Fréttablaðið - 16.06.2022, Page 27

Fréttablaðið - 16.06.2022, Page 27
Bjórböðin á Dalvík eru þau einu sinnar tegundar á öllum Norðurlöndunum. Þar geta gestir notið þess að baða sig í fallegu umhverfi í blöndu af óáfengum bjór, vatni og geri og síðan gætt sér á gómsætum mat úr gæðahráefni frá svæðinu. „Bjórböðin eru þau einu sinnar tegundar á Íslandi og öllum Norðurlöndunum, en þau urðu fimm ára 1. júní síðastliðinn. Eins og nafnið gefur til kynna bjóðum við upp á bjórbað, þar sem gestir okkar liggja í baði sem er fyllt með vatni, bjór og geri, en við erum einnig með útipotta,“ segir Ragn- heiður Ýr Guðjónsdóttir, rekstrar- stjóri Bjórbaðanna. „Þeir eru mjög skemmtilegir, enda er gríðarleg náttúrufegurð hérna allt um kring og fallegt útsýni yfir í Hrísey, Kald- bak og Þorvaldsdal. Við erum líka með frábæran veitingastað þar sem flestir rétt- irnir eru tengdir við bjór á ein- hvern hátt, svo það er hægt að koma til okkar í dekur, slökun og njóta þess svo að fá sér frábæran mat,“ bætir Ragnheiður við. „Við leggjum áherslu á fallegt og rólegt umhverfi, góðan bjór og góðan mat.“ Bað, slökun og dekur í fallegu umhverfi „Öllum finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og við bjóðum svo sannarlega upp á öðru- vísi og um leið einstaka upplifun,“ segir Ragnheiður. „Eftir bjórbaðið er svo boðið upp á sérstakt slök- unarherbergi til að ná fullkominni hvíld og mörgum finnst það toppurinn af upplifuninni. Við mælum svo með því að sleppa því að fara í sturtu í minnst fjórar klukkustundir eftir baðið, svo að bjórinn og gerið fái sinn tíma til að vinna almennilega á húðinni og hárinu, en bæði verður mjúkt samstundis og heldur svo áfram að mýkjast þegar líður á,“ útskýrir Ragnheiður. Matur úr gæðahráefni frá svæðinu „Á veitingastaðnum okkar leggjum við áherslu á að bjóða mat sem er gerður úr gæðahráefni frá svæðinu, eins og fiski frá Hauganesi og kjöti frá B. Jensen. Við reynum líka að tengja matinn við alls konar bjór og notum hann mikið í ýmsa rétti,“ segir Ragnheiður. „Kaldaborgarinn okkar er til dæmis bjórleginn og gríðarlega vinsæll. Hann er einn af okkar upprunalegu réttum og klikkar aldrei.“ Snyrtivörur sem hjálpa húðinni Bjórböðin bjóða líka upp á ýmsar sérgerðar snyrtivörur sem hægt er að kaupa á staðnum eða panta í vefversluninni og í gegnum síma og tölvupóst. „Sápurnar okkar koma frá Tékklandi, en þetta eru vörur sem við kynntumst í ferðalagi um landið. Baðsaltið og baðolíurnar eru svo þær sömu og við notum í böðin, þær gefa frá sér góða lykt og örlitla froðu,“ segir Ragnheiður. „Vörurnar eru unnar úr bjór, geri og humlum og eru stútfullar af B-vítamíni sem hjálpar húðinni að endurnýja sig og róar um leið kláða í húð og hársverði.“ Einstök upplifun í himnaríki baðunnenda „Ísland er sannkallað himnaríki fyrir baðunnendur og ég held að enginn fari skítugur heim eftir ferðalag um landið okkar. Hjá okkur er hægt að fá alveg einstaka upplifun á þessu sviði og bjór- böðin okkar eru fyrir alla. Það er ekkert áfengi í bjórnum sem fer í baðið, svo það geta allir komið í heimsókn til okkar,“ útskýrir Ragnheiður. „Hingað kemur ótrú- lega mikið af fjölskyldum með börn, sem er bara frábært. Bjórbað er líka alls ekki bara fyrir bjóráhugafólk. Þetta er fyrst og fremst heilsulind og hér fá gestir fullkomna slökun og fara héðan endurnærðir,“ segir Ragnheiður. „Fyrir einhverja er það auðvitað plús að það er hægt að drekka bjór á meðan þú ert í heimsókn, en áherslan er frekar á einstaka upplifun og góða þjónustu.“ Stanslausar hugmyndir um stækkanir „Við erum svo líka með stanslausar hugmyndir um alls kyns stækk- anir og breytingar. Núna næst erum við að opna gistingu, en það verður byrjað á fimm herbergjum og svo förum við í stækkun þegar líður á árið,“ segir Ragnheiður. „Við erum líka komin af stað með hugmyndir um frekari stækkun Bjórbaðanna, en við látum duga að gera eitt verkefni í einu.“ n Bjórböðin eru opin frá kl. 12-22 alla daga nema sunnudaga, en þá lokar kl. 21. Boðið er upp á tvær rútuferðir frá Akureyri alla opnunardaga kl. 11 og kl. 16. Mikil- vægt að bóka sig í þær í gegnum bookings@bjorbodin.is. Nánari upplýsingar fást í síma 414 2828 og á www.bjorbodin.is. Bjórböðin bjóða upp á einstaka slökun Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir, rekstrarstjóri Bjórbaðanna, segir að þar sé lögð áhersla á fallegt og rólegt umhverfi, góðan bjór og góðan mat. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Á veitingastaðnum er boðið upp á mat sem er gerður úr gæðahráefni frá svæðinu og bjór er mikið notaður í ýmsa rétti. Í Bjórböðunum er hægt að fá einstaka upplifun og full- komna slökun. Bjórböðin henta líka öllum, því það er ekkert áfengi í bjórnum sem er notaður í böðin. Útipottarnir eru mjög skemmtilegir, enda er gríðarleg náttúrufegurð allt í kringum Bjórböðin og fallegt útsýni yfir í Hrísey, Kaldbak og Þorvaldsdal. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 16. júní 2022 SUNDLAUGAR OG JARÐBÖÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.