Skessuhorn


Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.10.2021, Blaðsíða 21
MiðViKUdAgUR 13. oKTóBER 2021 21 Um 40 starfsmenn vinna hjá Akra- borg á Akranesi en fyrirtækið er með tvær starfsstöðvar eða verk- smiðjur; eina á Akranesi en hin er staðsett í ólafsvík. Fyrirtæk- ið framleiðir mestmegnis niður- soðna þorsklifur en er einnig með aðrar vörutegundir eins og þorsk- lifrarpaté og niðursoðin svil. Blaða- maður Skessuhorns var á ferðinni á Snæfellsnesi á dögunum og kíkti við í Akraborg í ólafsvík. Þar var til samtals verkstjórinn óli ólsen en hann hefur starfað sem verk- stjóri hjá Akraborg síðan fyrirtæk- ið keypti húsnæði niðursuðuverk- smiðju Ægis árið 2016 og hóf síð- an starfsemi í janúar 2017, en áður hafði óli starfað í verksmiðjunni frá árinu 2013. óli er reyndar nýtekinn við sem verkstjóri í vinnslunni hjá Akraborg á Akranesi en á alltaf leið af og til vestur til að fylgjast með. Sú sem ræður ríkjum nú í ólafsvík er Anna Rodziewicz og segir óli að hann þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur, þetta sé í ansi góðum höndum hjá hinni harðduglegu Önnu. Hjá fyr- irtækinu í ólafsvík vinna átta manns og vinnutíminn er að jafnaði frá klukka 8-16 alla virka daga. Þar er verið að sjóða niður þorsklifur allt árið. Hráefnið kemur af svæðinu og segir óli að þessu sé stýrt þannig að alltaf sé reynt að samnýta hrá- efnið, þ.e. ef meira er til á öðrum staðnum að þá er því keyrt á milli. óli segir að hafa svona starfsemi í ólafsvík sé gott fyrir samfélagið og að mörg aukastörf skapist á svæð- inu. Þá nefnir hann að endingu að stór hluti af framleiðslunni fari til Frakklands og beint upp í hillur í verslunum á einum kröfuharðasta markaði í heimi. Starfsmannaveltan hjá Akra- borg er stöðug, sami kjarninn hef- ur verið lengi hjá fyrirtækinu á báð- um stöðum enda launin viðunandi og starfsandi góður. Fyrir rúm- lega tveimur árum setti fyrirtæk- ið í gang tilraunaverkefni þar sem vinnuvika starfsmanna var stytt um tvær stundir á viku, það er enn í gangi og hefur gefist mjög vel. Um ákveðna launahækkun var um að ræða því starfsfólkið fékk greidd sömu laun fyrir 38 tíma vinnuviku í stað 40 tíma vinnuviku áður. Mark- miðið með þessu var að gera fyrir- tækið fjölskylduvænna og stuðla að meiri starfsánægju hjá starfsmönn- um. Ársvelta Akraborgar er í kring- um tveir milljarðar á ári. vaks Akraborg í Ólafsvík. Lifur í hillur kröfuharðasta markaðar í heimi Kíkt við í niðursuðuverksmiðju Akraborgar í Ólafsvík Anna og Óli, verkstjórar Akraborgar í Ólafsvík. sem menn hafa ekki verið að gera hér á landi,“ segir gunnar. „Að- ferðin sem ég nota er að ég keyri bátinn upp í sker og handsker þar- ann. Búnaðinn við skurðinn, körfu eða nót, er ég að þróa. Á þara er svokallað vaxtarsvæði við blað- fót milli stilks og blöðku, þar sem plantan vex og undir eldri hluta blöðkunnar og því er endinn elsti hluti hennar. Plantan vex með því að lengja blöðkurnar frá þessu vaxt- arsvæði en þari getur orðið yfir metri að lengd. Ef þú skerð í þetta vaxtarsvæði hættir plantan að vaxa en með því að skera fyrir ofan það örvar það vöxtinn.