Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 15

Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 15
1. tölublað 202115 Gert er ráð fyrir mikilli fjölgun einstaklinga með heilabilun á næstu áratugum og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gefið út aðgerðaáætlun til að bregðast við þessari fjölgun (World Health Organization, 2017). Spálíkan fyrir Ísland gerir ráð fyrir sömu þróun hér á landi (Jón Snædal, 2019). Einnig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skil- greint áratuginn 2020–2030 sem áratug heilbrigðrar öldr- unar til að efla samvinnu milli stjórnvalda, fagfólks, vísinda- samfélags og fleiri (World Health Organization, 2020). Fyrir rúmlega 30 árum síðan varð til hreyfing í Bandaríkjunum sem kenndi sig við nýja menningu í öldrunarþjónustu. Áhersla er lögð á samráð við íbúa, sjálfræði þeirra, heimilislegt umhverfi og minni einingar (Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, 2019). Einnig er persónumiðuð þjónusta lögð til grundvallar þjónustunni þar sem áhersla er á þekkingu á lífssögu, félagssögu og persónuleika íbúa, sem stuðlar að því að viðhalda persónuheild einstaklingsins (Kitwood, 1997/2007; Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, 2019). Þessi sjónarmið hafa verið höfð að leiðarljósi í þjónustu iðjuþjálfa á Skjóli en þar hefur nú verið veitt þjónusta iðjuþjálfa samfellt á sjötta ár, fyrst einn í 100% starfi en frá árinu 2019 tveir í samtals 180% starfi. Áður höfðu starfað iðjuþjálfar í stuttan tíma í senn á Skjóli. Einnig starfar þar leikskólakennari sem sér um félagsstarf og er samvinna mjög mikil og góð. Líkanið um iðju mannsins (MOHO) leiðir starf iðjuþjálfa. Tekið er mið af einstaklings- og umhverfisþáttum og samspili þeirra á líf einstaklingsins. Einstaklingsþættir eru vilji, sem endurspeglast í trú á eigin áhrifamátt, áhuga á iðju og gildum, vanamynstur, sem stýrist af hlutverkum og vana og síðan framkvæmdageta sem byggir á undirliggjandi færni, jafnt líkamlegri og vitrænni. Umhverfisþættir eru efnisheimur og samfélag (Taylor, 2017). Þjónusta iðjuþjálfa á hjúkrunarheimilinu Skjóli Starfssvið iðjuþjálfa á Skjóli er fjölbreytt og snýr meðal annars að því að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópaþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings við þá iðju sem hann hefur áhuga á ásamt vilja og getu til að framkvæma. Iðjuþjálfar sjá um að meta þörf fyrir hjálpartæki og útvega þau. Áhersla er á notkun lífssögu og nú hefur þar til gert eyðublað verið lagt með innskriftarpappírum og standa vonir til þess að góðar heimtur verði á því. Annars hefur iðjuþjálfi rætt við íbúa og fengið lífs- sögu hans ásamt upplýsingum um óskir varðandi mat, drykk, svefntíma og fleira. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar öllu starfsfólki deilda og er ætlast til að þeir kynni sér þær. Á Skjóli búa 97 manns en á sambýlinu Laugaskjóli, sem er ein af deildum Skjóls, búa 9 einstaklingar. Þessi fjöldi íbúa gerir það að verkum að hópastarf hefur meira vægi en einstak- lingsíhlutun sem alltaf er þó hluti af starfinu. Hún getur falist í reglulegum samtölum við íbúa, að meta þörf fyrir hjálpar- tæki svo sem hjólastóla og sessur í þá, sérmótaða diska, ýmis smáhjálpartæki, sáravarnarsessur og fleira og veita ráðgjöf varðandi notkun þeirra. Iðjuþjálfar sjá um ásamt sjúkraþjálfara að meta þörf fyrir hjólastóla, sækja um styrk til kaupa á þeim til Sjúkratrygginga Íslands og stilla þá fyrir notandann þegar stóllinn hefur verið afhentur. Einnig sjá þeir um minniháttar viðgerðir á stólunum eða senda þá í viðgerð ef þörf krefur. Eins og áður kom fram er mikil áhersla á hópastarf meðal annars vegna fjölda íbúa. Þeim er boðin þátttaka í hópum á grundvelli áhuga þeirra og færni. Tveir handverkshópar eru í boði, annars vegar fyrir þá sem geta unnið nokkuð sjálfstætt þar sem sextán til átján manns mæta í hvert sinn og vinna ýmiss konar handverk svo sem prjón, hekl, mósaík, þæfingu og fleira. Hins vegar er hópur sem þarf nokkuð mikla aðstoð Lilja Ingvarsson, Thelma Karen Kristjánsdóttir og Ása Lind Þorgeirsdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.