Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202212
Ritið „Búnaðarfélag Andakíls-
hrepps og annar búnaðarfélags-
skapur þar frá 1850“ hefur nú ver-
ið birt á heimasíðu Landbúnaðar-
háskóla Íslands. Ritið er skrifað
af Bjarna Guðmundssyni prófess-
or. Í formála þess segir Bjarni frá
því að hann hafi fengið það hlut-
verk þegar Búnaðarfélag Andakíls-
hrepps varð 100 ára, árið 1981, að
skrifa stutta aldar sögu félagsins til
að birta í byggðasögu Búnaðar-
sambands Borgarfjarðar. Þegar
hann hafði lokið við skrifin var
verkið orðið mun stærra en áætlað
var og skrifaði hann þá úrdrátt sem
birtist í ritverkinu Byggðir Borg-
arfjarðar. Í mars síðastliðnum var
Bjarni beðinn um að annast stutta
sögustund á aðalfundi búnaðarfé-
lagsins í tilefni 140 ára afmæli þess.
Dró hann þá drögin fram á ný.
Á aðalfundinum var samþykkt
að reyna að koma sögu félagsins
fyrir sjónir áhugasamra og hef-
ur Bjarni síðan unnið að því að
skrifa söguna. „Ekki er þó um
að ræða að félags- eða búnaðar-
saga hreppsins sé sögð með tæm-
andi hætti; til þess hefði þurft að
leggja í mun meiri tíma og vinnu
við rannsókn heimilda en efni
stóðu til hér. Ritið á þó að gefa
dálitla hugmynd um það helsta
sem bjástrað hefur verið við á
vettvangi búnaðarfélagsins og
hvernig það hefur með beinum
og óbeinum hætti stuðlað að þró-
un búskapar og mannlífs á félags-
svæðinu,“ segir í formála ritsins
„Búnaðarfélag Andakílshrepps
og annar búnaðarfélagsskapur
þar frá 1850.“
arg
Fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar fyrir árið 2022 og þriggja
ára áætlun 2023 til 2025 var sam-
þykkt á fundi bæjarstjórnar Akra-
ness 14. desember. Einnig var fjár-
festinga- og framkvæmdaáætlun
samþykkt. Helstu atriði fjárhags-
áætlunar 2022 eru að gert er ráð
fyrir óbreyttu útsvari á árinu 2021,
eða 14,52%, gjaldskrár hækka um
3,5%, álagningar prósentur fast-
eignaskatta verða óbreyttar og
verður 0,2514 fyrir íbúðarhúsnæði
og 1,4% fyrir atvinnuhúsnæði og
lóðarleiga af nýjum lóðum og
endurnýjuðum samningum verð-
ur 1,199% af fasteignamatsverði
atvinnulóða og 0,3034% af fast-
eignamatsverði íbúðarhúsalóða.
„Áætlað er að rekstrarhagnað-
ur verði 213,8 mkr. á árinu 2022
eða 2,28% sem hlutfall af tekj-
um sveitarfélagsins. Spáð er að
rekstrar hagnaður Akraneskaup-
staðar á árinu 2021 verði 180,7
m.kr. eða sem nemur 2,07% af
tekjum sveitarfélagsins. Rekstrar-
afkoma næstu ára þ.e. á árunum
2022 til 2025 er áætluð að með-
altali 328 m.kr. Fjárhagsáætlun
Akraneskaupstaðar gerir ráð fyr-
ir umfangsmiklum fjárfestingum
næstu árin að fjárhæð 6.028 millj-
ónir króna. Fyrirhuguð lántaka
vegna þess á næstu þremur árum
er áætluð 3.300 m.kr. Samhliða því
er fyrirhugað að greiða niður lang-
tímalán að fjárhæð 1.329 m.kr. og
greiðslu lífeyrisskuldbindingar að
fjárhæð 992 m.kr. til ársins 2025.“
Í tilkynningu frá bæjarstjórn
kemur fram að Akraneskaupstað-
ur mun viðhalda ábyrgri fjármála-
stefnu og sjá til þess að vera vel
innan þeirra fjárhagslegu viðmiða
sem gerð eru til sveitarfélaga, þ.e.
að rekstrarjöfnuður síðustu þriggja
ára (samanlögð rekstrarafkoma
á þriggja ára tímabili) verður já-
kvæður sem nemur 528 m.kr. í árs-
lok 2022. Fjárhagsáætlunin gerir
jafnframt ráð fyrir því að rekstrar-
jöfnuður muni nema rúmum 1.098
m.kr. í árslok 2025 þrátt fyrir um-
talsverðar fjárfestingar í innvið-
um bæjarins á þeim tíma og aukn-
ingu rekstrargjalda svo sem vegna
nýs íþróttahúss á Jaðarsbökkum og
vegna nýs leikskóla.
