Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Page 2

Skessuhorn - 05.01.2022, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20222 Á morgun er Þrettándinn og jólun- um lýkur formlega. Þá er ekkert ann- að að gera en að taka niður jólatréð, taka allar jólaseríur í burtu og allt ann- að jólaskraut sem sést á heimilinu. Í seinni tíð hafa jólaútiljós fengið að vera aðeins lengur sem er bara gott mál í svartasta skammdeginu. Þó er ör- ugglega stærsta áskorunin að minnka við sig í mat á nýju ári eftir allar kræs- ingarnar sem voru á boðstólnum um jól og áramót og lofa öllu fögru í ára- mótaheitum fyrir nýja árið. Því er um að gera að fara varlega af stað í öllu átaki og feta sig síðan í rólegheit- um áfram veginn og takast á við nýj- ar áskoranir. Nú er lægðagangur í kortunum. Á morgun, fimmtudag, kemur djúp lægð upp að landinu. Spáð er sunnan- og suðaustan 18-25 m/s og rigningu eða slyddu með köflum en talsverð úrkoma suðaustan lands. Hiti 1 til 6 stig. Dreg- ur úr vindi seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum fyrir sunnan og vest- an en kólnar og styttir upp fyrir norð- an. Á föstudag má búast við sunn- an- og suðvestan 8-15 m/s og rign- ingu eða slyddu með köflum á Suður- og Vesturlandi og hiti 1 til 5 stig. Þurrt um landið norðaustan vert og hiti við frostmark. Gengur í suðaustan hvass- viðri eða storm um kvöldið með auk- inni rigningu sunnan til. Á laugardag er gert ráð fyrir minnkandi suðaustan- átt með talsverðri rigningu eða slyddu austanlands í fyrstu, en snýst í hæga suðlæga átt með lítils háttar rigningu eða snjókomu. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag gengur í suðaustan hvass- viðri eða storm með talsverðri úrkomu fyrir sunnan og austan. Hlýnar. Í síðustu tveimur vikum desember var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða einkunn gefur þú árinu í heild?“ Með- aleinkunn ársins hjá lesendum vefs Skessuhorns frá einum upp í tíu var 4,8 og því ljóst að árið í fyrra fær ekki mjög háa einkunn hjá þeim sem tóku þátt. Í næstu viku er spurt: Hvernig fannst þér Áramótaskaup- ið á RÚV? Skömmu fyrir jól afhentu Hollvinasam- tök HVE Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þrjú ný sjúkrarúm. Samtök- in ákváðu haustið 2018 að fara í söfn- un meðal fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga á starfssvæðinu til að fjár- magna kaup á sjúkrarúmum fyrir HVE. Árið 2019 afhentu samtökin alls 17 rúm og árið 2020 voru afhent átta rúm og eru rúmin þá alls orðin 28 talsins. Að þessu sinni var afhent eitt tæknilegt rúm á lyflækningadeildina á Akranesi og tvö rúm á handlækningadeildina á Akranesi. Hollvinasamtökin eru Vest- lendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Fjölgar í hópi smitaðra VESTURLAND: Samkvæmt samantekt Lögreglunnar á Vest- urlandi í gær fjölgar milli daga um 35 með Covid-19 smit á Vest- urlandi. Alls voru í gær 180 í ein- angrun í landshlutanum og 132 í sóttkví. Hlutfallslega var lang- mest fjölgun smitaðra í Snæfells- bæ milli daga, þar sem 33 eru nú með veiruna og 21 að auki í sótt- kví. Þessi fjölgun hafði m.a. þau áhrif í Snæfellsbæ að a.m.k. þrír bátar gátu ekki haldið til veiða á mánudag. Smituðum fjölgar einnig á svæði heilsugæslustöðv- ar HVE í Borgarnesi, þar sem 61 voru í einangrun og 31 í sótt- kví. Á Akranesi fjölgaði um fimm milli daga, voru 63 í einangr- un og 61 í sóttkví. Í Dölum voru ellefu í einangrun og tíu í sótt- kví. Í Grundarfirði og Stykkis- hólmi voru sex á hvorum stað í einangrun, en að auki þrír í sótt- kví í Grundarfirði og sex í Stykk- ishólmi. -mm Þorrablótið í streymi AKRANES: Hið árlega Þorrablót Skagamanna verð- ur laugardaginn 22. janúar næst- komandi og verður í streymi