Iðjuþjálfinn - 2021, Page 43

Iðjuþjálfinn - 2021, Page 43
1. tölublað 202143 Neikvæð áhrif félagslegra tengsla Bakgrunnur Heimsfaraldurinn af völdum COVID-19 hefur aukið félagslega einangrun fólks og haft neikvæð áhrif á andlega heilsu þess. Embætti landlæknis sýndi fram á að slæm andleg heilsa er raunverulegt vandamál þar sem 3 af hverjum 10 fullorðnum á Íslandi telja andlega heilsu sína slæma. Út frá þessum upplýsingum og aukinni umræðu um áhrif félagslegrar einangrunar á líðan fólks í kjölfar heimsfaraldurs var tilefni til þess að kanna hvert sambandið er á milli félagslegra tengsla og andlegrar heilsu. Markmið þessa kortlagningaryfirlits var að kanna hvaða gögn eru til um áhrif félagslegra tengsla á andlega heilsu fullorðinna. Samantekt Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að misjafnt sé eftir eðli félagslegra tengsla hvort þau hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á andlega heilsu. Þá getur fólk með ólíkan bakgrunn brugðist mismunandi við félagslegum tengslum. Til að koma til móts við ólíkar þarfir einstaklinga eru til félagsleg úrræði sem hafa jákvæð áhrif á andlega heilsu fólks og gerir því kleift að vinna að einstaklings- og samfélagstengdum þáttum. Aðferðafræði Stuðst var við fimm þrepa aðferð Arskey og O’Malley (2005) um skrif á kortlagningar- yfirliti. Rannsóknirnar sem voru til umfjöllunar voru fengnar frá leitarvélunum EBSCOhost og Web of Science. Grunnleitarorðin voru andleg heilsa, félagsleg tengsl og fullorðnir auk samheita. Alls voru 15 rannsóknir notaðar við skrif á þessu kortlagningaryfirliti. Áhrif félagslegra tengsla á andlega heilsu fullorðinna Dagbjört Héðinsdóttir, Sonja Finnsdóttir og Þórdís Jónsdóttir Iðjuþjálfunarfræðinemar við Háskólann á Akureyri Niðurstöður Jákvæð áhrif félagslegra tengsla Félagsleg úrræði Arksey, H. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19–32. https://doi.org/10.1080/1364557032000119616 Embætti landlæknis. (e.d.). Andleg heilsa - slæm: Hlutfall fullorðinna sem metur andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. https://bit.ly/3ucmTTv Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á Dagbjörtu á netfangið ha170164@unak.is Einstaklingar sem voru hluti af sérstæðum hópum fundu fyrir neikvæðum áhrifum félagslegra tengsla. Það má ætla að ólík samhengi verði til þess að sérstæðir hópar sem hafa erfiða reynslu að baki upplifi félagsleg tengsl á neikvæðan hátt. Því er mikilvægt að gera sér grein fyrir samhengi í vinnu með skjólstæðingum. Fram komu þrjú félagsleg úrræði fyrir fólk með andlegar áskoranir. Þátttaka í þeim úrræðum hafði fjölda jákvæðra áhrifa á andlega líðan eins og bætt sjálfsálit, lífsgæði og vellíðan notenda. Að nýta sér félagsleg úrræði getur dregið úr félagslegri einangrun og einnig úr einkennum geðsjúkdóma. Að finna fyrir trausti, vera hluti af samfélagi og eiga í nánu sambandi við aðra hefur jákvæð áhrif á andlega líðan. Jafningjastuðningur hefur bætandi áhrif á líðan fólks með geðrænar áskoranir en slíkur stuðningur dregur úr kvíða og depurð. Sjá má hagnýt gildi fyrir bæði samfélagið og iðjuþjálfunarfagið. Greinilegt er að félagsleg tengsl hafa í flestum tilfellum jákvæð áhrif á andlega heilsu. Með því að auka aðgengi að félagslegum tengslum er hægt að draga úr fjölda þeirra sem upplifa andlega heilsu sína slæma. Mikilvægt er fyrir iðjuþjálfa að gera sér grein fyrir mikilvægi félagslegra tengsla á andlega heilsu skjólstæðinga sinna. Hlutverk iðjuþjálfa í þjónustu við fólk með andlegar áskoranir er að efla vellíðan og andlega heilsu ásamt því að efla skjólstæðinga sína til þess að taka þátt í samfélaginu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.