Náttúrufræðingurinn - 2021, Qupperneq 82
Náttúrufræðingurinn
174
1. Jón Benedikt Guðlaugsson. Drög að ævisögu Jóns Þórarinssonar. Handrit,
varðveitt hjá höfundi. 18–19.
2. Helgi Hallgrímsson 1992. Undir Hrafnsgerðisbjargi. Ársrit Skógræktarfélags
Íslands. 91–96.
3. Sigurður Pétursson 1957. Náttúrufræðingar ljúka prófi. Náttúrufræðingurinn
27(1). 40–41.
4. Svanhildur Jónsdóttir Svane 1964. Um mosaþembugróður. Náttúrufræð-
ingurinn 33(3–4). 233–263.
5. Jón Ólafur Sigurðsson 2016. Svanhildur Jónsdóttir Svane. [Minningargrein.]
Morgunblaðið 26. mars. 34.
6. Anne Kristine Mehlsen 2016. Nekrolog: Svanhildur Jónsdóttir Svane. Institut
for Bioscience, Háskólinn í Árósum. Þýðandi Helgi Hallgrímsson.
7. Svanhildur Jónsdóttir Svane 2008. Bréf til höfundar dags. 8. júní.
8. Hörður Kristinsson 1999. The 12th meeting of the Nordic Lichen Society in
Eiðar, Iceland 1997. Graphis Scripta 11. 13–21.
9. Svanhildur Jónsdóttir Svane & Alstrup, V. 2004. Some lichenicolous fungi from
Iceland. Acta botanica islandica 14. 53–58.
10. Hörður Kristinsson, Starri Heiðmarsson & Hansen, E.S. 2014. Lichenes from
Iceland in the Collection of Svanhildur Svane. Botanica Lithauanica 20(1). 14–18.
11. Christensen, S.N. Tölvubréf til Harðar Kristinssonar 22. maí 2016.
Ég þakka Herði Kristinssyni, félaga mínum til margra ára, fyrir ómetanlega
aðstoð við samningu þessarar greinar, og Jóni Olaf Svane fyrir yfirlestur og
öflun mynda.
Heimildir
Þakkir
Ritaskrá Svanhildar
Fyrir utan þetta hef ég talsvert, sem ég þarf að fara í
gegnum. Mest eru það gamlar greiningar, sem ég ekki
treysti, og svo sterilar tegundir á berki, sem ég hef safnað
til að eiga við í ellinni. Ég ætla að reyna að koma svo miklu
lagi á íslenzka safnið fyrir sumarið, að ég geti haft skrá yfir
það handa þér, svo þú vitir hvað hér er að hafa.
Þátttakendur fóru 15 söfnunar- og rannsóknarferðir um
Austurland og að Mývatni. Skráðar voru 320 fléttutegundir,
um helmingur þekktra tegunda Íslands. Þar af voru 55 nýjar
fyrir landið, og auk þess 5 nýjar tegundir fléttusveppa.8
Árið 2001 fékk Hörður tíu eintök af kvíslinni Buellia að
láni úr fléttusafni Svanhildar við Háskólann í Árósum. Af því
tilefni sagði Svanhildur í bréfi til Harðar, dags. 24. febr. 2001:
Já, eg dreg ennþá andann, en mér verður lítið úr verki.
Eg er þó ekki alveg hætt. Síðan síðast hef eg lokið við að
koma fyrir í safninu gömlum eintökum, sem eg gegnum árin
hef safnað og ekki getað sinnt fyrr. Nú er að minnsta kosti
hægt að ganga að þeim. Eg hef vonda samvisku af að hafa
ekki kastað mér yfir íslensku skófirnar strax, en nú er eg
að nálgast það efni. Eg varð að hafa þessa röð á, meðan
augun gátu séð litlar svartar skorpur. Næst á prógramminu
er að finna koordinata [staðarhnit] fyrir íslensku fundarstað-
ina. Það er talsverð vinna og leiðinleg, en með góð kort er
það hægt, þar sem eg hef merkt staðina inn á kortið.
