Iðjuþjálfinn - 2021, Page 40

Iðjuþjálfinn - 2021, Page 40
1. tölublað 202140 ➛ 13 rannsóknargreinar skoðaðar frá 7 löndum ○ Flestar frá Bandaríkjunum og flestir fyrstu höfundar greinanna með bakgrunn í iðjuþjálfun ➛ Rannsóknirnar fjölluðu annars vegar um reynslu starfsfólk í fangelsum og á réttargeðdeildum og hinsvegar um reynslu fanganna ➛ Árið 2015 voru 10,35 milljónir manna í fangelsi í heiminum og hefur þeim farið fjölgandi ➛ Helmingur fanga enda aftur í fangelsi eftir að afplánun lýkur og má rekja ástæðuna til skorts á iðju og færni í daglegu lífi ➛ Fangar eru jaðarsettur hópur með almennt verri andlega heilsu samanborið við almenning og verða þeir oft fyrir iðjusviptingu í fangelsum ➛ Í heilbrigðisstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) kemur fram að draga þurfi úr heilsufarslegum ójöfnuði fanga og efla þá sem sviptir eru frelsi ➛ Rannsóknarspurning: Hvaða gögn eru til um iðjuþjálfun tengda fangelsum og réttargeðdeild? ➛ Skortur er á ritrýndum rannsóknum og gagnreyndu efni um iðjuþjálfun í fangelsum ➛ Fangaverðir upplifa streitu sem hefur neikvæð áhrif á líðan fanga og getur hindrað þátttöku þeirra í iðju ➛ Fordómar í samfélaginu í garð fanga hefur áhrif á þá ➛ Starf iðjuþjálfa er mikilvæg viðbót í í fangelsi ➛ Þátttaka í iðju hefur jákvæð áhrif á líðan fanga ➛ Skjólstæðingsmiðuð þjónusta er lykilþáttur í starfi með föngum Inngangur Aðferð Niðurstöður Umræður Höfundar Iðjuþjálfun tengd fangelsum og réttargeðdeildum: Kögunaryfirlit Heimild: Arksey, M. og O’Malley, L. (2005). Scoping Studies: Towards a Methodological Framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19-32. Rannsóknarspurning sett fram 1. skref Niðurstöður skipulagðar, teknar saman og settar fram 5. skref Val á efni 3. skref Gögn skipulögð 4. skref Viðeigandi efni fundið 2. skref ➛ Stuðst var við nálgun Arksey og O’Malley um gerð kortlagningaryfirlits. ➛ Leitað var að ritrýndum rannsóknargreinum á ensku ➛ Greinarnar tengdust alllar iðju eða iðjuþjálfun í fangelsum eða á réttargeðdeildum Fangar Starfsmenn Þátttaka í iðju sem skipti fanga máli hafði jákvæð áhrif á geðheilsu og veitti þeim tilgang í lífinu Starfsfólks fangelsa upplifa streitu og kulnun í starfi sínu Fangar upplifa iðjusviptingu og iðjuleysi hafði neikvæð áhrif á geðheilsu Starfsendurhæfing bætti sjálfsmynd og fangar öðluðust tilgang í lífinu Flestir fylgdu þjónustuferlum í starfi - margir OPPM en einnig var COPM nýtt til að meta framfarir Íhlutanir sneru að mannlegum og félagslegum samskiptum Starf iðjuþjálfa mætir þekkingarleysi í samfélögum og ýta þarf undir málstað og sýnileika þess. Iðja hafði jákvæð áhrif á líðan og ýtti undir virkni og framkvæmdasemi Guðbjörg Matthíasdóttir, Íris Harpa Hilmarsdóttir, María Haukdal Styrmisdóttir (ha180276@unak.is) og Rakel Ösp Björnsdóttir. Nemar á 3. ári í Iðjuþjálfunarfræði.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.