Skessuhorn - 05.01.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 20228
Aflatölur fyrir
Vesturland
25. til 31. desember.
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu.
Akranes: 2 bátar.
Heildarlöndun: 4.393 kg.
Mestur afli: Emilía AK-57:
2.785 kg. í þremur löndunum.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 16.354 kg.
Mestur afli: Kvika SH-23:
16.354 kg. í tveimur löndunum.
Grundarfjörður: 1 bátur.
Heildarlöndun: 56.766 kg.
Mestur afli: Harðbakur EA-3:
56.766 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 4 bátar.
Heildarlöndun: 52.374 kg.
Mestur afli: Indriði Kristins
BA-751: 23.305 kg. í einni
löndun.
Rif: 3 bátar.
Heildarlöndun: 47.803 kg.
Mestur afli: Gullhólmi SH-
201: 24.614 kg. í einni löndun.
Stykkishólmur: 1 bátur.
Heildarlöndun: 3.386 kg.
Mestur afli: Fjóla SH-7: 3.386
kg. í einni löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Harðbakur EA-3 GRU:
56.766 kg. 30. desember.
2. Gullhólmi SH-201 RIF:
24.614 kg. 28. desember.
3. Indriði Kristins BA-751
ÓLA: 23.305 kg. 28. desember.
4. Tryggvi Eðvarðs SH-2
ÓLA: 18.456 kg. 28. desember.
5. Stakkhamar SH-220 RIF:
13.652 kg. 28. desember.
-frg
Ungir
hrekkjalómar
AKRANES: Ungir drengir
gerðu sér það að leik að kasta
Vítisflugeldum í bíla á Faxa-
brautinni í vikunni en ekkert
tjón hlaust af. Ekki er vitað
hverjir voru að verki. -vaks
Óhapp á
Snæfellsnesi
SNÆFELLSNES: Hringt
var í Neyðarlínuna í síðustu
viku og tilkynnt um slys á
Snæfellsnesvegi austan við
Böðvarsholt og var send að-
stoð. Engin slys reyndust
hafa orðið á fólki. -vaks
Svalahurð
fauk af
AKRANES: Svalahurð fauk
af í heilu lagi á Seljaskógum
á Akranesi á dögunum, gler í
hurðinni brotnaði og hurðin
skemmdist. Björgunarsveit-
armenn voru kallaðir til og
aðstoðuðu eftir atvikum.
-vaks
Óbreytt á
landamærunum
LANDIÐ: Á fundi ríkis-
stjórnar í gær var ákveðið að
framlengja óbreytta reglu-
gerð um sóttvarnaráðstaf-
anir á landamærum vegna
Covid-19 til 28. febrúar nk.
Þá var ákveðið að tillaga um
fyrirkomulag á landamærum
fyrir vorið verði kynnt fyrir
20. febrúar. -mm
Bæjarstjórn Akraness hefur fall-
ið frá áformum um byggingu
íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Jör-
undarholti á Akranesi. Íbúðakjarn-
anum var ætlaður staður á svæði á
milli efra og neðra Jörundarholts
sem í dag er óbyggt en nýtt af íbú-
um undir útivist, knattspyrnuiðk-
un og fleira. Þar eru grasflatir, lítið
leiksvæði, spennistöð og göngu-
stígur.
Óhætt er að segja að áformin um
íbúðakjarnann hafi vakið hörð við-
brögð þegar þau voru kynnt. Bent
var á að húsið væri stórt og að mik-
ið ónæði og rask myndi hljótast af
framkvæmdunum. Bæjarstjórn hef-
ur einsett sér það verkefni að finna
kjarnanum nýja staðsetningu í sátt
við samfélagið og þá sem málið
varðar. Þessi ákvörðun var einróma
samþykkt á bæjarstjórnarfundi um
miðjan desember.
frg
Hollvinasamtök HVE afhentu
Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Akranesi þrjú ný sjúkrar-
úm skömmu fyrir jól. Samtök-
in ákváðu haustið 2018 að fara í
söfnun meðal fyrirtækja, félaga-
samtaka og einstaklinga á starfs-
svæðinu til að fjármagna kaup á
sjúkrarúmum fyrir HVE. Að sögn
Steinunnar Sigurðardóttur, for-
manns hollvinasamtakanna, fór
söfnunin langt fram úr vænting-
um. „Þetta hefur gengið ævin-
týralega vel,“ segir Steinunn í
samtali við Skessuhorn. Árið 2019
afhentu samtökin alls 17 rúm og
árið 2020 voru afhent átta rúm.
Nú verða afhent þrjú rúm til við-
bótar og eru rúmin þá alls orðin
28 talsins. Að þessu sinni verður
afhent eitt tæknilegt rúm á lyf-
lækningadeildina á Akranesi og
tvö rúm á handlækningadeildina
á Akranesi. „Við erum alveg að
nálgast markmið okkar en stefn-
um á að senda tvö eða þrjú rúm
til viðbótar í Stykkishólm og þá
er markmiði okkar náð,“ segir
Steinunn.
Alls hafa 22 aðilar; félagasamtök,
fyrirtæki, sveitarfélög og einstak-
lingar, komið að þessari söfnun
auk þess sem samtökin hafa fengið
fé úr minningarsjóði þegar keypt
eru minningarkort. „Félagsgjöld
okkar eru um átta til níu hundruð
þúsund á ári og þau hafa líka farið
öll í kaup á þessum rúmum,“ seg-
ir Steinunn. „Við höfum líka verið
gríðarlega heppin með það að Bif-
reiðastöð ÞÞÞ hefur hjálpað okk-
ur með alla flutninga. En við höf-
um fundið mikinn velvilja í sam-
félaginu gagnvart stofnuninni,“
bætir hún við. arg
Fyrir skömmu afhenti Ingvar Sam-
úelsson Reykhólahreppi fyrir hönd
Lions, myndvarpa, rafstýrt sýn-
ingartjald og hljóðkerfi ásamt upp-
setningu. Frá þessu er greint á vef
Reykhólahrepps. Búnaðinum var
komið fyrir í matsal Reykhólaskóla
sem oft er notaður fyrir fundi. Til-
gangur gjafarinnar er að hluta til að
eiga þess kost að bjóða upp á að-
stöðu við fjölmennar athafnir eins
og til að mynda jarðarfarir, þegar
fjöldi gesta er slíkur að ekki er pláss
í kirkjunni fyrir alla.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
sveitarstjóri tók á móti gjöfinni fyr-
ir hönd Reykhólahrepps og þakk-
aði Lions kærlega fyrir þessa góðu
gjöf en hún ætti eftir að koma sér
mjög vel og bæta fundaraðstöðu
töluvert fyrir sveitarfélagið og fleiri
aðila. vaks
Svæðið milli efra og neðra Jörundarholts þar sem áformað var að reisa nýjan
íbúðakjarna fyrir fatlaða.
Fallið frá uppbyggingu
íbúðakjarna í Jörundarholti
Ingibjörg Birna og Ingvar við afhendinguna. Ljósm. af vef Reykhólahrepps
Myndarleg gjöf frá Lions í
Reykhólahreppi
Hollvinasamtök HVE gáfu Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þrjú ný rúm rétt fyrir jól.
Hollvinasamtök HVE gáfu þrjú sjúkrarúm
Steinunn Sigurðardóttir afhenti Stefáni Þorvaldssyni yfirlækni rúmin.