Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 25

Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 25
1. tölublað 202125 og einum með myndrænu dagsskipulagi. Einnig er umhverfið sett upp á myndrænan hátt til að auka sjálfstæði þeirra sem sækja þjónustu í Skógarlund. Starfið í Skógarlundi Húsnæði Skógarlundar hafði lengi verið skipt í tvær deildir sem hafa nú verið sameinaðar. Nú er starfið því töluvert fjöl- breyttara fyrir alla, bæði þá sem hingað koma og starfsfólk. Það starf sem áður var unnið hefur verið eflt og gert mark- vissara. Auk þess hafa tölvur og önnur tækni verið innleidd í starfið. Í dag er húsnæðinu skipt í átta starfsstöðvar en þeir sem hingað sækja þjónustu fara á tvær stöðvar daglega, fyrir og eftir kaffitíma. Þær eru: Skapandi starf, vinnuþjálfun, tölvur og rofar, skynörvun, smíðar og handverk, gagnaeyðing, hreyf- ing og reynsluboltar. Skapandi starf Í skapandi starfi fá einstaklingar tækifæri til að efla sköpunar- gleði sína og virkja ímyndunaraflið í gegnum ýmiss konar efni- við og áhöld. Unnið er að fjölbreyttum verkefnum með ólíkum aðferðum til þess að koma til móts við færni hvers og eins. Í skapandi starfi er meðal annars unnið með leir, gler, textíl og alls konar málningu og liti. Þannig fá einstaklingar tækifæri til að upplifa ólík efni og örva skynfæri sín í gegnum gleði og fegurðarskyn. Þeir listmunir og nytjahlutir sem einstaklingar skapa eru svo hafðir til sýnis og sölu á vorsýningu og jólamark- aði Skógarlundar. Vinnuþjálfun Í vinnuþjálfun er unnið eftir hugmyndafræði TEACCH. Einstaklingurinn hefur yfirsýn á það verkefni sem hann vinnur frá upphafi til enda og veit því til hvers er ætlast af honum. Verkefnunum er skipt upp í nokkra flokka eftir tilgangi þeirra en lögð er áhersla á að verkefnin auki og viðhaldi færni, hafi tilgang og séu vinnutengd. Dæmi um verkefni eru að para saman sokka, æfa sig að hefta og klippa, flokka hnífapör og ýmis bókleg verkefni. Í gegnum verkefnin má meðal annars efla fínhreyfingar, samhæfingu augna og handa sem og að efla úthald og einbeitingu. Tölvur og rofar Í tölvurýminu eru þrjár borðtölvur. Ein af þeim er með snertiskjá á hreyfanlegum armi og geta því flestallir nýtt sér tölvurnar til gagns og gamans. Fyrir þá sem geta ekki nýtt sér hefðbundinn tölvubúnað er hægt að tengja rofa við tölvu og ná fram virkni með honum. Einnig má tengja rofabox við alls kyns raftæki í sama tilgangi. Á þessari stöð geta einstaklingar þjálfað upp leikni í tölvunotkun með því að æfa sig að nota mús og lykla- borð sem og lært á ákveðin forrit og leiki. Einnig eru nokkrir iPadar sem hægt er að grípa í. Skynörvun Í skynörvun er rólegt og þægilegt umhverfi þar sem markmiðið er að slaka á og njóta. Boðið er upp á fjölbreytta upplifun, meðal annars í gegnum lýsingu, hljóð og mynd. Þannig er hægt að aðlaga skynáreitið að þörfum hvers og eins, hvort sem það er að fá hvíld frá amstri dagsins eða fá örvun frá umhverfinu. Í rýminu er skjávarpi sem er tengdur tölvu og hljóðkerfi, bolta- bað og aðstaða bæði til þess að setjast í þægilega stöðu og leggjast niður. Smíðar og handverk Í smíðum og handverki er unnið með timbur. Á svæðinu eru ýmis verkfæri og fá því einstaklingar að spreyta sig á fjöl- breyttum verkefnum. Meðal annars er verið að saga, pússa, negla, bora og mála. Í smíðum og handverki eru verkferlar hvers verkefnis mjög skýrir þar sem ljúka þarf hverju verkþrepi fyrir sig áður en hægt er að halda áfram. Einstaklingarnir gera verkefnin frá grunni þar til það er tilbúið til sölu. Gagnaeyðing Í gagnaeyðingu eru fjórir tætarar og þar af er einn tengdur við rofabox og rofa. Til þess að hægt sé að tæta pappírinn þarf að fjarlægja hefti og bréfaklemmur. Því geta þeir einstaklingar sem eru í gagnaeyðingu valið á milli þessara tveggja verkefna. Þannig geta flestir unnið á þessari stöð með einum eða öðrum hætti. Skógarlundur hefur tekið að sér að eyða gögnum fyrir tvö fyrirtæki í bænum. Það skapar jákvæðni og eykur virkni þar sem þau upplifa sig sem hluta af heild og eru að sinna mikilvægu starfi.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.