Skessuhorn - 05.01.2022, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202214
Einar Gestur Jónasson hefur verið
ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbn-
um Leyni á Akranesi en um heils-
árs starf er að ræða. Samkomulag
milli Einars Gests og golfklúbbsins
var handsalað skömmu fyrir áramót
og mun Einar Gestur hefja störf hjá
klúbbnum í febrúar/mars.
Einar Gestur er menntaður
grasvallafræðingur og lauk námi
frá SRUC Elmwood College í
Skotlandi árið 2005. Hann hefur
víðtæka reynslu í sínu fagi og hefur
meðal annars starfað hjá Golfklúbbi
Húsavíkur, Golfklúbbi Kópavogs
og Garðabæjar, Golfklúbbi Mos-
fellsbæjar og nú síðast Golfklúbbi
Brautarholts sem vallarstjóri. Þá
hefur hann einnig starfað við golf-
velli í Skotlandi með námi og í
Noregi. Einar Gestur er uppalinn
á Húsavík en hefur búið með eig-
inkonu sinni og þremur börnum á
Akranesi í nokkur ár. vaks
Rekstrargrunnur hjúkrunarheim-
ila verður styrktur varanlega um
einn milljarð króna með fjárlög-
um næsta árs sem samþykkt voru á
Alþingi skömmu fyrir áramót. Að
auki er í fjárlögunum gert ráð fyr-
ir 1,2 milljarða króna framlagi sem
jafnframt er varanlegt, til að mæta
auknum launakostnaði sem stafar
af styttri vinnutíma vaktavinnu-
fólks.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra segir það mikilvægt skref
að fjárlaganefnd og Alþingi hafi
nú ákveðið að renna styrkari stoð-
um undir rekstur hjúkrunarheim-
ilanna. Vinnuhópur skipaður full-
trúum heilbrigðisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis, Sambandi sveitar-
félaga og Samtökum fyrirtækja í
velferðarþjónustu fjallaði fyrr á
þessu ári um aukna fjárþörf hjúkr-
unarheimila og hve miklu þyrfti að
bæta inn í rekstrargrunninn til að
tryggja rekstur. „Þessi hækkun á
rekstrargrunninum um einn millj-
arð króna er í samræmi við niður-
stöðu vinnuhópsins. Það er því
óhætt að segja að breið samstaða
sé um þessa auknu fjármuni sem
tvímælalaust munu skapa hjúkr-
unarheimilunum betri stöðu og
gera þeim betur kleift að veita íbú-
um sínum góða þjónustu,“ segir
heilbrigðisráðherra.
mm
Nú um áramótin hóf Díana Ósk
Heiðarsdóttir starf sem markaðs-
stjóri hjá Skessuhorni. Tekur hún
við starfinu af Hrafnhildi Harðar-
dóttur sem gegnt hefur því undan-
farin fimm ár. Díana Ósk hef-
ur lengst af sínum starfstíma ver-
ið verslunarstjóri í lyfsölu og mat-
vöruverslunum, m.a. í Búðardal og
á Akranesi. Undanfarin tvö ár hef-
ur hún verið í námi til löggildingar
sem fasteignasali. Skessuhorn býð-
ur hana velkomna til starfa, þakk-
ar Hrafnhildi góð störf og óskar
henni velfarnaðar í nýju starfi hjá
Sparnaði í Garðabæ. mm
Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ráð-
ið Ragnar Smára Guðmundsson
sem nýjan framkvæmdastjóra fé-
lagsins. Þetta kemur fram í frétta-
tilkynningu frá Guðmundi Smára
Guðmundssyni formanni stjórn-
ar Fiskmarkaðs Íslands. Ragnar er
fæddur og uppalinn í Grundarfirði.
Undanfarin tíu ár hefur hann starf-
að sem fjármálastjóri hjá flutninga-
fyrirtækinu Ragnar og Ásgeir ehf.
Ragnar lauk BS.c gráðu i viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands 2010.