Eftir að Svanhildur hætti störfum við Árósaháskóla upp
úr aldamótum var fléttusafn hennar afhent Grasafræðisafni
(Botanisk Museum) Háskólans í Kaupmannahöfn, og þar
hafa ýmsir fléttufræðingar fengið aðgang að því til frekari
rannsókna.
Árið 2004 birtist í tímaritinu Acta botanica islandica
grein eftir Svanhildi og Vagn Alstrup á Botanisk Museum um
sveppi á fléttum. Þar er getið 39 tegunda smásveppa sem lifa á
fléttum, og voru 18 tegundir nýjar fyrir landið.9
Vorið 2008 dvaldist Hörður Kristinsson tvær vikur í Kaup-
mannahöfn við að kanna þann hluta fléttusafnsins sem safnað
var á Íslandi, og fékk nokkur eintök að láni til frekari rann-
sóknar. Birtust niðurstöður í grein eftir Hörð, Starra Heið-
marsson og Eric Steen Hansen í tímaritinu Botanica Lithau-
anica 2014.10 Þar er greint frá 11 nýjum tegundum fyrir landið.
Þar á meðal er ein geitaskófartegund, Umbilicaria nyland-
erina, sem safnað var á klettum í Hrafnsgerði en hefur ekki
fundist annars staðar hér á landi svo vitað sé.
Svanhildur var að námi loknu önnum kafin við heimilisstörf
og kennslu. Sitthvað bendir til að hún hafi notið sín betur við að
safna og fræða en við smásmugulegar tegundargreiningar, sem
líka eru tímafrekar. Hörður segir hana oft hafa verið í vafa með
greiningar, en að auki hafi mörg sýni hennar verið lítil og torvelt
að greina þau. Þá telur Steen Christensen að hún hafi verið með
vott af sjónskekkju sem hafi getað háð henni við greiningar.11
Um 1970 hafði Hörður Kristinsson tekið forystu sem fléttu-
fræðingur landsins. Þá kom einnig til sögunnar ný tækni við
fléttugreiningar. Hún byggðist á rannsókn á efnagerð þeirra,
svonefndum fléttusýrum, en til þess þurfti nýjan lærdóm og
útbúnað sem Svanhildi var líklega ekki tiltækur. Dugnaður
hennar við fléttusöfnun er hins vegar aðdáunarverður.
Greinin var samin í maí 2016 og endurrituð í júní 2020.
Helgi Hallgrímsson
Svanhildur Jónsdóttir Svane 1964. Um mosaþembugróður. Náttúrufræðingurinn
33(3–4). 233–263.
Svanhildur Jónsdóttir Svane 1989. Lichenological notes from Denmark. Graphis
Scripta 2(3). 114.
Alstrup V., Svanhildur Jónsdóttir Svane & Søchting, U. 1988. Notes on the lichen
flora of Denmark II. Graphis Scripta 2(2). 72–77.
Alstrup, V., Christensen, S.N., Skytte-Christiansen, M., Jacobsen, P., Poulsen,
R., Søchting, U. & Svanhildur Jónsdóttir Svane 1990. Notes on the lichen flora of
Denmark IV. Graphis Scripta 3(4). 1–11.
Alstrup, V., Christensen, S.N., Nissen, M., Svanhildur Jónsdóttir Svane & Søcht-
ing, U. 1992. Notes on the lichen flora of Denmark V. Graphis Scripta 3(4). 127–131.
Christensen, S.N., Alstrup, V. & SJS 1995. Floristic news from SW Denmark.
Graphis Scripta 7(2). 87–89.
Alstrup,V. & Svanhildur Jónsdóttir Svane 1998. Interesting lichens and lichen-
icolous fungi from Northeast Jutland, Denmark. Graphis Scripta 9(1). 23–25.
Svanhildur Jónsdóttir Svane & Alstrup, V. 2004. Some lichenicolous fungi from
Iceland. Acta botanica islandica 14. 53–58.
Christensen, S.N. & Svanhildur Jónsdóttir Svane 2007. Contributions to the
knowledge of the lichen flora of Creta (Kriti), Greece. Willdenowia 37. 587–593.
Christensen, S.N. & SJS 2009. New and noteworthy records of lichenised and
lichenicolous fungi for mainland Greece. Willdenowia 39. 187–198.