Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 3

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 3
1. tölublað 20213 Efnisyfirlit Ritnefndarpistill 3 Pistill formanns 4-6 „Speglunin er svo góð – en mikilvægt að flæði náist til samvinnu“ 7-11 Nýjar áskoranir á tímum heimsfaraldurs 13-14 Siðaregla 5.1– sem er ekki til 14 Þjónusta iðjuþjálfa á Skjóli 15-16 Reynsla og upplifun af að vera með nema 18 Eiga iðjuþjálfar hlut í lyfjaumræðunni? 19-22 Skógarlundur, miðstöð virkni og hæfingar 23-26 Starf iðjuþjálfa í Menntaskólanum á Tröllaskaga á COVID-tímum 27-28 Þorpið og fyrstu fimm 29-30 Iðjuþjálfun í byltu- og beinverndarmóttöku 31-32 Lífsbrunnur 33 Hvernig spilin urðu til 34 Um PEERS -námskeið í félagsfærni 35-36 Ágrip útskriftarnema 38 Veggspjöld nemenda 39-43 Ritnefnd: Erna Kristín Sigmundsdóttir, formaður og ritstjóri Arndís Jóna Guðmundsdóttir Guðrún Friðriksdóttir Hafdís Bára Óskarsdóttir Lilja Björk Hauksdóttir Fræðileg ritstjórn: Gunnhildur Jakobsdóttir Sara Stefánsdóttir Sigrún Kristín Jónasdóttir Stjórn IÞÍ: Þóra Leósdóttir, formaður Erna Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir, gjaldkeri Harpa Björgvinsdóttir, ritari Björg Jónína Gunnarsdóttir, meðstjórnandi Varamenn: Stefán E. Hafsteinsson Svava Arnardóttir Iðjuþjálfinn Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Prófarkarlesari: Bjarni Björnsson Forsíðumynd: Hafdís Bára Óskarsdóttir Umbrot: Sylvía Kristjánsdóttir Ritnefndarpistill Árið 2021 er langt komið og þess vegna kynnum við nýja útgáfu af blaðinu okkar. Blaðið verður framvegis ein- göngu gefið út á netinu, og ráða þar umhverfissjónarmið sem mikið hafa verið í umræðunni, stærstu. Ritnefndin vonar að lesendur séu sáttir við breytingarnar. Síðastliðið ár hefur að mörgu leyti verið svipað árinu 2020 þar sem COVID faraldri er ekki lokið. Í blaðinu í ár fáum við að lesa um endurhæfingu á Reykjalundi í kjölfar COVID veikinda, ásamt umfjöllun um iðjuþjálfun í menntaskólanum á Tröllaskaga og þær áskoranir sem birtust í skólastarfinu sökum faraldursins. Viðtalið að þessu sinni er við Gunnhildi Jakobsdóttur sem hefur notað hund í starfi sínu á Æfingastöðinni og svo fáum við grein um byltu- og beinverndarmóttöku svo fátt eitt sé nefnt. Sjaldan eða aldrei hefur verið mikilvægara að staldra við og huga að sjálfum sér. Ritnefndin óskar öllum iðjuþjálfum góðs vetrar og hvetur til þess að upplifa „Hygge“, helst daglega í skammdeginu. Nota kertaljósin, heita drykki og teppi sem mest og knúsa alla þá sem gott er að knúsa. Njótið lífsins, -það má. Vetrarkveðjur, Ritnefnd.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.