Skessuhorn


Skessuhorn - 05.01.2022, Page 17

Skessuhorn - 05.01.2022, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 17 Íslandsstofa og markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað und- ir samninga um samvinnu við er- lenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastaðar. Íslandsstofa og Markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en nú hefur sam- starfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfanga- staðastofa sem markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum. Samn- ingurinn er til þriggja ára frá 2021 til og með 2023. „Markaðssetning á áfanga- staðnum Íslandi er samvinnuverk- efni,“ segir Pétur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu. „Ísland hefur undanfarin ár markað sér stöðu sem þekktur áfangastaður en það hefur ekki gerst af sjálfu sér og við erum í stöðugri samkeppni við aðra áfangastaði. Árið um kring vinnur fjöldi fólks að því að vekja athygli á Íslandi til að skapa við- skiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum grein- um í öllum landshlutum. Við erum lítil í stóra samhenginu en með því að leggja saman krafta okkar náum við slagkrafti og þessir samningar eru liður í að efla gott samstarf.“ Unnið er eftir stefnumótun stjórnvalda um að tryggja sjálfbær- an vöxt ferðaþjónustu um allt land í krafti gæða og fagmennsku og að Ís- land verði leiðandi í sjálfbærri þró- un árið 2030. Meðal verkefna eru upplýsingamiðlun, samskipti við fjölmiðla og áhrifavalda, ráðgjöf um efni á vef og markaðsverkefni, upp- bygging á sameiginlegum mynda- banka og fleira. Slagkrafturinn aukinn „Markaðsstofur landshlutanna hafa unnið í þéttu samstarfi við Ís- landsstofu síðastliðin ár með áherslu á erlenda markaðssetningu,“ seg- ir Margrét Björk hjá Markaðsstofu Vesturlands. „Með því að formgera samstarfið og setja fjármagn í verk- efnin verður slagkrafturinn aukinn til muna. Það er því mikið fagnaðar- efni að stíga þetta skref og hlökkum við á Markaðsstofunum til að vinna áfram saman með Íslandsstofu að markaðssókn fyrir landið allt,“ segir Margrét Björk. Í tengslum við samningana heim- sóttu fulltrúar Íslandsstofu alla landshlutana til að hitta hagsmuna- aðila og kynna sér starfsemi og stöðu ferðaþjónustunnar. Markaðs- stofurnar stilltu upp dagskrá og sáu um leiðsögn um sína landshluta. Íslandsstofa er samstarfsvett- vangur atvinnulífs, hagsmunasam- taka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt. Með- al hlutverka Íslandsstofu er að leiða og hafa yfirsýn yfir ímyndar-, kynn- ingar- og markaðsstarf fyrir Ís- land sem áfangastað; sinna grein- ingarvinnu og miðlun gagna; efla og viðhalda viðskiptatengslum á erlendum mörkuðum; og vera gátt að Íslandi sem áfangastað. Mark- aðsstofur landshlutanna sinna álíka hlutverki hver fyrir sinn landshluta. Þar er skilgreind sérstaða og áhersl- ur í innviðauppbyggingu og mark- aðsmálum fyrir hvert svæði og sett fram í áfangastaðaáætlun. Markaðs- stofurnar gegna því mikilvæga hlut- verki við að miðla upplýsingum og markaðsefni frá sínu svæði til Ís- landsstofu og veita ráðgjöf ásamt því að taka þátt í ýmsum markaðs- verkefnum á grundvelli þessa samn- ings. mm Samstarf Íslandsstofu og markaðsstofanna Þessi mynd var tekin á Hótel Varmalandi í heimsókn Íslandsstofu í sumar þegar farin var vettvangsferð um Vesturland. Valdi praktíska íþróttagrein Eftir frjálsu íþróttirnar tók Krist- ín sér alfarið pásu frá íþróttum í fimmtán ár, en á þeim tíma gekk hún menntaveginn, bjó í Dan- mörku, kom heim, fór að starfa sem dýralæknir og stofnaði fjöl- skyldu. „Strákarnir okkar eru tveir. Sá yngri fæðist 2018. Í ljós kom að hann fæddist með stökkbreytt gen, litningagalla sem hefur í för með sér fötlun og þroskaskerðingu. Upp- eldi á barni með fötlun fylgir tals- vert álag og streita á fjölskylduna og