„Skuldaviðmið sveitarfélags-
ins, þ.e. heildarskuldir og skuld-
bindingar A- og B- hlutans sem
hlutfall af reglulegum tekjum mun
fara hækkandi samkvæmt fjárhags-
áætlun bæjarins. Áætlað skulda-
viðmið sveitarfélagsins í árslok
2022 mun nema 47,6% en hámark
sveitarfélaga er 150% af reglu-
legum tekjum þess. Fjárhagsáætl-
un Akraness gerir ráð fyrir því að
skuldaviðmiðið fari hækkandi og
muni verða um 57,2% í lok árs
2025. Veltufjárhlutfall samstæð-
unnar er jafnframt sterkt og er
áætlað að nemi 1,13 í árslok 2022
en veltufjárhlutfall segir til um
hversu vel í stakk búið sveitarfélag-
ið er til þess að mæta nauðsynleg-
um greiðslum á næstu 12 mánuð-
um og á helst ekki að vera undir
1,0 til lengri tíma litið. Veltufjár-
hlutfall sveitarfélagsins mun þá
fara lækkandi á tímabili fjárhagsá-
ætlunarinnar í samræmi við aukna
fjárfestingu. Áætlað er að veltufjár-
hlutfallið nemi 0,94 í árslok 2025.
Áætlað er að setja um 2.153 m.kr.
í fjárfestingar á árinu 2022 og eru
6.028 m.kr. fyrirhugaðar í fjár-
festingar og framkvæmdir á næstu
fjórum árum.“
Fjárfestingar
fram undan
Á meðal fjárfestinga og upp-
byggingu verkefna Akraneskaup-
staðar á árinu 2022 eru:
Menntun: Í uppbyggingu er nýr
sex deilda leikskóli í Skógarhverfi
sem hefur möguleika á stækkun í
átta deildir og lýkur framkvæmd-
um á árinu. Umfangsmikil stækk-
un og endurbótum á Grundaskóla
mun hefjast í framhaldi af því að
lokahönnun klárast. Endurbætur í
Brekkubæjarskóla halda áfram og
munu bætast við viðbótar kennslu-
stofur á árinu ásamt því að glæsi-
legum endurbótum á nýjum skóla-
lóðum skóla mun halda áfram.
Íþróttir: Stærsta framkvæmd
um árabil hefst með byggingu
íþróttamannvirkja á Jaðarsbökk-
um með uppbyggingu íþróttahúss,
geymslu og búningsklefa.
Frístundir, endurhæfing og at-
vinnuþátttaka: Framkvæmdir við
nýja Samfélagsmiðstöð við Dal-
braut 8 munu fara í gang í fram-
haldi af hönnunarferli, þar sem
starfsemi frístundastarfs barna og
ungmenna, Fjöliðja og HVER
verður boðin aðstaða.
Nytjamarkaður, endurvinnsla
og áhaldahús: Byggður verður upp
nýr vinnustaður þar sem atvinnu-
og hæfingartengd þjónusta sem
stuðlar að aukinni hæfni til starfa
og þátttöku í daglegu lífi til jafns
við aðra og þar sem þjónusta við
viðhald stofnana og mannvirkja
kaupstaðarins verður stýrt. Fram-
kvæmdir munu hefjast í framhaldi
af hönnunarferli.
Velferð og mannréttindi: Fram-
kvæmdum við byggingu tíu íbúða
fyrir fatlaða og öryrkja mun ljúka
á Dalbrautarreit. Framkvæmd-
ir munu hefjast á Asparskógum í
samstarfi við Bjarg íbúðafélag og
ljúka á Dalbrautarreit í samstarfi
við Leigufélag aldraða. Fram-
kvæmdum mun ljúka innanhúss á
þjónustumiðstöð fyrir aldraða.
