Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 11

Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 11
1. tölublað 202111 allan tímann „Við erum heilbrigðisstétt, við erum með ákveðnar siðareglur, við völdum ekki skaða og við komum ekki fólki sem er hjá okkur í hættulegar aðstæður. Ég vil ekki að þetta hljómi eins og gagnrýni á það sem fólk er að gera en ég gat ekki unnið þetta öðruvísi en að gera þetta svona og mun halda því áfram með næsta hund sem er byrjaður að fæðast í huganum á mér,“ bætir hún við. Skotta kemur víða að gagni Nærvera Skottu gerir Gunnhildi og skjólstæðingi kleift að vinna að verkefnum með hana í huga. „Þau geta verið að vinna allan tímann að einhverjum verkefnum, og ég get verið með endalaust af verkefnum af því þetta snýr allt að henni. Þau eru alveg meðvituð um að þau eru að æfa skriftina, eða bara hvað sem þau eru að takast á við hjá mér. Þau eru meðvituð um það en við gerum verkefni fyrir Skottu. Til dæmis getum við verið að finna hentuga leið til að skera mat, þannig við finnum út hvaða hnífapör eða beiting henta með því að skera hundanammi fyrir Skottu sem bíður kurteis og áhugasöm. Þá vandar barnið sig alveg svakalega við að skera og þá getur maður notað svo margt,“ lýsir Gunnhildur. „Síðan er rosalega auðvelt að ýta undir virkni, t.d. teikna mynd af Skottu eða teikna upp þrautabraut inn í salnum, borðvinna með skrift og samskipti, setja sig í spor annarra, bíða eftir að röðin komi að þér. Skotta þarf að bíða þegar barnið kastar kúlu í keilur og svo þarf barnið að bíða meðan Skotta fellir keilur og svo reiknum við saman hver stigin eru. Stundum tekur hún alveg virkan þátt eða þá hún er bara þarna og við tölum um hvernig hún er hluti af þessu. Upp á áhugann að gera er hún tvímælalaust mjög mikilvæg. Mörg þeirra labba út og finnst þau hafa verið að þjálfa hund.“ Skotta auðveldar einnig umræðu og íhlutun í flóknari málum. „Speglunin er líka svo góð, öll umræða getur orðið svo auðveld. Það kemur til dæmis fram í viðtali við foreldra að það sé hægðavandi komi í veg fyrir að barnið taki þátt reglulegum tómstundum. Það eru ekki öll börn sem eru tilbúin til að tala um þetta en við getum talað um hægðavandamál hjá Skottu og hvað það er mikilvægt að hún fari á klósettið á tveggja tíma fresti. Það er algjörlega óháð hvort það er félagslegt eða sálrænt eða líkamlegt,“ útskýrir Gunnhildur. „Ég legg líka alltaf áherslu á að þetta er iðjuþjálfun með hund, þetta er ekki hundaþerapía eða neitt, ég er alltaf iðjuþjálfi. Við erum með iðjuvanda og kveikjum áhugann með að vinna verkefni út frá hundinum,“ bætir hún við. Spennandi framtíðarsýn Gunnhildur er þegar farin að huga að næsta hundi sem tæki við af Skottu, eins og heyra mátti áðan, og þar er mikilvægt að hafa tímann fyrir sér. „Já, af því að næsti hundur tæki þá að minnsta kosti 2 ár í undirbúning, kannski þrjú. Eftir 2 ár er Skotta átta ára og ef það tæki ár að finna kandídatinn erum við komnar með 3-4 ár og þá er Skotta orðin 9 ára og þá er hún farin að nálgast ellilaunin sín. Það er svo gaman í vinnunni með börnum, hundum og hestum að ég vil helst að það verði ekki pása á því,“ lýsir Gunnhildur. Sömuleiðis er mikilvægt að styðja við þessa nálgun í iðjuþjálfun með fræðslu og samstarfi. „Ég er meðlimur í alþjóðasamstarfi um íhlutun með dýrum og er tengiliður Íslands í því verkefni. Ég hef fundið fyrir gríðarlegum áhuga frá fólki og fagfólki, sálfræðingum, öðrum iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum og fleirum. Mig langar að efla faglegt starf í kringum þetta og hjálpa fólki að ná sér í þessa þekkingu, því það er mjög mikilvægt að þau sem ætla að vinna svona hafi þekkingu ekki bara til að tryggja öryggi heldur líka svo þetta styðji okkur í að veita íhlutun,“ útskýrir Gunnhildur. „Náið ykkur í þekkingu og menntun. Það er svo margt þarna á bak við, heilbrigðis- og hollustuhættirnir, uppeldið á dýrinu og margt fleira, þannig þú getir með góðu móti verið með umgengnisreglur fyrir dýrið. Það eru ekkert allir að fara að heilsa Skottu þegar ég kem í vinnuna, hún er bara mætt í vinnuna, þannig maður sé með sjálfsöryggi í þetta og geti sett mörk fyrir bæði hundinn þinn og börnin. Þetta á að hjálpa, ég á ekki að þurfa að halda í hana og passa upp á að eitthvað gerist ekki, það þarf að vera flæði til að samvinna náist,“ segir hún að lokum. Mig langar að bæta við hérna heimasíðum fyrir áhugasama um málefnið. Fyrst ber að nefna IAHAIO sem eru alþjóðleg regnhlífasamtök félaga og stofnanna sem vinna með samskipti manna og dýra: https://iahaio.org/ICofA sem bjóða upp á fræðslu og utanumhald um íhlutun með aðstoð dýra og svo heimasíða Hjálparhunda Íslands, en þangað er hægt að senda fyrirspurnir um málefni hjálpar- og þjónustuhunda. www.hjalparhundar.is

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.