnámunni, vopnaðir haka, skóflu og fötu. Ljósm. Þjóðminjasafn Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.