Götur og stígar: Gatnaviðgerð-
ir eru fyrirhugaðar þ.á.m. áfram-
hald á Garðagrund ásamt Suður-
götu og hluti Hafnarbrautar
ásamt viðhaldi gatna sem verð-
ur kynnt á næstu mánuðum. Ný
gatnagerð er fyrirhuguð í Flóa-
hverfi, Skógarhverfi 3A og byrj-
að í Skógarhverfi 3C og Breiðar-
götu. Gatnagerð mun hefjast sam-
hliða uppbyggingu innan Sem-
entsreits. Í stígagerð verður byrjað
á stíg upp í Flóahverfi ásamt frek-
ari gatnagerð þar.
Atvinnutengd verkefni: Mark-
aðssetning á bænum til búsetu og
bein markaðssókn til kynningar
atvinnulóða á Grænum iðngörð-
um í Flóahverfi og samstarf við
Flói.is. Vefurinn 300akranes.is
verður nýttur til kynningar á Flóa-
hverfi, Dalbrautarreit, Sements-
reit og Skógarhverfi. Fyrirhug-
uð er sókn í uppbyggingu atvinnu
í samstarfi við þróunarfélögin á
Breið og Grundartanga en árlegt
rekstrarframlag þar er 20 mkr. og
15. mkr. á ári. Má þar nefna áfram-
haldandi uppbyggingu á rann-
sóknar- og nýsköpunarstarfsemi
og rekstur hitaveitu á Grundar-
tanga. Mikill áhugi er meðal fjár-
festa á uppbyggingu á nýjum mið-
bæ og verður unnið með það
næstu mánuðina. Stór opin hug-
myndasamkeppni er fyrirhuguð á
Breið og ætlunin að vinna áfram
með áherslur sem komu út úr hug-
myndasamkeppni á Langasands-
svæði.
Grænir iðngarðar og
fjölgun á Breið
Að sögn Sævars Freys Þráinssonar
bæjarstjóra er fjárhagsstaða Akra-
neskaupstaðar góð og sjást merki
þess að það hefur fjölgað hratt á
vinnumarkaði og laun hækkað á
Akranesi. „Þetta er afar mikilvægt
og er að hafa jákvæð áhrif á rekstur
eftir samdrátt sem fylgdi áhrifum
heimsfaraldurs á tekjur árið 2019
og 2020. Stefnir í að rekstraraf-
koma ársins verði nokkuð góð
og áfram er rekstrarhagnaður
hjá Akraneskaupstað. Þar skiptir
verulegu máli að ábyrg fjármála-
stjórn hefur verið við líði á Akra-
nesi undanfarin ár. Tekist hefur að
vernda grunnþjónustu en nú ætl-
um við okkur stórsókn í atvinnu-
uppbyggingu. Við erum að sjá að
vinna undanfarinna ára í atvinnu-
sókn er byrjuð að skila árangri.
Upp úr áramótum verða nálægt
100 einstaklingar farnir að starfa
á Breið og við sjáum verulegan
áhuga á uppbyggingu atvinnu-
starfsemi í Grænum iðngörðum
í Flóahverfi. Fjárfestar eru farn-
ir að banka á dyrnar með upp-
byggingaráform við Guðlaugu, á
Breiðinni, á Sementsreit, hótel við
golfvöllinn og síðast en ekki síst
á Grundartanga þar sem mögnuð
tækifæri eru til staðar með upp-
byggingu gufuaflsvirkjunar, hita-
veitu og framleiðslu rafeldsneyt-
is. Jafnframt hefur líklega aldrei
verið jafn mikið byggt á Akranesi
en nú hefur lóðum verið úthlutað
til bygginga 572 íbúða, gríðarleg
uppbygging innviða er í kortunum
í uppbyggingu leikskóla, grunn-
skóla, frístundastarfs, íþrótta-
húss ásamt umfangsmikilli gatna-
gerð. Það má því með sanni segja
að fram undan er ár mikillar upp-
byggingar í innviðum, í íbúðaupp-
byggingu og sóknar í atvinnumál-
um,“ segir Sævar Freyr Þráinsson
bæjarstjóri. mm
Rafrænt rit gefið út
um Búnaðarfélag
Andakílshrepps
Stóraukin uppbygging í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar
Fjölbýlishús í byggingu við Þjóðbraut 3. Ljósm. frá í haust/mm.