Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 16.06.2022, Qupperneq 1
1 1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 1 6 . J Ú N Í 2 0 2 2 Skartgripir Dieters Roth Ziggy reis fyrir hálfri öld Menning ➤ 24 Lífið ➤ 28 Hæ, hó, jibbí, jei! Allar verslanir opnar 17. júní *Lokað í netverslun Mmm ... Grillspjót hitta alltaf í mark! Spurt var um áhrif hvalveiða á orðspor Íslands n Alfarið góð n Mjög góð n Fremur góð n Hvorki né n Fremur slæm n Mjög slæm n Alfarið slæm 29,6% 1, 2% 2, 1% 2, 7% 32,4% 11,8% 20,1% VIÐSKIPTI Stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins hafa vaxandi áhyggjur af því hve erfiðlega gengur að manna störf. Þetta sýnir ný könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans á stöðu og framtíðar- horfum í atvinnulífinu. Framk væmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aukinnar svart- sýni gæta meðal stjórnenda. Hann segir brýnt að ryðja úr vegi hindr- unum sem koma í veg fyrir að fólk utan EES flytji til landsins. SJÁ SÍÐU 10 Vaxandi áhyggjur af manneklu Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA Þeir voru stóískir trillukarlarnir í Hafnarfjarðarhöfn og létu ekki ljósmyndara Fréttablaðsins raska ró sinni þegar þeir dyttuðu að veiðarfærum í blíðviðri í gær. Veðurspáin fyrir morgundaginn er aftur á móti ekkert sérstök og kannski ekki vitlausara en hvað annað að róa bara á þjóðhátíðardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 64,3 prósent telja hvalveiðar skaða orðspor Íslands og 52,5 telja þær hafa lítinn efnahags- legan ávinning. kristinnhaukur@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Nærri tveir þriðju aðspurðra, 64,3 prósent, telja hval- veiðar skaða orðspor Íslands, sam- kvæmt nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 29,6 prósent telja að þær hafi ekki áhrif og 6,1 prósent að þær hafi góð áhrif. 33,2 prósent sögðust vera hlynnt veiðum á langreyðum, sem eru nú að fara að hefjast á nýjan leik, og 31,8 prósent telja það skynsamlegt að stunda hvalveiðar. 35 prósent eru hins vegar á móti veiðunum og 44,3 prósent telja þær óskynsamlegar. Rétt rúmlega meirihluti svarenda, 52,5 prósent, telja hvalveiðar hafa lítinn ávinning fyrir efnahagslífið en 21 prósent telja þær mikilvægar. Umtalsverður munur er á svörum eftir bæði kynjum og aldri. 48 pró- sent karla eru hlynnt hvalveiðum en aðeins 17 prósent kvenna. 45 prósent 60 ára og eldri styðja veið- arnar en aðeins 15,5 prósent undir þrítugu. Lítill munur er á svörum eftir landsvæðum, en þó aðeins meiri stuðningur á landsbyggðinni. Nokkur munur er á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum. Mestur er stuðningur hjá kjósendum Sjálf- stæðisflokks, 63,4 prósent, og Mið- f lokks, 60,1 prósent. 47 prósent Framsóknarmanna styðja hval- veiðar og 45,5 prósent kjósenda Flokks fólksins. Hjá Viðreisn er stuðningurinn 26,9 prósent, 22,1 Meirihluti telur skaða af hvalveiðum hjá Sósíalistum, 17,3 hjá Vinstri grænum, 12,8 hjá Samfylkingu og 11,2 prósent hjá Pírötum. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir könnunina sýna að viðhorfin séu að breytast. Fólki finnist það ekki lengur þurfa að verja hvalveiðar með kjafti og klóm. Hvalaskoðun sé farin að skila mikl- um ávinningi sem höfuðafþreying. „Í hvert sinn sem við förum út að veiða þessar ótrúlegur skepnur eyðileggur það fyrir þeim sem eru að selja þá upplifun að skoða hvali,“ segir Jóhannes. „Við vitum það, út frá könnunum og öðrum gögnum, að hvalveiðar hafa eyðilagt ótrúlega mikið fyrir ferðaþjónustunni.“ Könnunin var framkvæmd 19. til 27. maí í Þjóðgátt Maskínu. Svar- endur voru 957 talsins. n

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.