Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 39

Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 39
1. tölublað 202139 ÆTTU IÐJUÞJÁLFAR AÐ KOMA AÐ EFLINGU SJÁLFSMYNDAR OG FÉLAGSFÆRNI BARNA MEÐ MÁLÞROSKARÖSKUN Í LEIK- OG GRUNNSKÓLUM? Agnes Ýr Aðalsteinsd., Ingibjörg Sólrún Indriðad., Sigfríður Arna Pálmarsd. Nemendur á 3ja ári í iðjuþjálfunarfræði. Áhugasamir geta haft samband við höfunda ha180405@unak.is. 2. SNEMMTÆK ÍHLUTUN OG ÍHLUTUN TENGD FÉLAGSFÆRNI Mismunandi námsskrár eru mikilvægar til að mæta menntunar- þörfum barna með málþroskaröskun. Sérstakur stuðningur í leik- skóla eykur líkur á námi án mikilla erfiðleika seinna. Snemmtæk íhlutun fyrir börnin er mikilvæg því hún dregur úr líkum á vanda síðar. Margþætt, atferlismiðuð íhlutun bætir yrt og óyrt samskipti. Mikilvægt er að efla sköpun, sjálfsálit, sjón- og heyrnarskynjun þar sem þeir þættir stuðla að betri sjálfsvitund og aukinni félagshæfni. TILGANGUR Markmið heimildasamantektarinnar er að skoða með hvaða hætti iðjuþjálfar gætu komið til móts við þarfir barna með málþroskaröskun í leik- og grunnskólum. Haft er að leiðarljósi hvernig þeir geta hjálpað börnunum að styrkja sjálfsmynd sína, félagsfærni og um leið stuðlað að styrkingu málþroska. BAKGRUNNUR Börn með málþroskaröskun standa hallari fæti en jafnaldrar þeirra. Þau eiga oft erfitt með að mynda góð félagsleg tengsl sem getur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra. Góð félagsleg samskipti eru mikilvæg því þau skapa grunn fyrir velgengni síðar í lífinu. Tölfræðin sýnir að 7,4% fimm ára barna eru með málþroskaröskun sem gefur mynd af því hversu víðtækur vandinn er. Hér á landi er þjónusta af skornum skammti og vöntun á snemmtækri íhlutun. AÐFERÐAFRÆÐI Notast var við kortlagningaryfirlit Arksey og O´Malley til að safna gögnum um áhrif mál- þroskaröskunar á félagsfærni og sjálfsmynd barna á leik- og grunnskólaaldri. Einungis voru notaðar greinar á ensku sem fjölluðu um málefnið og voru heimildasamantektir og yfirlitsgreinar útilokaðar. Einnig var markvisst sneitt hjá greinum sem fjölluðu um börn með einhverfu. Leitarorðin og inntöku/úrtökuskilyrðin skiluðu 14 greinum sem unnið var með. Niðurstöður greinanna leiddu í ljós þrjú þemu. MANNRÉTTINDI Í Barnasáttmálanum stendur að engu barni skuli mismunað. Íslensk löggjöf hefur að geyma lög og reglugerðir sem ættu að styðja við rétt barna með málþroskaröskun en ekki virðist staðið nægilega vel að framkvæmd þeirra. Þjónustan sem býðst hverju sinni fer eftir fjárveitingu sveitarfélaga til skólanna og fagfólki sem þar starfar. Því má áætla að ekki hafi öll börn aðgang að sambærilegri þjónustu og aðstoð. Mismununar gætir ekki einungis innan skólakerfisins, börn búa við mismunandi félagslegar aðstæður og standa því ekki jöfn utan veggja skólans. LEITARORÐ Children Peer relation- ship Develop- mental language disorder Pre- school NOT Autism NIÐURSTÖÐUR, ÞEMU 1-3 1. TENGSL MILLI MÁLÞROSKARÖSKUNAR OG FÉLAGS-, TILFINNINGA- OG HEGÐUNARVANDA Börn með málþroskaröskun eru almennt með minna félagslegt tengslanet og upplifa oft erfiðleika í samskiptum við jafnaldra. En félags-, tilfinninga- og hegðunarvandi getur oft tengst málþroskafrávikum barna. Málskilningur á unga aldri getur ákvarðað félagsfærni barna seinna meir. Börn með málþroskaröskun upplifa almennt meiri tilfinningavanda og eiga erfiðara með tilfinningastjórn. Við það bætist sálræn vanlíðan sem tengja má við skilningarleysi á óyrtri tjáningu. Vandi á því sviði gerir þeim erfiðara fyrir að skilja félagslegar aðstæður og umhverfi. Birtingarmynd mál- og félagsvandans er yfirleitt ofvirkni, athyglisbrestur eða annar hegðunarvandi. 3. MÁLÞROSKARÖSKUN OG FÉLAGSLEGUR BAKGRUNNUR Tengsl virðast vera á milli heildartekna heimilis, heimilisaðstæðna og málörðugleika barna. Börn með málörðugleika eða lakari málþroska búa oftar við verri heimilisaðstæður og eiga tekjulægri foreldra en jafnaldrar. Saga um samskiptavanda innan fjölskyldna barna með málþroskavanda er algengari en hjá jafnöldrum. Talmeinafræðingar telja vöntun á fræðslu til foreldra þar sem þekkingarskortur ásamt getu til að sinna röskuninni sé algengt vandamál. Börn með málþroskaröskun búsett í dreifbýli fá verri þjónustu en börn með sama vanda í þéttbýli. UMRÆÐUR Heimildaleitin skilaði litlum sem engum gögnum um aðkomu iðjuþjálfa í starfi með börnum með málþroskaröskun. Höfundar telja að starf iðjuþjálfa sé mikilvægt með markhópnum og þeir eigi fullt erindi á þann vettvang. Iðjuþjálfar vinna heildrænt með barni, fjölskyldu og umhverfi. Þeir sinna fjölbreyttu starfi og gætu komið sterkir inn í vinnu sem tengist félagsfærni, þátttöku og sjálfsmynd. Einnig gætu þeir komið að stuðningi við orðaforða og málskilning í samvinnu við talmeinafræðinga og aðra fagaðila.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.