Iðjuþjálfinn - 2021, Page 14

Iðjuþjálfinn - 2021, Page 14
1. tölublað 202114 á daglegt líf og fræðist um forgangsröðun og tímastjórnun. Þannig getur hver og einn áttað sig á hverju hann þarf og vill breyta hjá sjálfum sér og í umhverfinu til að draga úr streitu og stuðla þar með að bættri heilsu og auknu jafnvægi í daglegu lífi. Slökun er hluti af meðferðinni og er leið til að draga úr þreytu, kvíða og streitu, hvílast og bæta svefn. Skjólstæðingar prófa sig áfram með slökun og fá ráðleggingar um hvernig hægt er að innleiða hana í daglegt líf. Þyngingarsængur og teppi hafa einnig nýst þessum skjólstæðingum til að ná betri hvíld. Þyngdin hefur svipuð áhrif og þétt faðmlag. Þrýstingur á líkamann losar gleðihormón (serótónín, oxýtósín og dópamín) og dregur úr streituhormóninu kortisóli. Þetta hefur þau áhrif að magn svefnhormónsins hækkar og ró færist yfir líkamann. Lagt er fyrir matstækið Sensory Profile til þess að kanna skynúrvinnslu þeirra sem hafa veikst af COVID-19 en margir hafa lýst breyttri skynjun. Matstækið metur skynþröskuld og viðbrögð við áreitum og er skipt í fjóra flokka sem einstaklingar raðast í (lág skráning skynboða, sókn í skynáreiti, skynnæmi og frávísun skynáreita). Einnig eru skoðuð viðbrögð frá mismunandi skynþáttum (bragð og lykt, hreyfing, heyrn, sjón, snerting og virknistig). Skjólstæðingar fá loks afhentar niðurstöður í skýrsluformi með tillögum um aðlögun viðfangsefna og umhverfis. Þverfagleg fræðsla Hreyfing Sjúkraþjálfari Hugræn einkenni eftir COVID-19 Sálfræðingur Mataræði og næring eftir COVID-19 Næringarfræðingur Temprun Iðjuþjálfi Andleg líðan - ACT Sálfræðingur Orkusparandi vinnuaðferðir Iðjuþjálfi Svefn og þreyta Sálfræðingur Fjölskyldan og félagsleg velferð Félagsráðgjafi Að mati greinarhöfunda upplifa margir sem veikst hafa af COVID-19 skerta getu til að taka þátt í daglegu lífi og sinna sínum hlutverkum. Erfitt getur reynst að sætta sig við skyndilega færniskerðingu og óvissan um batahorfur hefur áhrif á líðan fólks. Á Reykjalundi fá skjólstæðingar ýmis bjargráð til að halda áfram í bataferlinu og tileinka sér nýjar venjur. Endurhæfing virðist skila góðum árangri, en einsýnt að ekki er að fullu komið í ljós hversu langvarandi eða alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins eru. Eins er mjög mismunandi frá einum einstaklingi til annars hver einkennin eru, hversu alvarleg og hve lengi þau standa. Það hefur verið lærdómsríkt að takast á við þetta verkefni og fróðlegt verður að fylgjast með niðurstöðum rannsóknarinnar um árangur endurhæfingar. Siðareglur Iðjuþjálfafélagsins skiptast í 4 kafla og nokkrar greinar við hvern kafla. Hver kafli fjallar um ákveðið efni og hefur sína yfirskrift. En hvert yrði innihald og yfirskrift 5. kaflans ef hann yrði skrifaður? Það er mikilvægt að siðareglur séu í sífelldri endurskoðun. Vinnuumhverfi iðjuþjálfa tekur breytingum eins og samfélagið allt. Á síðustu árum hafa t.d. samfélagsmiðlar og snjallsíma- notkun orðið hluti af okkar daglega lífi. Enn er verið að móta umgengnisreglur um nýja tækni og finna jafnvægið í að njóta möguleikanna sem hún gefur, án þess að fara yfir mörk annarra. Ýmis álitamál geta komið upp varðandi þetta. Má t.d. taka mynd af fagmanni við störf sín og birta á Siðaregla 5.1– sem er ekki til samfélagsmiðlum ef skjólstæðingur gefur leyfi fyrir sitt leyti? Eða hefur fagaðilinn rétt á að neita? Þegar um er að ræða ákvarðanatökur sem falla undir siðfræðileg málefni er svarið ekki eins augljóst eins og þegar um lög og reglur er að ræða. Stundum setja vinnustaðir sín eigin viðmið eða siðareglur sem starfsfólk hefur að leiðarljósi við ákvarðanatöku. En oft þarf starfsmaður að reiða sig á eigin gildi og viðmið. Siðareglur okkar iðjuþjálfa taka á ýmsum álitamálum sem upp geta komið en umgengni við nýja tækni er ekki þar á meðal. Kafli 5 gæti því t.d. fjallað um það ef hann yrði skrifaður. Guðrún Áslaug Einarsdóttir, iðjuþjálfi og guðfræðingur

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.