Skessuhorn - 05.01.2022, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 19
Hver var helsta lexía ársins?
Góðir hlutir gerast hægt... mjög hægt. Æðruleysi er list.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Mjög margt í rauninni. En helst þær fréttir að ég væri að
verða afi, kornungur eins og ég er.
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Já, sennilega flesta daga.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Að Covid fari fjandans til. Kannski fullmikil bjartsýni, en það
væri helber snilld!
Laufey Bjarnadóttir úr Eyja- og
Miklaholtshreppi:
Nýjar vinnureglur með
nýjum mjaltaþjóni
Hver er maður / kona
ársins?
Hefðbundið að nefna
einhvern af þríeykinu,
en við áhorf á þætti
á RUV á sunnudags-
kvöld (Hvunndags-
hetjur) gæti hún Helga
sjúkraliði á Vökudeild
Barnaspítala Hringsins
verið kona ársins á hverju ári, kynntist henni 2009 þegar ég
var þar í tvo mánuði með tvíburastelpurnar mínar, hún er eng-
ill í mannsmynd. En maður ársins hlýtur að vera eiginmaður-
inn sem hefur hrist fram úr erminni húskofa fyrir mjaltaþjón-
inn sem tók til starfa um miðjan desember.
Hvað var skemmtilegast á árinu?
Það var bara allt skemmtilegt, á mismunandi stigum, en
kannski stóð upp úr að komast á fótboltamótið til Vestmanna-
eyja og gista í Happy Camper í Herjólfsdal.
Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár-
inu vegna þú veist hvað?
Þetta „þú veist hvað“ kom ekki í veg fyrir neitt sem ég vildi
hafa gert, gerði allt sem ég vildi gera fyrir „þú veist hvað“.
Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu?
Svikni hérinn sem ég borðaði eftir langa vakt í fjósinu í des-
ember. Ótrúlegt hvað einfaldur matur getur verið góður
þegar maður er orðin langsvangur.
Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna?
Suðvestanáttinni með sinni súld og rigningu sem var nánast
linnulaust frá miðjum júní og út árið (vonandi hefnist mér
ekki fyrir það, núna er komið norðaustanrok).
Hver var helsta lexía ársins?
Hægt er að stunda heyskap og ná góðum (blautum) heyjum
með rúðuþurrkurnar á fullu.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Þegar það stytti upp og sólin skein part úr degi, maður sá fjöll-
in og bláan himinn (gosmóðan horfin).
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Um... það er góð spurning. Að vera bóndi setur mann í alls-
konar próf á hverjum degi. Jú, keyptum mjaltaþjón sem var
settur í gang í desember, það kallar á nýjar vinnureglur.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Geta komist á hestbak og riðið niðri í fjöru á endalausa gula
skeljasandinum sem er okkur dýrmætur kalkgjafi í endurrækt-
un túnanna.
Signý Óskarsdóttir úr Borgarnesi:
Saknar þess að knúsa
og kreista fólk
Hver er maður / kona ársins?
Móðir mín, Kara Jóhannesdóttir, er
kona ársins. Hún hefur sýnt seiglu og
óbilandi bjartsýni og mikinn húmor
í alvarlegum veikindum og með því
verið mikil fyrirmynd fyrir alla sem í
kringum hana eru.
Hvað var skemmtilegast á árinu?
Það skemmtilegasta á árinu var að
hefja jógakennaranám og dvelja í Skálholti í tíu daga í ágúst.
Það er gjöf sem ég gaf mér og sé ekki eftir. Ilmkjarnaolíur
og möntrusöngur eru samt ekki að heilla fjölskylduna eins og
mig en þau eru svo yndisleg að gefa mér rými fyrir allskonar
tilraunir og æfingar.
Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár-
inu vegna þú veist hvað?
Þetta sem þú veist hvað, hefur óneitanlega haft áhrif og hægt
á mér á köflum, sem reyndar hefur líka verið gott. Sérstak-
lega hef ég saknað þess að knúsa og kreista fólk sem mér þyk-
ir vænt um og geta tekið í höndina á fólki sem ég hitti. Maður
getur gefið svo mikið af sér með góðu handabandi og að knúsa
þá sem manni þykir vænt um er svo gott fyrir kærleiksorkuna.
Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu?
Heimaræktaður tómatur var það besta sem ég smakkaði á ár-
inu. Uppskeran hjá mér var nú frekar rýr en þeim mun betri.
Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna?
Ég myndi vilja safna saman allri kúgun í heiminum og brenna
hana.
Hver var helsta lexía ársins?
Helsta lexía ársins er hve heimurinn er í raun lítill og hvað það
er mikilvægt fyrir okkur jarðarbúa og jörðina að sýna hvert
öðru samkennd og vinna saman í kærleika að bættum heimi
og tækifærum fyrir öll börn heimsins, sama hvar þau fæðast.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Lífið.
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Já, ég prufað t.d. í fyrsta sinn fimm rithma dans sem ég mæli
með fyrir alla. Það var mjög orkugefandi og skemmtilegt.
