Skessuhorn - 05.01.2022, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 9
Sérfræðingur
á Vesturlandi
STARFSSVIÐ
l Framkvæmdaeftirlit; gatnagerð, byggingar, veitur
l Hönnun bygginga
l Líkan- og skýrslugerð
l Þéttbýlistækni, skipulags- og umhverfisráðgjöf
l Ráðgjöf og verkefnavinna
l Samskipti við viðskiptavini og hagaðila
HÆFNISKRÖFUR
l Háskólamenntun sem nýtist í starfi
l Reynsla af framkvæmdaeftirliti og hönnun bygginga
l Þekking á helstu teikniforritum
l Góð færni í textagerð og upplýsingamiðlun
l Góð hæfni í íslensku og ensku
l Afburða hæfni til samskipta og samvinnu
l Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starf-
rækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks
starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka
og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði.
Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt
í gegnum ráðningarvef EFLU efla.is/laus-storf fyrir 16. janúar 2022.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið
veitir Ólafur Daníelsson, svæðisstjóri á Suðurlandi.
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila til starfa á Vesturlandi.
Í dag er starfsstöð á Hvanneyri, en vilji er til að byggja upp þjónustu víðar á
svæðinu. Starfið er tilvalið fyrir aðila sem er nú þegar búsettur á Vesturlandi
eða sem horfir til þess að flytja þangað.
efla.is412 6000
Eins og fram kom í frétt Skessu-
horns í byrjun desember hafa bræð-
urnir Magnús og Ólafur Óskars-
synir selt Bílasöluna Bílás eftir tæp-
lega fjörutíu ára rekstur. Formleg
eigendaskipti gengu yfir um ára-
mótin og tóku nýir eigendur, þeir
Alexander Þórsson og Kristján
Einarsson, við rekstrinum. Bræð-
urnir afhentu síðasta bílinn daginn
fyrir gamlársdag, nýjan Kia fólks-
bíl. Kaupandinn var reyndar innan
fjölskyldunnar, Jóhanna Ólafsdótt-
ir. mm/ Ljósm. jtó.
Hvalaskoðunarbáturinn Íris hjá
Láki Tours í Grundarfirði hefur ver-
ið að sigla með ferðamenn undan-
farna daga í von um að sjá þessi stóru
spendýr spóka sig um í íslenskri
lögsögu. Hvalaskoðunarferðirn-
ar hófust aftur 20. desember síðast-
liðinn og hafa verið farnar nokkrar
ferðir yfir hátíðarnar og svo núna í
byrjun janúar. Samkvæmt heimasíðu
Láki Tours hefur verið hægt að sjá
hnúfubak, háhyrninga og höfrunga
í þessum ferðum og upplifun ferða-
manna verið góð. tfk
Í byrjun árs tók Einar R Ísfjörð við
sem rekstrarstjóri hjá N1 í Ólafs-
vík. Einar sagði í stuttu spjalli við
fréttaritara Skessuhorns að hann
hafi verið rekstrarstjóri hjá N1 í
Staðarskála í Hrútafirði undan-
farin sjö ár og þar áður starfað í
Keflavík. „Mér var boðið þessi
staða og þáði hana,“ sagði Einar.
„Ég mun sjá í framhaldinu hvort
einhverjar breytingar verða gerðar
hér en til að byrja með mun ég hafa
opið til klukkan 18 í stað 17 sem
áður var og svo mun ég sjá til með
laugardagsopnun og finna taktinn í
þessu.“ af
Orri Magnússon hefur tekið við
sem skipstjóri á netabátnum Ólafi
Bjarnasyni SH af föður sínum
Magnúsi Jónassyni. Magnús hefur
stýrt Ólafi í sex ár og þar áður var
Björn Erlingur Jónasson skipstóri í
42 ár eða frá því að Ólafur Bjarna-
son SH kom nýr til Ólafsvíkur
frá Akranesi árið 1973. Orri var í
sinni jómfrúarferð sem skipstjóri
á mánudaginn og var faðir hans
Magnús með í ferðinni syninum til
halds og trausts, að sögn Magnúsar.
Hann mun verða í nokkra daga um
borð til þess að koma Orra vel inn í
netaveiðarnar.
Eins og svo oft áður var Ólafur
Bjarnason SH með þeim fyrstu til
að landa í Ólafsvík á nýju ári. Land-
aði sjö tonnum af góðum þorski á
mánudaginn sem fékkst í sjö tross-
ur. Á sunnudag landaði netabátur-
inn Bárður SH 17 tonnum í Rifi
sem jafnframt var fyrsti aflinn sem
berst að landi í Snæfellsbæ á nýju
ári. af
Einar Hjörleifsson og Vilhjálmur Birgisson áhafnarmeðlimir á Ólafi Bjarnasyni SH.
Skipstjóraskipti á Ólafi Bjarnasyni
Orri og Magnús í brúnni.
Ólafur afhendir Jóhönnu dóttur sinni síðasta bílinn áður en eigendaskiptin gengu
í gegn.
Afhentu síðasta
bílinn í árslok
Magnús og Ólafur Óskarssynir með Alexander á milli sín, en hann er annar
tveggja nýrra eigenda bílasölunnar.
Einar R Ísfjörð, eiginkona hans Guðný María Bragadóttir og sonurinn Ágúst.
Nýr rekstraraðili N1 í Ólafsvík
Íris kemur í land með ánægða ferðamenn eftir góða ferð mánudaginn 3. janúar.
Hvalaskoðunin komin af stað aftur