Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 13

Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 13
1. tölublað 202113 Á Reykjalundi fer fram þverfagleg endurhæfing á átta með- ferðarsviðum og þar starfa alls 18 iðjuþjálfar sem gegna mik- ilvægu hlutverki í allri teymisvinnu. Iðjuþjálfar vinna einstak- lingsmiðað með hverjum og einum skjólstæðingi og sinna auk þess öflugu hópastarfi og fræðslu samkvæmt áherslum hvers teymis. Starfsemi Reykjalundar hefur raskast undanfarna mánuði vegna COVID-19, líkt og gerst hefur um allan heim. Vegna sóttvarnaaðgerða þurfti í tvígang að gera meðferðarhlé á Reykjalundi hjá vissum hópum, vinnustaðnum var skipt upp í tvö meðferðarsvið og faghópum í meðferðarhólf. Skjólstæðingar voru hálfan dag í meðferð og hinn hlutann með dagskrá heima. Með stuttum fyrirvara tileinkaði starfsfólk sér fjarmeðferð og öll teymisvinna var unnin þannig, sem þýddi nýjar áskoranir fyrir alla. Einnig var hluti af fræðsluefni gerður aðgengilegur fyrir skjólstæðinga á heimasíðu Reykjalundar. Eftir fyrstu bylgju heimsfaraldursins bárust beiðnir vegna skjólstæðinga sem glímdu við eftirköst COVID-19 og hafist var handa við að undirbúa meðferð fyrir þennan hóp. Samhliða því var farið að undirbúa þverfaglega rannsókn á langvinnum einkennum og árangri endurhæfingar eftir COVID-19. Lítið er vitað um langtímaáhrif sjúkdómsins en afleiðingarnar hafa veruleg áhrif á daglegt líf fólks. Endurkoma til vinnu og að sinna daglegum verkefnum hefur reynst mörgum erfitt, eftirköstin oft ófyrirsjáanleg og fólk fær jafnvel ítrekuð bakslög. Ljóst er að skjólstæðingahópurinn er mjög fjölbreyttur og fólk glímir við margs konar afleiðingar af COVID-19. Þar má nefna einkenni frá lungum, mikla þreytu, orkuleysi, verki, einbeitingarskort, breytingu á skynúrvinnslu, andlega vanlíðan og streitu. Áfallið að veikjast ásamt óvissu og ótta í samfélaginu við áður óþekktan sjúkdóm hefur litað upplifun margra. Skjólstæðingar virðast hafa þörf fyrir að deila reynslu sinni og finna styrk hver hjá öðrum. Í lok maí 2021 höfðu 60 skjólstæðingar lokið meðferð á Reykja- lundi, 20 voru í meðferð og 30 á biðlista. Áður en endurhæfing hefst fer fólk í endurhæfingarmat þar sem metin er þörf fyrir þverfaglega endurhæfingu og hvaða meðferðarsvið henti best. Flestir koma inn í meðferð á lungna-, verkja-, geð- og gigt- arsviði og fleiri svið hafa einnig sinnt þessum skjólstæðingum. Í endurhæfingarmati felast m.a. viðtöl við fjórar fagstéttir; iðju- þjálfa, sjúkraþjálfara, lækna og hjúkrunarfræðinga. Lagðir eru fyrir sérhæfðir matslistar og einnig gerðar ýmsar rannsóknir til frekari greiningar. Iðjuþjálfar leggja fyrir Mat á eigin iðju (OSA). Endurhæfing er að meðaltali sex vikur og koma þá fleiri fag- stéttir að meðferð þar sem þörf er á, t.d. félagsráðgjafar, nær- ingarfræðingar, talmeinafræðingar og sálfræðingar. Til viðbótar við hefðbundna teymismeðferð hvers sviðs var sett saman þverfagleg fræðsla sem allir skjólstæðingar sitja (sjá töflu 1). Iðjuþjálfar eru með fræðslu um orkusparandi vinnuaðferðir og temprun en þar er m.a. fjallað um forgangsröðun og skipulag daglegrar iðju, mikilvægi þess að huga að réttri líkamsbeitingu og tempra hraðann við framkvæmd verka og athafna. Þreyta og orkuleysi hefur þau áhrif að fólk á erfiðara með að sinna daglegri iðju eins og sjálfu sér, heimilisstörfum, áhugamálum og vinnu á þann hátt sem það kýs. Fyrir marga getur reynst erfitt að átta sig á hvað veldur þreytu þar sem hún kemur oft ekki fram fyrr en næsta dag. Það er ekki endilega eitthvað eitt einstakt verk sem er erfitt, heldur samansafn alls þess sem gert er yfir daginn eða vikuna. Margir skjólstæðingar hafa setið námskeiðið Jafnvægi í daglegu lífi. Markmið þess er að þátttakendur skoði jafnvægi starfa, tómstunda, eigin umsjár og hvíldar og fræðist um streitu. Áhersla er lögð á sjálfsskoðun, þ.e. að einstaklingurinn verði meðvitaðri um hlutverk sín, þekki helstu streituvalda og streitueinkenni. Velti fyrir sér hvernig samskipti hafa áhrif Nýjar áskoranir á tímum heimsfaraldurs Endurhæfing fyrir einstaklinga sem veiktust af COVID-19 Ásta Margrét Jónsdóttir, Erla Alfreðsdóttir, Herdís Halldórsdóttir og Ingibjörg Bjarnadóttir, iðjuþjálfar á Reykjalundi

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.