Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Page 6

Skessuhorn - 05.01.2022, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20226 Vegabréf ekki lengur í póst LANDIÐ: Um áramótin tók gildi breyting á reglu- gerð um íslensk vega- bréf. Breytingin snýr að af- hendingarmáta vegabréfa en frá og með 1. janúar hætti Þjóðskrá að senda vegabréf á lögheimili einstaklinga á Íslandi. Við þessa breytingu munu einstaklingar einungis geta sótt vegabréf sín, ann- að hvort á skrifstofur sýslu- mannsembætta eða til Þjóð- skrár. Þessi breyting er til- komin vegna athugasemda Persónuverndar um sendingar vegabréfa með al- mennum bréfapósti. Áfram geta einstaklingar fengið vegabréf sín send heim ef að búseta er erlendis og verða þau send á uppgefið heimil- isfang erlendis með rekjan- legum pósti. -mm Bilanir á línum í upphafi árs VESTURLAND: Raf- magnsbilun varð á tveim- ur stöðum á Vesturlandi á nýársdag. Sú fyrri varð á Saurbæjarlínu í Dölum klukkan 13:16 og lauk við- gerð klukkan hálf sex næsta morgun. Síðari bilunin varð á Melasveitarlínu í Hval- fjarðarsveit. Þar fór rafmagn af klukkan 17 á nýársdag og lauk viðgerð klukkan þrjú um nóttina. Samhliða þessum bilunum var nokk- uð flökt á rafmagni víðar í landshlutanum, en ekki voru fleiri bilanir skráðar á vef Rarik. -mm Vilja netabáta í rallið LANDIÐ: Ríkiskaup hafa, fyrir hönd Hafrann- sóknastofnunar, óskað eftir bjóðendum í gagnvirkt inn- kaupakerfi (DPS) til leigu á netabátum til að stunda netaveiðar í rannsóknar- og gagnaöflunarskyni vegna verkefnisins „Stofnmæl- ing hrygningarþorsks með þorskanetum“. Verkefnið hefur farið fram ár hvert frá 1996 og eru lögð net á um 300 stöðvum og fara leið- angrar yfirleitt fram í apríl og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl. „Markmið rannsóknanna er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæð- um. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygn- ingarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum,“ segir í tilkynningu. Sækja þarf um fyrir hádegi 27. janúar nk. -mm Mannamóti var frestað LANDIÐ: Forstöðumenn Mark- aðsstofa landshlutanna ákváðu skömmu fyrir jól, í ljósi nýjustu sóttvarnatakmarkanna, að fresta Mannamóti sem vera átti 20. jan- úar. Ferðakaupstefnan verður því haldin í Kórnum í Kópavogi, frá klukkan 12-17 fimmtudaginn 24. mars næstkomandi, og munu allar skráningar sýnenda halda sér. „Þeir sem vilja gera breytingar á sinni skráningu er velkomið að gera það og er bent á að hafa samband við sína markaðsstofu. Þeir sem hafa skráð sig sem gestir eru vinsamleg- ast beðnir um að skrá sig að nýju, ætli þeir að mæta þann 24. mars,“ segir í tilkynningu. -mm Foktjón í upphafi árs LANDIÐ: Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út í þrígang í byrjun nýársdags vegna foktjóns; á Akranesi, Hellu og Þorlákshöfn. Lausamunir höfðu fokið, fánastöng og fiskikör, svo eitthvað sé nefnt. Á Hellu þurfti að koma matarvagni í skjól vegna veðurs. Um klukkan hálf fjög- ur voru svo björgunarsveitir aft- ur kallaðar út, þá á Akureyri og Suðurnesjum þar sem tilkynn- ingar bárust um fok á þakplötum. -mm Tvö dekk fóru undan rútu AKRANES: Ökumaður á rútu varð fyrir því óhappi á mánudag að tvö dekk fóru undan bílnum og fór hann út af veginum. Við það kviknaði sinueldur við veg- inn en ökumaður bílsins náði að slökkva eldinn. -vaks Samanburður á rekstri Borgarbyggðar fyrstu tíu mánuði ársins við fjárhagsáætlun leiðir í ljós að rekstrarafkoma sveitarfélagsins er betri en áætlað var á þessum tíma árs eða um samtals 185 milljónir króna, en frá þessu sagði á vef sveitarfélagsins fyrir jól. Skatttekjur Borgarbyggðar eru heldur hærri en gert var ráð fyrir og munar þar mestu um að staðgreiðsla er um 150 milljónum krónum hærri og framlag úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga er 20 milljónum hærra en áætlað var. Útsvarstekjurnar eru enn fremur hærri í ár sem er í takt við fólksfjölgunina í sveitarfélaginu og niðurstaða ársins stefnir í það að vera jákvæð en áætlanir gerðu ekki ráð fyrir því á þessu ári. vaks Smærri línubátar hafa róið stíft frá Snæfellsbæ að undanförnu þrátt fyrir rysjótta tíð. Bátar hafa sótt suður fyrir Öndverðarnes til þess að komast í skjól frá norðaust- an áttinni. Kvika SH var á þriðju- daginn í síðustu viku búin að landa tvisvar á Arnarstapa og verið með í kringum átta tonn í róðri, en Ind- riði Kristins BA var við bjargið og sögðu skipverjar að leiðindaveður hafi verið, en þó sléttur sjór. Indriði Kristins landaði í Ólafs- vík á þriðjudaginn 24 tonnum á rúmlega eina lögn. „Við urðum að skilja eftir næstum helming línunn- ar í sjó vegna þess að öll kör í bátn- um voru orðin full,“ sagði Magn- ús skipverji á Indriða í samtali við Skessuhorn. „Við förum út aftur strax og við erum búnir að landa en þessi afli fer í vinnslu hjá Kambi í Hafnarfirði, en við munum landa næst heima á Tálknafirði,“ sagði hinn síbrosandi Magnús að lokum. af Indriði Kristins að koma til hafnar í Ólafsvík í kaldaskít síðastliðinn þriðjudag. Stíft róið þegar gefur til sjós Frændurnir Tómas og Magnús að landa aflanum. Stefnir í betri rekstrarafkomu hjá Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.