Þegar ég fæ tækifæri til að víkka út þægindarammann minn
með því að stíga út fyrir hann þá geri ég það meðvitað því það
stækkar reynsluheiminn um leið og ég æfi mig í hugrekki og
skapandi hugsun.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Ég hlakka mest til að hitta nýtt fólk sem kemur inn í líf mitt,
halda áfram að fara út fyrir þægindarammann, vinna að skap-
andi verkefnum og halda áfram að þroskast og vonandi láta
gott af mér leiða. Ég hlakka líka mjög til þess þegar við öll
getum heimsótt þá sem okkur þykir vænt um án þess að eiga
það á hættu að færa þeim vágest.
Sigurður Hrafn Jökulsson úr Dalabyggð:
Dóri Demantur var besti
lambhrúturinn í Dölum
Hver er maður / kona
ársins?
Mér finnst Kristín Þór-
halls algjört æði, svona
gera alvöru kellingar.
Hvað var skemmtilegast á
árinu?
Það kitlaði egoið aðeins
að eiga besta lambhrút
í Dalasýslu (ég vona ég
sé ekki að leka neinu
leyndarmáli) það hef-
ur eitthvað lítið frést af
þessu. Dóri Demantur
heitir hann, og er skírð-
ur í höfuðið á Dóra á
Hundastapa og ég gaf
honum hann, þetta eru
tvö mestu sexy bíst sem ég veit um.
Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár-
inu vegna þú veist hvað?
Ég hafði ætlað mér að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið en djöf-
ull var ég feginn þegar það var ekki hægt..
Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu?
Reykt ærfille hjá Binna í Bjarnarhöfn sem hann gaf mér núna
á jólaföstunni, fallegt og gott eins og Binni.
Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna?
Niðurstöðum ullarmatsins frá Ístex, þið hljótið að skilja hvers
vegna.
Hver var helsta lexía ársins?
Þú ert það sem þú borðar.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Að hafa náð fullri heilsu.
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Ég reif mig nokkrum sinnum upp fyrir hádegi, það var helst
þegar tengdapabbi var í heimsókn.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Hlakka mest til að taka við verðlaunum á Landsmóti hesta-
manna í sumar, fyrir Maríu frá Vatni, sem vinnur 4ra vetra
flokk hryssna. Smá pressa á Agga Magg!
Sigurður Már Sigmarsson á Akranesi
Stefnir bróðir
Hver er maður / kona ársins?
Stefnir Örn Sigmarsson.
Hvað var skemmtilegast á árinu?
Fór í sumarhús í Hnífsdal og
Stefnir bróðir elti okkur þangað.
Hvað var það sem þú sérð mest eft-
ir að hafa ekki getað gert á árinu
vegna þú veist hvað?
Haldið fermingaveislu fyrir síð-
asta dropann (Kristinn Óli).
Hvað var það bragðbesta sem þú
smakkaðir á árinu?
Eldbökuð pizza hjá Stefni bróð-
ur.
Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna?
Jólagjöfinni frá Stefni bróður af því hún var ömurleg.
Hver var helsta lexía ársins?
EKKI böggast í Stefni bróður.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Varð afi.
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Nei, og geri aldrei.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Verða 50 ára og ferðast með Stefni bróður.
Valdís Inga Valgarðsdóttir
úr Hvalfjarðarsveit:
Góðar samverustundir
standa upp úr
Hver er maður / kona
ársins?
Ég er Þórólfsmann-
eskja, en verð líka
að nefna alla sem
vinna óeigingjarnt
starf í heilbrigðis-
geiranum, lögreglu,
björgunarsveitum,
slökkviliði... þetta
fólk er alltaf á vakt!
Hvað var skemmtileg-
ast á árinu?
Allar góðu samverustundirnar með fjölskyldunni, vinnufélög-
um, söngfélögum, dansfélögum og öðru skemmtilegu fólki
sem maður náði að hitta. Verð að nefna tvær gönguferðir yfir
Síldarmannagötur í frábærum félagsskap.
Hvað var það sem þú sérð mest eftir að hafa ekki getað gert á ár-
inu vegna þú veist hvað?
Sakna þess að hafa ekki náð að hitta stórfjölskylduna í árlegum
jólahitting, annað árið í röð.
Hvað var það bragðbesta sem þú smakkaðir á árinu?
Allur matur sem hún Aldís Birna eldar handa okkur í vinnunni.
Hverju viltu henda á áramótabrennuna og hvers vegna?
Öllu draslinu sem ég er búin að sanka að mér á efri hæðinni
(og veirunni ef hún brennur).
Hver var helsta lexía ársins?
Að vera auðmjúk og þakklát.
Hvað er það fallegasta sem gerðist á árinu?
Mér er efst í huga núna þessi unga kona sem gaf barni líffæri,
það er dásamlegt.
Fórstu út fyrir þægindarammann á árinu?
Já, já.
Til hvers hlakkar þú mest á nýju ári?
Samveru með fjölskyldu, vinum og vinnufélögum, söngfélög-
um og danshópnum mínum sem vonandi getur farið að hitt-
ast aftur. Og svo auðvitað hvað verður flott á efri hæðinni eft-
ir brennuna.