Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 29

Iðjuþjálfinn - 2021, Blaðsíða 29
1. tölublað 202129 Þorpið – tengslasetur er samfélag sem styður við ungbarna- menningu og er fyrir fjölskyldur með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm varð til í undir- búningsvinnu fyrir Þorpið, því í samtali við foreldra og fagað- ila kom í ljós að þörf er á stuðningi við fjölskyldur sem vilja forgangsraða tengslum og stuðla með því að aukinni velferð barna sinna. Forvarnir hafa verið mér hugleiknar lengi og orðið fyrirferðar- meiri eftir að hafa starfað sem iðjuþjálfi á bæði barna- og geðsviði. Hugmyndin að Þorpinu fór að skýrast þegar ég gekk með dóttur mína og eftir að hún fæddist fann ég á eigin skinni þörf fyrir opið úrræði sem styður við fjölskyldur fyrstu árin. Ég fékk Sólveigu Kristínu Björgólfsdóttur og Sæunni Péturs- dóttur iðjuþjálfa með mér í lið og verkefnið fór af stað. Við Sæunn útskrifuðumst saman frá Háskólanum á Akureyri 2015 og Sólveig útskrifaðist frá sama skóla 2021. Við eigum það allar sameiginlegt að brenna fyrir lýðheilsu og bættum hag barna. Þar sem við erum þrjár iðjuþjálfar er hugmyndafræði iðjuþjálf- unar fyrirferðamikil í starfsemi Þorpsins en við byggjum hug- myndafræðilegan grunn Þorpsins líka á öðrum kenningum og gagnreyndum fræðum. Tengslakenningar og mikilvægi fyrstu áranna, kenningar reynslunáms og jákvæðrar sálfræði eru meðal þess sem við notum. Þá hafa fleiri fagaðilar gengið til liðs við Þorpið og með þeim bæði fagþekking úr námi og reynsla úr starfi. Teymi Þorpsins skipa auk okkar Sólveigar og Sæunnar, þær Helena Rut Sigurðardóttir og Rakel Guðbjörns- dóttir, þær hafa lokið M.A.-námi í foreldrafræðslu og uppeldis- ráðgjöf og Elsa Borg Sveinsdóttir sem er að ljúka sama námi. Umönnunaraðilar gegna lykilhlutverki í lífi barna sinna og því til mikils að vinna að þeir upplifi sig sem örugga leiðtoga. Þorpinu er ætlað að halda utan um fjölskyldur með því að skapa vettvang þar sem þær geta komið saman, styrkt tengsl, fengið stuðning og fræðslu. Leikur er ein helsta iðja barna og í gegnum hann þróar barnið ýmsa færni sem fylgir því í lífinu. Mun Þorpið skapa umhverfi þar sem börn og umönnunar- Þorpið – tengslasetur og Fyrstu fimm aðilar fá tækifæri til að prófa sig áfram og kynnast styrkleikum sínum, áhuga og viðbrögðum í gegnum leik. Þjónusta Þorpsins verður margþætt og breytileg eftir þörfum þeirra sem koma til með að nýta hana. Við stefnum á að byrja með hluta af þjónustunni í haust, þá ætlum við að bjóða upp á tíma í stundatöflu þar sem fjölskyldur geta notið sín saman og styrkt tengsl í gegnum nærandi upplifanir á borð við list- sköpun, skynupplifanir og hreyfingu. Þá verða sérstakir tímar til að styðja við sjálfsrækt foreldra. Með það fyrir augum mun Þorpið einnig bjóða upp á námskeið og fræðslu um ýmis efni eins og um tengsl, gildi, viðhorf og jafnvægi í daglegu lífi. For- eldrafræðararnir og uppeldisráðgjafarnir verða með námskeið og fræðslu fyrir foreldra þar sem þeim gefst færi á að þroskast í foreldrahlutverkinu. Þorpið verður opið öðrum fagaðilum sem vilja vera með tíma í stundatöflu eða bjóða upp á nám- skeið fyrir börn, fullorðna eða fjölskyldur. Við sjáum svo fyrir okkur að þegar við fáum húsnæði verði hjarta Þorpsins opið rými þar sem fjölskyldur geta verið saman við leik, bæði úti og inni og hitt aðrar fjölskyldur. Þjónusta fagaðila verður í boði fyrir þá sem koma í Þorpið með það fyrir augum að veita snemmtæka íhlutun. Það getur skipt miklu máli fyrir fjölskyldur að fá viðeigandi stuðning á því tímabili sem vöxtur og þroski barnsins er hvað mestur og sjálfmyndin að mótast. Við iðjuþjálfarnir munum til að mynda aðstoða umönnunaraðila við að skoða ný hlutverk, jafnvægi í daglegu lífi, gildi og forgangsröðun. Við getum aðstoðað fjölskyldur við að setja sér markmið og veitt stuðning við að ná þeim. Auk þess getum við metið og veitt ráðgjöf um þætti sem tengjast færni og skynúrvinnslu barna til að mæta þörfum þeirra sem fyrst. Okkur varð fljótlega ljóst á samtölum við bæði fjölskyldur og fagaðila við undirbúning Þorpsins að samfélagslegur skortur var á stuðningi við og viðurkenningu á að hlúa að börnum fyrstu árin. Hagsmunafélagið Fyrstu fimm varð þar af leiðandi Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi og stofnandi Þorpsins – tengslaseturs

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.