Iðjuþjálfinn - 2021, Page 6

Iðjuþjálfinn - 2021, Page 6
1. tölublað 20216 Á döfinni Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er haldinn 27. október ár hvert. Að þessu sinni var yfirskriftin: „Belong. Be you.“ eða „Vertu með. Vertu þú.“ eins og það útleggst á íslensku. Iðjuþjálfar á heims vísu vilja með því vekja athygli á þeim krafti sem býr í fjölbreytileika og inngildingu (inclusion) þar sem iðjuþjálfar vinna saman að því að byggja upp samfélag og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt á tímum ýmis konar hindrana og mótlætis eins og COVID hefur sýnt okkur. Iðjuþjálfar voru hvattir til að vekja athygli á faginu og störfum iðjuþjálfa á sínum vinnustöðum í tilefni alþjóðlega dagsins. Líkt og venja er þá blés fræðslunefnd IÞÍ til málþings sem var ætlað iðjuþjálfum og öðru áhugasömu fólki. Dagskráin var sérlega áhugaverð og spannaði fjölbreytt viðfangsefni iðjuþjálfunar. Málþingið var blanda af stað- og fjarfundi og yfir hundrað þátttakendur mættir til leiks ýmist á skjá eða í sal. Ég vil í lokin þakka ykkur félagsfólki fyrir framlag ykkar til iðjuþjálfunarfagsins í smáu og stóru og megi veturinn verða gæfuríkur og gefandi. Kær kveðja Þóra Of þung og ranglega stillt skólataska: • Finnur barnið þitt fyrir verkjum í baki eða öxlum? • Að bera of þunga tösku eða að nota hana á rangan hátt getur valdið álagseinkennum eins og bakverk, höfuðverk og vöðvabólgu. • Í öxlum og hálsi eru margar æðar og taugar. Of mikill þrýstingur getur það valdið sársauka og dofa í hálsi, handleggjum og höndum. • Að bera skólatöskuna á annarri öxlinni leiðir til þess að hryggsúlan sveigist. Slíkt getur valdið sársauka eða óþægindum. Að stilla skólatöskuna: • Ávallt skal nota báðar axlarólarnar og stilla þær þannig að taskan liggi þétt við bak barnsins, en án þess að valda óþægindum. • Notið mittisólina ef hún er fyrir hendi, þannig dreifist þunginn jafnt á líkamann. • Neðsti hluti töskunnar á að hvíla við mjóbakið og ekki ná lengra en 10 cm niður fyrir mitti. Að raða í skólatöskuna: • Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins. • Raðið þannig í töskuna að hlutirnir séu stöðugir og renni ekki til. • Farið daglega yfir það sem barnið á að hafa í skólatöskunni, það á einungis að bera það nauðsynlegasta. • Setjið sund- og íþróttaföt ofan í skólatöskuna í stað þess að hengja íþróttapoka yfir hana. • Þá daga sem skólataskan er yfirhlaðin getur barnið til dæmis borið bækur eða íþróttatösku í fanginu – það minnkar álag á bakið. • Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börn sín við að raða í skólatöskuna og stilla hana rétt til að forðast álagseinkenni og verki. Að velja réttu skólatöskuna: • Taskan þarf að hafa nægt pláss fyrir nauðsynleg skólagögn og vera í réttri stærð miðað við bak barnsins. • Skólataskan á ekki að vera breiðari en efra bak barnsins og ekki ná niður fyrir mjóbak. Þannig hindrar hún ekki eðlilegar hreyfingar. • Axlarólar þurfa að vera vel bólstraðar og með smellu yfir bringuna. Það er kostur að hafa mittisól. • Barnið ætti ekki að bera skólatösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd þess. Ef barn er 30 kg á taskan ekki að vera þyngri en þrjú kg. Iðjuþjálfafélag Íslands Borgartúni 6 105 Reykjavík idjuthjalfafelag@bhm.is www.ii.is Þessi bæklingur var styrktur af Lýðheilsusjóði

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.