Skessuhorn - 08.12.2021, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202126
Skagakonan Díana Bergsdóttir ætl-
ar í janúar á næsta ári að opna sitt
eigið dansstúdíó á Akranesi, Dans-
stúdíó Díönu. Díana lærði í List-
dansskóla Íslands og er með þjálf-
araréttindi og hefur verið að kenna
fimleika og dans í fimleikum á síð-
ustu árum. Blaðamaður Skessu-
horns heyrði í Díönu og spurði
hana hvað hefði komið til að hún
hafi ákveðið að kýla á þetta? „Ég er
búin að hafa þetta á bak við eyrað
í nokkurn tíma því það hefur ekk-
ert verið í boði undanfarin tvö ár
í dansi fyrir krakka á Akranesi. Ég
setti inn á facebook síðuna Ég er
íbúi á Akranesi til að athuga hvort
einhver hefði áhuga og fékk rosa-
lega góð viðbrögð og bjóst alls
ekki við svona miklum undirtekt-
um. Fimleikafélag ÍA hafði svo
samband við mig um samstarf fyr-
ir yngstu krakkana en dans er stór
hluti af fimleikum og frábært að
koma dansinum fyrr inn. Það hefur
sína kosti líka því þá geta foreldr-
ar nýtt íþróttastyrkinn frá Akra-
neskaupstað.“
Hugsað fyrir 4-7 ára
til að byrja með
Díana segir að dansnámskeiðin
verði í innri salnum á Þekjunni
svokölluðu sem er salurinn fyr-
ir ofan fimleikasalinn þar sem frí-
stund Brekkubæjarskóla er til húsa.
Þar verða settir upp speglar og allt
gert mjög danshæft. Einnig verða
þau með aðstöðu í fimleikahús-
inu á dansgólfinu niðri ef þess þarf
á lokuðu svæði til að halda krökk-
unum við efnið. „Til að byrja með
er þetta hugsað fyrir krakka 4-7 ára
en síðan er ég að skoða möguleik-
ann að hafa námskeið fyrir eldri
krakka þegar fyrstu námskeiðin
eru búin. Ég verð aðalkennarinn
en verð með tvær stelpur til að að-
stoða mig í kennslunni og við verð-
um með alls 16 krakka í einu. Ég
er mjög spennt fyrir þessu því þetta
er rosalega skemmtilegur aldur til
að kenna dans þar sem aðaláherslan
verður að hafa gaman, læra sam-
hæfingu og muna rútínu.“ segir
Díana að lokum.
vaks
Námskeiðsúrval Endurmenntunar
er í sífelldri þróun og eitt af mark-
miðum stofnunarinnar undan-
farin misseri hefur verið að auka
úrval fjarnámskeiða til muna. Á
komandi vormisseri verða á dag-
skrá hátt í 60 fjarnámskeið í hinum
ýmsu flokkum, allt frá hagnýtum
námskeiðum í starfstengdri hæfni
yfir í skemmtileg og fróðleg nám-
skeið í menningu og persónulegri
hæfni.
Ein nýjung í framboði Endur-
menntunar verður fjarnám-
skeiðsval á Íslendingasagnanám-
skeiði vormisserisins en þau nám-
skeið eru jafnan með vinsælustu
námskeiðunum. Að þessu sinni
mun Ármann Jakobsson fjalla
um Flateyjarbók – Ólafs sögu
Tryggvasonar og býðst þátttak-
endum utan höfuðborgarsvæðis-
ins að fá sendar til sín upptökur af
námskeiðinu á hverjum föstudegi
frá 28. janúar. Önnur námskeið
sem eru líkleg til vinsælda eru til
dæmis Skáldleg skrif, Árangurs-
rík samskipti, Almenn veðurfræði
og túlkun veðurspáa, Öflugt sjálfs-
traust, Kínverska í ferðaþjónustu,
Gerlar og geðheilsa – hvað segja
vísindin?, Verkefnastjórnun – ver-
kefnisáætlun, Kvíði barna og ung-
linga – fagnámskeið, Persónuleg
fjármál, Textílsaga fyrir kennara
og Vitræn geta og endurhæfing
fólks með geðraskanir. Er þetta
einungis lítið brot af frábæru úr-
vali vormisserisins og áhugasamir
eru hvattir til að finna sitt fjarnám-
skeið á endurmenntun.is
-fréttatilkynning
Landsvirkjun og nýsköpunarfyrir-
tækið PlastGarðar ehf. hafa undir-
ritað samning um aðstöðu fyr-
ir verkefnið Hey!rúlla í skrif-
stofuhúsnæði Landsvirkjunar við
Bjarnarflag í Mývatnssveit. Þetta
verkefni PlastGarðars snýst um
að vinna að þróun og hönnun á
margnota heyrúllupokum, sem
markmiðið er að skipt verði út fyrir
einnota heyrúlluplast í landbúnaði.
