Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 26

Iðjuþjálfinn - 2021, Síða 26
1. tölublað 202126 Hreyfing Í hreyfingu er boðið upp á einstaklingsþjálfun þar sem unnið er að auknu úthaldi, styrk, jafnvægi og liðleika. Markmiðið er að þeir sem þangað koma njóti þessi að hreyfa sig og efli líkams- vitund sína. Í hreyfingu er meðal annars göngubretti, hjól, lóð, dýnur og rimlar. Einnig er nærumhverfið nýtt þegar veður leyfir. Reynsluboltar Hugmyndin með reynsluboltum er að þangað sé hægt að fara vilji einstaklingur komast í minna áreiti. Þar er til dæmis boðið upp á spjall, sögulestur, að skoða myndir og hlusta á tónlist í rólegu umhverfi. Aðlögunartími Þær breytingar sem gerðar voru á innra starfi Skógarlundar gengu mjög vel fyrir sig. Farið var af stað í breytingar í miðjum covid-faraldri og var því ekki full þjónusta í boði í Skógarlundi. Hópnum var skipt niður, bæði þeim sem hingað sækja þjón- ustu og starfsfólki. Breytingarnar voru gerðar í fjórum hópum, tveim fyrir hádegi og tveim eftir hádegi. Allir fengu því góðan aðlögunartíma. Það kom okkur á óvart hvað aðlögunartíminn gekk hratt og vel fyrir sig og ríkir almenn ánægja um breytt fyrirkomulag. Framtíð Skógarlundar Framtíðin er björt og spennandi þar sem þjónusta Skógar- lundar er enn í fullri þróun. Í haust verður unnið að vinnumati sem aðstoðar starfsmenn að fylgja eftir getu og færni á hverju svæði hjá þeim sem hingað koma. Nú þegar hefur verið send inn umsókn fyrir augnstýribúnaði, sem er nauðsynleg viðbót inn í tölvurýmið. Einnig er stefnt að því að búa til nýja starfsstöð. Þar mun fara fram þjálfun í boðskiptum og leiðum til tjáningar. Hér í Skógarlundi verður alltaf eitt af aðalmarkmiðunum að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu sem er í takt við tíðarandann. Heimildaskrá Akureyrarbær. (2014). Valdefling [bæklingur]. https://www.akureyri.is/static/files/ busetudeild/baeklingur_valdefling_2014.pdf Akureyrarbær. (2017, 10. apríl). Kynningarrit um þjónandi leiðsögn. https://www. akureyri.is/is/frettir/kynningarrit-um-thjonandi-leidsogn Akureyrarbær. (2021). Ársskýrsla 2020: Búsetusvið Akureyrarbæjar. https://www. akureyri.is/static/research/files/1618231763-busetusvid-arsskyrslan-2020pdf Áslaug Melax. (2012). Boðskipti í Skipulagðri kennslu (TEACCH) [PowerPoint- -glærur]. https://www.greining.is/static/files/vorradsstefna-2012/10ma- i_B_Aslaug-Melax.pdf Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. (e.d.). Skipulögð kennsla (TEACCH). https:// www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/thjalfunar-og-kennsluadferdir/ skipulogd-kennsla Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. (2010). Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. https:// www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/thjalfunar-og-kennsluadferdir/ ohefdbundnar-tjaskiptaleidir Heilsuvera. (2019, 8. febrúar). Góð samskipti. https://www.heilsuvera.is/efnis- flokkar/lidan/samskipti-og-tengsl/god-samskipti/ Klara Bragadóttir. (2016). Tengsl og samskipti. SÍBS-blaðið, 32(1), 20–23. https:// s3.amazonaws.com/static.sibs.is/documents/SIBS_01_2016.pdf Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Rakel Marteinsdóttir. (2021). Gildi túlkaþjónustu fyrir notendur óhefðbundinna tjáskipta. https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/gildi-tulkathjon- ustu-fyrir-notendur-ohefdbundinna-tjaskipta Sigrún Grendal Magnúsdóttir. (2012, 10. maí). Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir [PowerPoint-glærur]. https://www.greining.is/static/files/vorradsstefna- -2012/10mai_B_Sigrun-Grendal.pdf TEACCH® Autism Program. (e.d.). Structured Teaching TEACCH Staff. https:// teacch.com/structured-teaching-teacch-staff/ Valgý Arna Eiríksdóttir, Ester Einarsdóttir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Gestur Guðrúnarson, Brynja Vignisdóttir, Halldór S. Guðmundsson og Kristinn Már Torfason. (e.d.). Þjónandi leiðsögn [grunnkver og kynningarrit]. https://www. akureyri.is/static/files/01_akureyri.is/pdf/busetudeild_thjonandileidsogn_ single_lr008-loka.pdf Þröstur Haraldsson. (2017). Nýsköpun í félagsráðgjöf. Tímarit félagsráðgjafa, 11(1), 22–26.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.