Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202118
Gengið hefur verið frá eigenda-
skiptum á Bílasölu Akraness ehf.,
sem rekur Bílás við Smiðjuvelli 17 á
Akranesi. Frá stofnun fyrirtækisins
árið 1983 hafa bræðurnir Ólafur og
Magnús Óskarssynir frá Beitistöð-
um átt fyrirtækið og unnið þar
sjálfir. Kaupendur eru tveir; þeir
Kristján Einarsson og Alexander
Þórsson og taka þeir við rekstrin-
um um áramótin.
Að sögn kaupendanna stendur
ekki til að breyta rekstri bílasölunn-
ar. Fyrirtækið er með söluumboð
fyrir bíla frá Öskju og Heklu en sel-
ur auk þess bíla frá fleiri innflutn-
ingsfyrirtækjum. Þá er Bílás með
umboð frá Bílaleigunni Höldi. Að
jafnaði segja bræðurnir að salan sé
um 350 notaðir bílar á ári og um
eða yfir 50 nýir bílar. Alexander
Þórsson hefur starfað á bílasölunni
þetta árið og er því öllum hnútum
kunnugur. Hann segist spenntur
við að eignast reksturinn en tek-
ur fram að þeir þurfa að bæta við
sig starfsmanni á nýju ári. Með-
eigandi hans, Kristján Einarsson,
rekur hins vegar Trésmiðju Akra-
ness í sama húsi og hyggst gera
það áfram. Kristján er hins vegar
ekki ókunnur rekstrinum en hann
var fyrsti bílasalinn í fullu starfi hjá
Bílásbræðrum árin 1984-87.
Þeir Magnús og Ólafur segja
að Bílasala Akraness sé elsta bíla-
sala landsins í samfelldum rekstri.
Þeir rifja það upp að á fyrstu árum
í rekstrinum hafi þeir selt bílinn
E-100 fyrir Bíla Berg, sem margir
eldri Skagamenn muna eftir. „Sem
greiðslu fyrir sölulaun á bílnum
E-100 fengum við nafnið Bíla-
sala Akraness hjá Bíla Bergi. Það
var Daníel í Vogatungu sem keypti
umræddan bíl og hefur átt númer-
ið E-100 allar götur síðan,“ segja
þeir. Aðspurðir um hvað nú taki
við segja þeir Magnús og Ólafur
að það sé óráðið. Þeir þurfi ekki að
vinna frekar en þeir vilja, en Óli er
72 ára og Magnús verður sjötugur
í vetur. „Það er samt aldrei að vita.
Kannski verðum við bara fastagest-
ir í kaffi hér á sölunni eða sendumst
með bíla fyrir strákana. Við höfum
alltaf haft einhverja lipra karla hér
með okkur og kannnski grípum við
þann bolta á lofti,“ segja Magnús
og Ólafur Óskarssynir. mm
Fuglaskoðun nýtur sívaxandi vin-
sælda í heiminum og Ísland er þar
engin undantekning. Sem dæmi
má nefna að á Facebook eru a.m.k.
tvær síður sem birta ljósmyndir af
íslenskum fuglum, annars vegar
„Fuglar á Íslandi“ og hins vegar
„Íslenskar fuglategundir“, og svo
er ein þar í viðbót sem heitir ein-
faldlega „Fuglafóðrun“. Fylgjendur
þeirra eru samtals um 30 þúsund og
fjölgar dag frá degi.
Það er ekki síst með þennan hóp
í huga sem Siglfirðingurinn Sig-
urður Ægisson skrifaði nýjustu bók
sína, sem nefnist Fuglar á Íslandi
og árstíðirnar fjórar: Fugladag-
bókin 2022, en hún kom út fyrir
skemmstu. Bókin er nýjung á ís-
lenskum bókamarkaði og er þannig
upp sett að á undan hverri viku,
þar sem hægt er að skrá hvern dag
þá fugla sem maður sér og fjölda
þeirra eða þá hvað annað, eins og
t.d. hvenær næsti danstími verð-
ur, því minnið getur verið brigð-
ult, er fróðleikur um einhverja eina
tiltekna fuglategund. Í alls eru þær
52 í bókinni, eins og vikur ársins.
Um helmingur er flækingsfuglar.
Þar á meðal má nefna býsvelginn
sem sást innfjarðar í Siglufirði í
maí árið 2011 og var þá að sjást í
annað sinn á Íslandi; sá fyrri hafði
sést á Eskifirði í júní árið 1989.
Upplýsingar um þessa framandi
gesti suma hverja hafa ekki ver-
ið aðgengi-
legar almenn-
um lesendum
til þessa, held-
ur nær ein-
göngu verið
um þá fjall-
að í lokuðum
hópum eða
þá í sérhæfð-
um tímarit-
um eins og
Blika, Fugl-
um og Nátt-
úrufræðingn-
um. Má því öruggt telja að þarna
muni lesendum opnast nýr heim-
ur, enda fæstir sem vita um þess-
ar spennandi heimsóknir til Ís-
lands frá nágrannalöndum okkar,
beggja vegna Atlantsála, og jafnvel
mun lengra að í sumum tilvikum,
til dæmis frá Litlu-Asíu og þaðan
austur og norður um, sem og frá
Kyrrahafi og aðliggjandi löndum.
Þess má geta að rúmlega 400
fuglategundir hafa sést á Íslandi frá
upphafi skráningar, þótt einungis
75–80 verpi hér að staðaldri.