Þetta er því margnota lausn sem
er bæði betri og umhverfisvænni.
Þegar fyrstu pokarnir verða tilbúnir
verða þeir prófaðir samhliða hefð-
bundnum geymsluaðferðum á heyi
í heyrúllum.
Garðar Finnsson, eigandi Plast-
Garðars, stofnaði fyrirtækið fyrr
á þessu ári. Hann tók nýlega þátt
í verkefninu Vaxtarrými, sem var
fyrsti viðskiptahraðallinn á Norð-
urlandi, átta vikna hraðall með
áherslu á sjálfbærni, mat, vatn og
orku.
„Hey!rúlla ætlar að skapa hring-
rásahagkerfi landbúnaðarplasts
innan Íslands. Markmið okkar er
að margnota heyrúllupokar endist
í allt að 15 ár og verði svo að fullu
endurunnir í nýja poka. Það er
mikilvægt fyrir þróun og vöxt fyr-
irtækisins að fá góða aðstöðu og
ég er bjartsýnn á framhaldið,“ seg-
ir Garðar Finnsson, eigandi Plast-
Garðars ehf. mm
Hversdagslegar, en samt
sérstakar myndir í bland
við fróðleik í kringum
búskap og sveitalífið fyrr
og nú – það hefur ver-
ið sérstæða Hvamms-
hlíðardagatalsins síðan
það kom út í fyrsta skipti
haustið 2018. Það ár var
tilgangurinn sá að fjár-
magna kaup á dráttarvél
sem tókst vonum fram-
ar og blessaður Zetor-
inn 7245, árg. 1990, hef-
ur komið fram í hverju
dagatali síðan.
Að þessu sinni er
áherslan lögð sérstak-
lega á gamlar mynd-
ir af kindum og hross-
um, margir um landið
allt lögðu sitt af mörk-
um og sendu ljósmynd-
ir, m. a. úr Borgarfirði
og úr Dölunum. En líka
Hvammshlíðarskepn-
ur nútímans og einstak-
lega fallega náttúran þar
í kring koma sterklega
fram – ásamt fróðleik
um sauðfjárliti, ull og
margt fleira. Eins og síð-
ast fylgir „viðauki“ með
upplýsingum um gamla
norræna tímatalið, ís-
lenska merkisdaga og
gamlar íslenskar mæli-
einingar.
Dagatalið er í stóru
broti á 28 blaðsíðum
og fæst hjá Kaupfé-
lagi Borgfirðinga ásamt
nokkrum stöðum á
Norður- og Suðurlandi.
Ekki síst er hægt að fá
þetta sent í pósti hvert
sem er – bæði innanlands
og til útlanda. Karólína
Elísabetardóttir, bóndi í
Hvammshlíð er höfund-
ur og útgefandi, það má
panta hjá henni í síma
865 8107 eða í Face-
book-skilaboðum. Daga-
talið kostar 3.900 kr.
-fréttatilkynning
Fjarnámskeið hjá
Endurmenntun
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun og Garðar Finnsson,
stofnandi og eigandi PlastGarðars ehf. Garðar heldur á frumgerð heyrúllupoka í
smækkaðri útgáfu.
Hey!rúlla ætlar að þróa
margnota rúllupoka
Díana Bergsdóttir opnar dansstúdíóið
sitt í janúar á næsta ári. Ljósm aðsend.
Dansstúdíó Díönu verður
opnað í janúar
Hvammshlíðardagatal
í fjórða skipti