Iðjuþjálfinn - 2021, Qupperneq 42
1. tölublað 202142
Heimildir
Arksey, H. og O‘Malley, L.
(2005). Scoping studies:
Towards a methodological
framework.
International Journal of
Social Research
Methodology, 8(1), 19–32.
Iðjuþjálfunarfræðinemar á 3. ári
Umræður
Niðurstöður
AðferðBakgrunnur
NPA þjónustu er ætlað að ýta undir að notendur fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu og lifa sjálfstæðu
lífi. Til að mæta þeim markmiðum og réttindum fólks er mikilvægt að bera kennsl á bæði kosti og áskoranir
þjónustunnar. Þörf er á íslenskum rannsóknum sem skoða sjónarhorn notenda hér á landi sem gæti gefið
vísbendingar um áframhaldandi mótun NPA hér á landi.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) stuðlar að
því að fatlað fólk geti lifað sem sjálfstæðustu lífi og
byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. NPA
gerir fötluðu fólki kleift að stjórna eigin lífi ásamt því
að taka þátt í samfélaginu jafnt á við aðra. Þar sem
NPA er tiltölulega nýtt þjónustuform hér á landi er
lítið til af rannsóknum sem sýna upplifun notenda á
Íslandi en NPA var samþykkt af Alþingi í apríl 2018
og lögfest í byrjun október það sama ár.
Rannsóknarspurningin var því hvaða gögn eru til um
að notendastýrð persónuleg aðstoð hafi áhrif á iðju
fatlaðs fólks?
Í þessari samantekt var notast við nálgun Arksey og
O‘Malley (2005) um gerð kortlagningaryfirlits.
Niðurstöður úr 13 rannsóknargreinum voru teknar
saman og þemagreindar. Rannsóknargreinarnar
þurftu að vera ritrýndar, skrifaðar á ensku eða
íslensku og vera birtar á árunum 2011 til
2021. Tilgangur gagnasöfnunarinnar var að finna
viðeigandi rannsóknir sem gátu svarað
rannsóknarspurningunni. Notast var við þrjú
leitarorð sem voru NPA, fatlað fólk og iðja ásamt
samheitum til þess að fá nákvæmari niðurstöður.
Niðurstöðunum var skipt í fimm þemu;
samskipti, atvinna, fjölskyldulíf, kynlíf og
tómstundariðja/þátttaka.
Niðurstöður sýndu að NPA eflir iðju
notandans en hins vegar voru dæmi um
takmarkanir þegar kom að atvinnu og
kynlífi. Því er mismunandi hvort
þjónustan ýti undir eða dragi úr iðju
notandans.
Nína Björk Þráinsdóttir
ha180205@unak.is
Karen Sif Eyþórsdóttir
ha170652@unak.is
Aldís Ösp Sigurjónsdóttir
ha160549@unak.is
Áhrif notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar
á iðju fatlaðs fólks