Hann er giftur Guðrúnu Hrönn
Hjartardóttir og eiga þau þrjú
börn. Aron Baldursson sem gegnt
hefur stöðunni í rúm fimm ár læt-
ur nú af störfum að eigin ósk. mm
Svandís Svavarsdóttir, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur skipað starfshóp sem hef-
ur það hlutverk að fjalla um blóð-
töku á fylfullum hryssum. Hópn-
um er ætlað að skoða starfsemina,
regluverkið og eftirlitið í kring-
um hana. Í hópnum eiga sæti
þau Iðunn Guðjónsdóttir, sér-
fræðingur í atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytinu sem er for-
maður hópsins, skipuð án tilnefn-
ingar, Sigríður Björnsdóttir, yfir-
dýralæknir í hrossasjúkdómum
hjá Matvælastofnun (tilnefnd af
MAST) og Ólafur Páll Jónsson,
prófessor við Háskóla Íslands, til-
nefndur af Siðfræðistofnun Há-
skóla Íslands.
Ráðherra hefur falið hópn-
um að funda með hagaðilum auk
þess sem almenningi mun gef-
ast kostur á að tjá sig um störf og
tillögur hópsins á Samráðsgátt
stjórnvalda þegar þær liggja fyrir.
Starfshópurinn mun hefja störf á
næstu dögum og er ætlað að skila
ráðherra tillögum sínum fyrir 1.
júní nk. Verkefni starfshópsins er
aðskilið rannsókn Matvælastofn-
unar, en stofnunin rannsakar
nú meint alvarleg brot á velferð
blóðtökuhryssa. mm
Umhverfisstofnun auglýsir til-
lögu að starfsleyfi fyrir Matfugl
ehf. að Hurðarbaki í Hvalfjarða-
sveit, er varðar þéttbært eldi ali-
fugla (kjúklinga) en frá þessu segir á
vef sveitarfélagsins. Um er að ræða
stækkun á eldisheimild Matfugls ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir eldisrými
fyrir 136.000 fugla og að uppfylltum
skilyrðum fyrir frekari stækkun í eld-
isrými fyrir 192.000 fugla.
Framkvæmdin fór í mat á um-
hverfisáhrifum og birti Skipulags-
stofnun álit vegna þessa þann 14.
ágúst 2019. Í áliti Skipulagsstofn-
unar kemur fram að stofnunin telji
að neikvæðustu áhrif vegna stækk-
aðs kjúklingabús verði vegna ólykt-
ar frá eldishúsum og að áhrif á loft-
gæði á nærliggjandi bæjum vest-
an við Hurðarbak verði talsvert
neikvæð. Vegna óvissu um hversu
mikil óþægindi nágrannar Hurðar-
baks muni upplifa í kjölfar stækk-
unarinnar lagði Skipulagsstofnun
til að ekki yrði ráðist í fulla stækk-
un í 192.000 fuglastæði í einum
áfanga, heldur yrði heimiluð stækk-
un bundin við smærri áfanga. Að
teknu tilliti til álits Skipulagsstofn-
unar og hagkvæmra eininga rekstr-
araðila leggur Umhverfisstofn-
un því til að fyrsti áfangi stækk-
unar verði 136.000 fuglastæði. Að
loknum tveggja ára reynslutíma af
rekstri eldishúsanna og ákveðn-
um skilyrðum uppfylltum, er snúa
að losun lyktarvaldandi ammon-
íaks (NH3), verði heimilt að hefja
rekstur í viðbótareldishúsum að
fengnu samþykki Umhverfisstofn-
unar og heildareldisrými verði þá
fyrir allt að 192.000 fugla.
Starfsleyfistillagan tekur tillit til
þeirra krafna sem gerðar eru í bestu
aðgengilegu tækni (BAT-niður-
staðna) og starfsreglum um góða
búskaparhætti í landbúnaði ásamt
krafna skv. stjórn vatnamála m.t.t.
starfsvenja, losunar í loft (ryk/lykt)
og mögulegrar losunar næringar-
efna í nærliggjandi vatnshlot vegna
meðhöndlunar húsdýraáburðar.
Tillagan ásamt umsókn rekstr-
araðila verður aðgengileg á vefsíðu
Umhverfisstofnunar á tímabilinu
16. desember til og með 15. janúar
2022. vaks
Starfshópur um blóðtöku
hefur vinnu sína
Hjúkrunarheimili fengu aukin framlög
Tillaga að starfsleyfi fyrir
Matfugl ehf. í Hvalfjarðarsveit
Einar Gestur er nýr vallarstjóri hjá
Leyni. Ljósm. úr einkasafni.
Golfklúbburinn Leynir
kominn með vallarstjóra
Díana Ósk Heiðarsdóttir til vinstri og Hrafnhildur Harðardóttir.
Nýr markaðsstjóri til
starfa á Skessuhorni
Ragnar Smári tekur við
Fiskmarkaði Íslands