“ Samkvæmt leyfinu sem Algó fékk frá Akraneskaupstað þarf að vera til staðar samstarf við bæinn um nýt- ingu þarans. gunnar þarf því að skrá nákvæmlega magnið sem skor- ið er. gunnar sér fyrir sér að sam- starfið gæti mögulega falið í sér að hann myndi kortleggja svæðið því að það eru verðmæti falin í því fyrir bæinn að þessi auðlind verði kort- lögð. Kortlagningin gæti því nýst framvegis við auðlindanýtinguna. Kostinn við Akranes segir gunnar meðal annars hversu stutt er á mið- in. Þörungar ættu að vera komnir til vinnslu í mesta lagi fjórum klukku- stundum eftir skurð sem gunnar segir að sé einstakt. gunnar er hug- myndaríkur við að finna upp ýmis nýyrði um starfsemi Algó. Hann kallar hráefnisöflunina strandyrkju og að með sæslætti er fyrirtækið að ná í ferskt sæefni. Sjórinn við Ísland auðlind gunnar segir einnig að sjórinn við Ísland sé auðlind því að hann er mun kaldari en á ræktunarsvæðum í öðrum löndum. „Ég held að við séum með alveg einstakt hráefni, hágæða kaldsjávarhráefni. Meðal- hiti sjávar við Ísland er lægri hér en við stærsta hluta Noregs. Við þurfum að fara ansi norðarlega í Noregi til þess að finna sambæri- lega kaldsjávar aðstæður. Eins og áður segir er framtíð- arsýn Algó ræktun á þörungum. Með því segir gunnar að hægt sé að hafa mun meiri stjórn á öllum þáttum. Hægt er að stýra magninu auk þess að vera með mismunandi tegundir eftir árstíma. Þá má jafn- framt hafa áhrif á eiginleika þör- unganna. Viðskiptamódel Algó hvað varð- ar vinnsluna á þara gengur í raun út á tvennt. Annars vegar er hægt að þurrka þarann í einhverju formi og hins vegar að gerja hann. Hefð- bundin þurrkun tekur talsvert langan tíma eða um dag. gunnar hyggur á samstarf við verkfræði- deild Háskóla Íslands um að finna leiðir til þess að þurrka þarann á mun skemmri tíma eða allt niður í mínútur. Aðferðina kallar gunnar bylgjuþurrkun sem jafnframt mun opna hráefnið; gera bragðmeira og auka heilnæmi sæmetisafurðanna. Gerjunin ekki ólík súrkáli gerjunin er ekki ólík því sem fólk þekkir sem súrkál eða sauerkraut sem er hvítkál, gerjað með mjólk- ursýrandi góðgerlum. gunnar segist sjá fyrir sér að söl yrðu gerj- uð með svipuðum hætti en eins og margir vita hefur fæða sem gerjuð er með þessum hætti afar góð áhrif á þarmaflóru fólks. gunnar sér einnig fyrir sér mögulegt samstarf við matvælafræðinga háskólasam- félagsins hvað þetta varðar. gunn- ar leggur mikla áherslu á að verk- efni í þessa veru fari fram á Akra- nesi og vinnur hörðum höndum að byggja upp aðstöðu á Breiðinni. gunnar segir að Algó muni hefja einfalda framleiðslu sæmetis á ein- hverju formi strax næsta vor. „Ég sé fyrir mér að ég þurfi að minnsta kosti eitt ár þar til að reksturinn verði farinn að skila einhverju upp í kostnað. Ég þarf að búa til teymi með þekkingu á matvæla- vinnslu auk þess sem markaðssetn- ing verður áskorun. Aðalatriðið er að Algó vill auka lífsgæði með því að bjóða upp á möguleika til þess að breyta mataræði. Yfirmarkmið Algó er að breyta mataræði Íslend- inga til góðs.“ Það er auðheyrt á gunnari að hann brennur fyrir þessu verkefni Algó. Hann rekur hvernig þör- ungar geta nýst mannfólkinu og tekur sjálfan sig sem dæmi. Fyrir nokkrum árum fór hann í skoð- un hjá lækni sem benti honum á að blóðþrýstingurinn hans væri orðinn í hærra lagi og fleira sem mætti vera í betra lagi hjá miðaldra manninum. Í framhaldi af því hóf gunnar að neyta þara í sama mæli og Japanir gera, en þeir neyta eins og kunnugt er mjög mikils af þör- ungum. Að ári liðnu fór gunnar í skoðun hjá sama lækni og þá kom í ljós að blóðþrýstingur og blóðsyk- ur var eins og hjá unglingi en auk þess höfðu ófá kílóin verið aflögð. frg Gunnar Ólafsson við sæmeti í frosti. Frosið sæmeti í frystigeymslu að Breið á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.