Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 20

Fréttablaðið - 16.06.2022, Síða 20
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinniFylgið okkur á FB SKOÐIÐ LAXDAL.IS SUMARKJÓLAR FRÁ Glamúrinn réð ríkjum á Tony-verðlaunahátíðinni sem fór fram um síðustu helgi. Þar voru bestu leikrit og söngleikir síðasta árs á Broadway verðlaunaðir og það bættist við nýr EGOT- verðlaunahafi. oddurfreyr@frettabladid.is Tony-verðlaunin voru haldin í 75. sinn síðasta sunnudag í Radio City Music Hall í New York og þar voru bestu Broadway-sýningar síðasta árs verðlaunaðar. Sigursælustu sýningarnar voru leikritið The Lehman Trilogy, sem vann fimm verðlaun, meðal ann- ars sem besta leikritið, og endur- flutningurinn á söngleik Stephen Sondheim, Company, sem vann einnig fimm verðlaun, meðal ann- ars fyrir besta endurflutninginn. Söngleikurinn A Strange Loop, sem hefur einnig unnið Pulitzer- verðlaun, vann verðlaun sem besti söngleikurinn. Hann fékk 11 tilnefningar, sem voru flestar þetta árið, en vann bara til tvennra verðlauna. Jennifer Hudson vann verðlaun sem aðalframleiðandi A Strange Loop og varð þar með 17. ein- staklingurinn í sögunni sem hefur unnið Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaun. Að sjálfsögðu mættu allar stjörn- urnar á rauða dregilinn í fínustu kjólum og jakkafötum sem völ er á og miðillinn People tók saman lista yfir best klæddu stjörnurnar. Hér eru nokkur þeirra sem komust á listann. ■ Best klæddu stjörnurnar á Tony-verðlaununum Nýi EGOT-verðlaunahafinn Jennifer Hudson var í hlýralausum og fallega skreyttum kjól frá Pamella Roland. Billy Porter var í silfurlituðum jakka- fötum frá Dolce & Gabbana, rúllu- kragabol og með silfurlitaða fléttu. Ariana DeBose þótti sérlega glæsileg í þessum sérsaumuða kjól frá Boss og með skartgripi frá Or & Elle. Hugh Jackman og Sutton Fost- er voru glæsileg, hann var í klass- ískum smóking og hún var í grænum Dolce & Gabbana kjól með skartgripi frá Tiffany & Co. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Andrew Garfield mætti í flauels- jakkafötum frá Tom Ford. Sarah Paulson vakti athygli í þessum sérstaka Moschino kjól með dökk- rauðan varalit og hárið sleikt aftur. Zach Braff kom með skemmti- legan snúning á klassískan fatnað í þessum brúna smóking úr flaueli. Jessica Chastain var í bleikum Gucci satínkjól og með dökkrauðan varalit. Ungstirnið Gaten Mattarazzo var flottur í ljósbrúnum og svörtum jakkafötum og svartri skyrtu. 4 kynningarblað A L LT 16. júní 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.