Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 35

Skessuhorn - 08.12.2021, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 35 Pennagrein Sameining sveitarfélaga getur verið mikilvægt skref í styrkingu byggðar. Sannarlega hafa stærri sveitarfélög þyngri slagkraft og geta þannig verið áhrifameiri í að koma góðum málum til leið- ar. Ég styð fækkun og stækk- un sveitarfélaga en aðstæður eru mismunandi. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa um langt árabil haft mik- ið samstarf sín á milli í gegnum Byggðasamlag Snæfellinga sem fer með; Skóla- og félagsþjón- ustuna, rekstur Byggðasafnsins, Earthcheck og Svæðisgarðinn og auk þess koma þau að rekstri Fjölbrautaskólans í Grundar- firði. Öll þessi samstarfsverkefni og reyndar fleiri s.s. brunavarnir hafa komið til af því að ekki hef- ur verið vilji eða áhugi á að sam- eina sveitarfélögin. En lítum á nokkur atriði sem snúa að Snæ- fellsnesi: Í sveitarfélögunum fimm eru um 3.900 íbúar, í Borgarbyggð eru þeir um 3700 og talið er að til að sveitarfélag sé sjálfbært - hvað svo sem það þýðir - þurfi íbúarnir að vera 4000. Í Eyja- og Miklaholtshreppi og Snæfells- bæ eru aðeins um 1700 íbúar – það yrði því skammvinn gleðin af þeirri sameiningu, stærri sam- eining biði. Talið er að um það bil 95% af tekjum sveitarfélaga sé bundið í lög hvernig þeim skuli ráðstafað. Aðeins um 5% af tekjum hafa sveitarstjórnarmenn til „frjálsr- ar“ ráðstöfunar. Fjármál smærri sveitarfélaga eru erfið og þegar svigrúmið er lítið takmarkast þjónustan en á sama tíma er krafa um aukna nærþjónustu og jafnframt er vilji ríkisvaldsins til að færa aukin verkefni til sveitar- félaganna. Eitt stærsta vandamál sveit- arstjórna er mönnun. Sveitar- stjórnamenn sitja í langflest- um tilvikum í eitt kjörtímabil, nokkrir í tvö og einstaka maður lengur. Framboð fólks til þessara starfa er af skornum skammti og oft vandamál að manna lista fyrir kosningar og/eða fá fólk til starfa á þessum vettvangi. Skólamál eru vissulega stórt verkefni fyrir fámenn sveitarfé- lög. Með aukinni notkun sam- félagsmiðla, auðveldu aðgengi að netspjalli og stöðugt yngri notendum eykst samanburður- inn við fjölbreytileikann sem er í boði í stærri skólasamfélögum. Vissulega geta fámennari skóla- samfélög boðið annars konar þjónustu og sumum hentar betur fámennið. Ekki er þörf á að sam- eina sveitarfélög til að taka upp samstarf um rekstur grunnskóla. Ég hvet íbúa Eyja- og Miklaholtshrepps til að kanna hug sinn vel til þess hvaða kost- ir eru fólgnir í því fyrir okk- ur að sameina sveitarfélagið við Snæfellsbæ. Þrátt fyrir að ég vilji færri og stærri sveitar- félög þá sé ég ekki enn kostina sem fylgja þessari sameiningu – skrefið er allt of lítið. Ég horfi hins vegar vonaraugum til þess að litla sveitarfélagið okkar verði þátttakandi í stærri sameiningu á öllu Snæfellsnesi á næsta kjör- tímabili. Ef af yrði myndi verða til öfl- ugt sveitarfélag sem hefði slag- kraft til nýrra breytinga, taka núverandi samstarfsvettvanga Sameinum allt Snæfellsnes sveitarfélaganna undir sinn væng og endurskipuleggja. Svo gæti farið að um yrði að ræða eina hafnarstjórn, einn grunnskóla (kenndur á nokkrum stöðum), eitt tækni- svið o.s.frv. Krafa er um að þjónusta við íbúa verði auk- in t.d. með aukinni stafrænni þjónustu og lýðræðislegum vettvangi íbúanna í ákvarð- anatöku og stefnumótun. Sameiginlegt sveitarfé- lag yrði öflug rekstrarein- ing. Framlag Jöfnunar- sjóðs yrði a.m.k. 1,8 milljarð- ur á sjö árum og þar af rúm- ur milljarður til skuldajöfnun- ar. Hlutfall skuldaviðmiðs í sveitarfélaginu, að þeim tíma liðnum, yrði um 60% en það skapar sterka rekstrareiningu og skuldabyrði væri vel inn- an allra marka meðal sveitar- félaga. Styrkjum fjölskylduböndin og tökum þátt í að sameina allt Snæfellsnes. Valgarð S Halldórsson

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.