Bókin er jafnframt byggð upp í
kringum misseristalið gamla og því
er merkt inn í skýringartextann efst
hvenær gömlu mánuðirnir byrja,
auk þess sem hver árstíð fær sinn
lit. Í gamla misseristalinu var vorið
bara einn mánuður og haustið líka,
en hinir fimm hvor um sig.
Í aðfaraorðum Fugladagbókar-
innar 2022 segir, að það sé von höf-
undar og útgefanda að hún megi
þykja upplýsandi og gefandi, auka
skynjun fólks á íslenskri náttúru
og ekki síður opna augu þess fyrir
tengslum hennar við umheiminn.
Gert er ráð fyrir að bókin komi út
árlega héðan í frá og þá með nýj-
um textum í hvert sinn. Bókin, sem
Sigurður tileinkar barnabörnum
sínum, er í litlu og handhægu broti
og það er Bókaútgáfan Hólar ehf.
sem gefur hana út.
-fréttatilkynning
Sýnishorn úr bókinni –
bláþyrill (Alcedo atthis)
Bláþyrillinn er af ættbálki meit-
ilfugla og tilheyrir svo þyrlaætt.
Með honum í Alcedo-ættkvíslinni
eru 14 aðrar tegundir. Varpheim-
kynnin eru hér og þar í Evrasíu, allt
austur að Kyrrahafi, til Japans og
eyjanna norður af Ástralíu, sem og
Norður-Afríku. Norðlægir fuglar
leita suður á bóginn til vetursetu.
Bláþyrillinn er 16–18 cm að
lengd, 23–46 g að þyngd og með
24–26 cm vænghaf.
Deilitegundir eru sjö og á þeim
er nokkur stærðar- og útlitsmun-
ur. Nafntegundin er skærblágræn á
krúnu, baki og vængjum, en kóbalt-
blá á gumpi og óverulegu stéli, hvít
á framhálsi og á eyrnaskúfum eða
hálshlið, og rauðbrún að neðan og
á vanga. Fætur eru litlir og hárauð-
ir. Bolurinn er kubbslegur, höfuðið
stórt og nefið langt, um 4 cm, og
fleyglaga. Lithimna augna er svört.
Kynin eru svipuð í útliti en kven-
fuglar eru aðeins stærri og rauð-
leitur blær við rót neðri skolthelm-
ings, og fyrir kemur að nefið sé allt
þannig.
Sumarkjörlendið er ár, lækir,
skurðir og fersk eða ísölt vötn. Á
veturna er fuglinn einnig við sjáv-
arstrendur og -fitjar.
Hreiðrinu er komið fyrir innst í
um eins metra löngum holum, sem
parið grefur í ár- eða lækjarbakka.
Það er ekki fóðrað, en hálfmelt-
ar matarleifar — nánast grautur
úr hreistri og beinum — notaðar
sem undirlag. Lyktin er ekki góð.
Eggin geta verið 4–10, en eru oft-
ast 6–7 að tölu. Foreldrin liggja á
til skiptis í þrjár vikur. Ungarnir
eru í hreiðrinu í 23–26 daga. Ung-
fuglar eru með brúna fætur, stutt
nef og eru allir dauflitari en hinir
fullorðnu.
Utan varptíma er bláþyrill ein-
fari. Hann flýgur venjulega í
beinni línu og með afar hröðum
vængjatökum. Honum er illa við
hvers konar truflun. Komi að hon-
um styggð er hann rokinn burt og
líkist þá mjórri ör í loftinu eða bláu
striki.
Veiðiaðferðin er steypiköfun.
Situr hann þá iðulega á varðbergi
á reyr- eða sefstöngli eða trjá-
grein, slútandi fram yfir vatn, og
skyggnist um eftir bráð, og kastar
sér á eftir henni, þegar færi gefst.
Stundum grípur hann til andófs-
flugs áður, ekki ósvipað og kría.
Fiðrið er vel olíuborið.
Aðalfæðan er smáfiskur, einkum
af ætt vatnakarfa, sem og hornsíli,
en einnig tekur hann litla froska,
krabbadýr, skeldýr og vatnaskordýr
og lirfur þeirra — og eina og eina
drekaflugu sem flýgur hjá.
Rannsóknir hafa sýnt, að bláþyr-
illinn þurfi 20 g af æti á dag. Hann
er mikill veiðigarpur. Frakkar, Ítalir
og Spánverjar kalla hann til dæmis
Martein fiskimann.
Í erlendri þjóðtrú er hans ríku-
lega getið, bæði fyrr og síðar,
einkum í tengslum við undrafygl-
ið halkíon, sem einnig hefur verið
nefnt ládeyðufugl.
Bláþyrill hefur einu sinni fundist
á Íslandi. Það var á Mógilsá á Kjal-
arnesi í ágúst 2019. Hélt hann sig
þar í nokkrar vikur.
Önnur heiti eru svo ísfugl, kom-
ið úr dönsku eða þýsku, og svo
konungsfiskari/kóngsfiskari, sem
er bein þýðing á latneska orðinu
alcedo.
Í sýningarsalnum hjá Bílási. F.v. Alexander Þórsson, Ólafur Óskarsson, Magnús Óskarsson og Kristján Einarsson.
Bræður selja Bílás - elstu bílasölu landsins
Fugladagbókin 2022 segir m.a.
frá sjaldgæfum flækingsfuglum