Iðjuþjálfinn - 2021, Side 7

Iðjuþjálfinn - 2021, Side 7
1. tölublað 20217 Viðtal „Speglunin er svo góð – en mikilvægt að flæði náist til samvinnu“ Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi hefur fetað ótroðnar slóðir í störfum sínum, en með henni starfar þjónustuhundurinn Skotta. Þær hafa tekið á móti skjólstæðingum í Æfingastöð- inni í Hafnarfirði frá því í desember 2020. Gunnhildur mennt- aði sig sérstaklega í Noregi til að starfa með þjónustuhundi, og Skotta þurfti að standast ýmis próf. Við hittum Gunnhildi og báðum hana að segja okkur nánar frá aðdragandanum, hvernig iðjuþjálfun með hundi fer fram, hvernig speglun og samvinna einkenna starfið og hver framtíðarsýnin er. Gunnhildur tók sér nokkurn umhugsunarfrest eftir stúdentinn, en vissi þó alltaf að hana langaði að vinna með dýrum. „Ég er mikil dýraáhugakona og hef sérstakan áhuga á hundum og hestum. Ég stefndi því alltaf þangað og reyndi ýmislegt þar, ég vann í Húsdýragarðinum og var með hundaþjálfara sem ég elti á námskeið og tók þátt í skapgerðarmati á hundum fyrir HRFÍ, vann í dýrabúð, sem landvörður á Þingvöllum og annað,“ útskýrir hún. Þess má geta að hún er einnig formaður stjórnar Hjálparhunda Íslands. Hún þekkti ekki til iðjuþjálfunar og ætlaði sér ekki að starfa innan heilbrigðis- eða umönnunargeirans í upphafi. „Foreldrar mínir eru báðir menntaðir og starfa innan heilbrigðis- og menntageirans og ég ætlaði aldrei að fara þangað, en svo togaði þetta alltaf meira og meira. Ég hafði ekkert heyrt um iðjuþjálfun, ég var að vinna í Brúarskóla og fór með nemenda þar á Æfingastöðina. Þar hitti ég í fyrsta sinn iðjuþjálfa og þá fannst mér mjög áhugaverð vinnan sem fór fram þar. Þannig ég fór að skoða þetta betur og sá þá að erlendis þá er þetta eitt af fögunum sem hefð er fyrir að styðjast við dýr í meðferðum,“ rifjar hún upp. Nokkru áður en hún skráði sig í námið hafði hún séð hvernig hún gæti tengt saman áhugann á dýrum og umönnun fólks. „Árið 2005 hafði ég farið á ráðstefnu í Svíþjóð sem heitir Hund for livet, um hvernig dýr eða hundar geta unnið í þágu mannfólksins á mismunandi vegu. Þar sá ég þegar verið var að nota dýr í meðferðum en ég náði aldrei hvaða fagstétt þetta var – þar sem ég var svo heilluð af hundinum! Þetta var í spítalaumhverfi og það voru sjúkraþjálfarar þarna og svo fattaði ég eftir á að þetta voru iðjuþjálfar þegar ég fór að kanna þetta nokkrum árum seinna,“ útskýrir Gunnhildur. Draumur rættist í sveita sælunni Þegar hún áttaði sig á að hægt væri að sameina þetta dreif hún sig í námið. Gunnhildur tók sveitabæ á leigu í Eyjafirði og fluttist þangað með manni sínum og hundi, þá 26 ára gömul. „Það var gamall draumur sem rættist hjá okkur, erum bæði svona dýraáhugafólk og fengum hvorugt að vera í sveit þegar við vorum yngri þannig að við bárum enn trega í hjörtum okkar að hafa ekki komist í sveitina og þarna var tækifæri til að láta gamlan draum rætast. Þannig við leigðum þennan sveitabæ og keyptum hann að lokum og fengum afnot af fjárhúsunum þannig við vorum þarna með 12 kindur og 8 hænur, hund og svo eignuðumst við 2 börn og ég kláraði námið,“ segir hún. „Þetta var alveg frábær tími þarna fyrir norðan, alveg yndislegt, bæði náttúrulega námið og svo að geta látið þennan gamla draum rætast að vera með búskap.“ Strax í grunnnáminu gat hún tengt saman iðjuþjálfunina og hundaáhugann, en var þó meðvituð um að fá einnig Gunnhildur Jakobsdóttir, iðjuþjálfi

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.