Iðjuþjálfinn - 2021, Side 36

Iðjuþjálfinn - 2021, Side 36
1. tölublað 202136 matslistum sem mæla félagsfærni, samkennd og félagsvirkni. Á matslistum yngri aldurshópsins sem mæla kvíða kom fram marktækur munur í svörum foreldra utan BUGL. Nokkrar stofnanir voru í samstarfi við BUGL varðandi inn- leiðingu PEERS á Íslandi árið 2015. Má þar nefna Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þroska- og hegðunarstöð heilsugæsl- unnar og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands hafa verið haldin fjögur PEERS Training-námskeið fyrir leiðbeinendur á Íslandi. PEERS-nám- skeið fyrir börn / unglinga og foreldra þeirra eru haldin víða á landinu. Einnig eru PEERS-námskeið haldin á vegum sjálfstætt starf- andi aðila en það er m.a. fagfólk sem starfar á BUGL sem fór af stað með námskeiðin utan BUGL á vorönn 2017. Á þeirra vegum eru haldin 6–7 námskeið fyrir mismunandi aldurshópa barna, unglinga og ungs fólks á hverri önn. Einnig eru haldin PEERS-fjarnámskeið á vegum sömu aðila og geta fjarnám- skeiðin hentað vel fyrir fólk á landsbyggðinni, sjá nánar á www.felagsfaerni.is. PEERS-námskeið í félagsfærni fyrir ungt fólk 18–34 ára er svipað uppbyggt en það er 16 skipti í 90 mínútur hvert sinn. Algengast er að foreldrar unga fólksins taki þátt í námskeiðinu en einnig getur verið um að ræða að stuðningsaðili taki þátt sem félagsþjálfi. Af 16 skiptum þar sem farið er í svipað efni og á námskeiðum fyrir börn og unglinga, þá eru 4 skipti þar sem fjallað er um stefnumót eða „date“-framkomu og fleira áhugavert því viðkomandi, sjá nánar á www.felagsfaerni.is. Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðjuþjálfi er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS-félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, skóla-PEERS-réttindi, einnig til að halda Telehealth PEERS-nám- skeið í félagsfærni í fjarkennslu. Ingibjörg Karlsdóttir, félagsráðgjafi MPH er með réttindi sem leiðbeinandi í PEERS-félagsfærni fyrir börn, unglinga og ungt fólk, einnig skóla-PEERS-réttindi. Yfirlit yfir nokkrar rannsóknir á PEERS erlendis og einnig hérlendis: (Heimildir sóttar 10. feb. 2020 af https://www.semel.ucla.edu/peers/research fyrir utan íslensku rannsóknirnar tvær í lok listans) • Parent-assisted social skills training to improve friendships in teens with autism spectrum disorders (Laugeson o.fl., 2009). • Evidence-based social skills training for adolescents with autism spectrum disorders –The UCLA PEERS program (Laugeson o.fl., 2012). • A replication and extension of the PEERS intervention – Examining effects on social skills and social anxiety in adolescents with autism spectrum disorders (Schohl o.fl., 2013). • Long-term treatment outcomes for parent-assisted social skills training for adolescents with autism spectrum disorders – The UCLA PEERS program (Mandelberg o.fl., 2013). • Measuring the plasticity of social approach – A randomized controlled trial of the effects of the PEERS intervention on EEG asymmetry in adolescents with autism spectrum disorders (Van Hecke o.fl., 2013). • Predicting treatment success in social skills training for adolescents with autism spectrum disorders – The UCLA program for the education and enrichment of relational skills (Chang o.fl., 2013). • Using a CBT approach to teach social sk ills to adolescents with autism spectrum disorder and other social challenges – The PEERS method (Laugeson og Park, 2014). • Parent and family outcomes of PEERS – A social skills intervention for adolescents with autism spectrum disorder (Karst o.fl., 2014). • Examination of a parent-assisted, friendship-building program for adolescents with ADHD (Gardner o.fl., 2015). • Parents perceive improvements in socio-emotional functioning in adolescents with ASD following social skills treatment (Lordo o.fl., 2016). • Changes in depressive symptoms among adolescents with ASD comp- leting the PEERS® social skills intervention (Schiltz o.fl., 2017). • Brief report: Does gender matter in intervention for ASD? Examining the impact of the PEERS® social skills intervention on social behavior among females with ASD (McVey o.fl., 2017). • Mat á árangri PEERS-námskeiða í félagsfærni: Börn og unglingar á aldrinum 9–14 ára. (Guðrún Helga Andrésdóttir, 2019). http://hdl.handle. net/1946/34613 • Árangursmat PEERS-námskeiða í félagsfærni: Unglingar 15–18 ára. (Snædís Gerður Hlynsdóttir, 2019). http://hdl.handle.net/1946/34614

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.