má segja að til að bæta líðanina hafi ég farið að leita að íþróttagrein sem gæti hentað mér til að fá lík- amlega útrás en bæta um leið and- legu hliðina. Ég vildi finna mér ein- hverja keppnisíþrótt sem gæti hent- að. Þetta var snemma árs 2019, eða fyrir tæpum þremur árum og ég þá orðin 35 ára. Ég var náttúrulega ekki lengur jafn snögg og létt á mér og því hentuðu frjálsar íþróttir mér ekki. Skrifaði því á blað nokkrar íþróttagreinar sem kæmu til greina. Ég hafði prófað að æfa crossfit, kynnst lyftingum og fann að ég hafði styrk umfram meðal konu. Því valdi ég að byrja að æfa klass- ískar kraftlyftingar,“ segir Kristín. Í klassískum kraftlyftingum má einungis nota stuðningsbúnað, en ekki annan búnað. Klassískt lyft- ingafólk nýtir því eigin styrk, eða „lyftir á kjötinu“ eins og stundum er sagt. Kristín byrjaði að æfa lyft- ingar í mars 2019, kom sér upp æf- ingaaðstöðu heima á Laugalandi, og fyrsta mótið hennar var svo strax í apríl sama ár. „Ég fór að æfa með Kraftlyftingafélagi Akraness enda var það félag næst mér. Ég stefndi strax á að taka þátt á byrjendamóti og hef raunar verið að bæta mig allar götur síðan. Það er reyndar vaninn hjá þeim sem eru að byrja í nýrri íþróttagrein, bætingin er mest fyrst. Ég æfi og keppi í mínus 84 kílógramma flokki og er nú önnur á heimslista í þeim þyngdarflokki,“ segir Kristín. Í þjálfun hjá þeirri fremstu Alþjóðleg mót hafa riðlast undan- farin misseri vegna Covid-19 en á þessu ári tók Kristín engu að síður þátt í fjórum stórum mótum; RIG, Íslandsmeistaramótinu, HM í Sví- þjóð í október og loks EM í Svíþjóð í byrjun desember. Hún var stiga- hæsti keppandi mótanna hér heima. „Á HM í október var ég aldursfor- setinn í mínum aldurshópi, en samt með stysta ferilinn. Þar náði ég tveimur eða þremur Evrópumet- um, sem jafnharðan voru svo slegin af rússneskri lyftingakonu. Engu að síður hreppti ég bronsverðlaun á mótinu í hnébeygju og í saman- lögðu. Það stefndi svo í að ég og sú rússneska hittumst á EM í des- ember en sú rússneska meiddist og tók því ekki þátt og nú stefnir hún þar að auki á að fara niður um þyngdarflokk. Efst á heimslistanum er hins vegar bandaríska lyftinga- konan Amanda Lawrence. Hún hefur rosalega yfirburði í þessum þyngdarflokki, „best over all,“ sú stigahæsta frá upphafi. Ég er svo heppin að hafa fengið hana í janú- ar 2020 sem þjálfarann minn. Hún sendir mér prógrömm til að fara eftir, ég sendi henni myndbönd af lyftingunum mínum til baka og svo ræðum við saman. Samstarfið við hana hefur hjálpað mér mikið í æf- ingum og keppnum.“ Næsta ár verður spennandi Það var svo á EM í Svíþjóð í byrj- un desember sem Kristín kom, sá og sigraði; náði gulli í öllum sínum keppnisgreinum, þ.e. hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu; 560 kílóum í samanlögðu. „Þetta var al- veg draumamót hjá mér og náði þar öllum mínum markmiðum,“ seg- ir Kristín stolt. Hún segir að þessi stífa mótadagskrá á nýliðnu ári og einkum í haust hafi tekið sinn toll og því hafi hún afþakkað boð um þátttöku í RIG nú í endaðan janú- ar. „Ég stefni núna á Íslandsmótið í mars og næsta HM sem verð- ur í júní. EM verður svo í desem- ber. Undirbúningur fyrir svona stór mót krefst þess að maður haldi al- veg svakalegum fókus. Eftir þessa törn í haust ákvað ég að slaka að- eins á, en er þó hvergi nærri hætt. Næsta ár verður spennandi,“ segir Kristín Þórhallsdóttir Vestlending- ur ársins að endingu. mmKristín með Friðþjófsbikarinn sem Íþróttamaður Akraness 2020. Kristín í 100 m hlaupi á Landsmóti UMFÍ í Borgarnesi 1997, þá 13 ára gömul. Á mótinu vann hún til silfurverðlauna í flokki fullorðinna. Hún á enn þann dag í dag héraðsmet í langstökki og 100 m hlaupi. Kristín barnung hlaðin verðlaunapen- ingum á Héraðsmóti UMSB sem haldið var í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.