eins og í fyrra sökum samkomu- takmarkana. Ef að líkum læt- ur verður boðið upp á veglegt happdrætti, valinn Skagamað- ur ársins, Skagaskaupið sýnt og vafalaust margt fleira sem verður til skemmtunar. Miðasala hefst á næstu dögum. -vaks Eldur í sinu SNÆFELLSNES: Eldur kvikn- aði í sinu rétt fyrir miðnætti á gamlársdag í mólendi við Ne sveg og Sundabakka í Stykkis- hólmi. Slökkvilið var sent á vett- vang og náðist af viðstöddum að stappa með snjó og kæfa eldinn áður en slökkvilið kom á svæðið. -vaks FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam Skráning á vorönn stendur frá 4. til 18. janúar l . Á Þorláksmessu var raflínan frá Króksfjarðarnesi að Gilsfjarðar- múla tekin úr sambandi, líklega í síðasta skipti. Frá þessu var greint á vef Reykhólahrepps. Við þetta fækkar enn loftlínum í sveitarfé- laginu en við hennar hlutverki tók þriggja fasa jarðstrengur sem lok- ið var að plægja niður í sumar. Gilsfjarðarlína, sem er rúmlega sex kílómetra löng, var orðin afar viðhaldsfrek og óörugg í vondu veðri enda orðin meira en hálf- rar aldar gömul. Ætlunin er að nýi jarðstrengurinn sem nú flytur rafmagn inn í Gilsfjörð flytji raf- magn frá Galtarvirkjun í Garps- dal inn á kerfið þegar hún kemst í gagnið. vaks Lyflækningadeild HVE opnuð eftir breytingar Um miðjan desember var verið að leggja lokahönd á framkvæmdir við endurnýjun A deildar, lyflækninga- deildar, á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi. Undanfarna sex mánuði hafa iðnaðarmenn ver- ið að störfum, allt verið hreinsað út og endurnýjað; innréttingar gólf- efni, milliveggir og fleira. Fimmtu- daginn 16. desember komu síðan fyrstu sjúklingarnir og lögðust inn á endurnýjaða deildina. Blaðamaður Skessuhorns kíkti sama morgun í heimsókn á lyf- lækningadeildina sem er á þriðju hæð og hitti þar að máli þau Stef- án Þorvaldsson yfirlækni og Valdísi Heiðarsdóttur hjúkrunardeildar- stjóra. Þau segja að endurbæturn- ar hafi löngu verið orðnar tímabær- ar en lyflækningadeildin var opnuð 1. febrúar árið 1977 og í grunninn verið óbreytt síðan. Búið er að breyta herbergjaskipan, nú eru fleiri eins manns herbergi í staðinn fyr- ir tveggja manna á kostnað fjölda sjúklinga en deildin hefur minnk- að með þessum breytingum. Hins vegar er aðstaðan orðin miklu betri, allt miklu bjartara en allir veggir voru frekar gamaldags í appelsínu- gulum og dökkgrænum litum. En hvað er helst verið að fást við á lyflækningadeildinni? „Það eru blönduð vandamál, lyflækn- ingar svokallaðar. Hjartavanda- mál, meltingarvandamál, sýkingar, taugaheilablóðföll. Í raun allt sem ekki tilheyrir skurðlækningum og einnig almenn veikindi eldra fólks með fjölþætt vandamál,“ segir Stef- án. „Þá er betri aðstaða nú til að einangra fólk með smitandi sjúk- dóma. Við erum með lokuð her- bergi þar sem hægt er að hafa yfir og undir þrýsting á loftinu og þá er minni hætta á að það smitist út á deildina.“ Nýlega fékk HVE á Akranesi peningagjöf frá Lionsklúbbi Akra- ness sem ráðstafað verður til kaupa á svokölluðum vökturum sem er búnaður til að fylgjast með heilsu og líðan sjúklinga, hjartslætti, lífsmörkum og hjartalínuriti. Val- dís segir að lokum að það sé alltaf ánægjulegt að fá þess konar gjaf- ir því alltaf vanti peninga til tækja- kaupa. Hún nefndi einnig að núna sé nóg pláss fyrir myndir á veggi og þá eru hægindastólar, eða Lazyboy stólar, alltaf góð gjöf fyrir sjúklinga. vaks Valdís og Stefán eru hæstánægð með nýju aðstöðuna. Línuleiðin; Gróustaðir næst, svo Garpsdalur og Gilsfjarðarmúli fjærst. Ljósm. af vef Reykhólahrepps. Gilsfjarðarlína sett í jörð í Reykhólahreppi Það er bjart yfir lyflækningadeildinni eftir breytingarnar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.