Skessuhorn - 05.01.2022, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2022 23
Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Dalabyggðar
Samvinna samfélagsins
í Dalabyggð
Aðspurður segir Krist-
ján Sturluson, sveitar-
stjóri Dalabyggðar, árið
í heildina tekið hafa ver-
ið gott, ef frá eru talin
Covid-19 áhrifin sem
eru býsna mikil alls stað-
ar. „Þeim tengist samt já-
kvætt hvernig starfsfólk
sveitarfélagsins hefur tek-
ist á við þessar aðstæð-
ur og sú samstaða sem
samfélagið í Dalabyggð
sýndi þegar upp kom
hópsmit en á tímabili var
um fjórðungur íbúa ann-
að hvort í einangrun eða sóttkví. Umhverfis- og loftslagsmál
eru alltaf að verða stærri þáttur og á árinu var tekið upp nýtt
fyrirkomulag í Dalabyggð með söfnun á sorpi þar sem lögð er
áhersla á aukna flokkun.
Á árinu var úthlutað lóðum fyrir fimm íbúðir sem verða
byggðar á árinu 2022. Þá er afskaplega ánægjulegt að börn-
um hefur fjölgað og á árinu var tekinn upp skólaakstur fyrir
leikskólabörn. Á næsta ári munu svo daggjöld leikskóla lækka
um 50%. Loks vil ég nefna sameiningarmál og vinnu við aðal-
skipulag. Bæði þessi atriði móta stefnuna fyrir samfélagið hér
í Dölum til framtíðar.“
Miklar framkvæmdir á áætlun
Kristján segir margt framundan í Dalabyggð. „Nýsamþykkt
fjárhagsáætlun Dalabyggðar gerir ráð fyrir miklum fram-
kvæmdum vegna byggingar íþróttamiðstöðvar, gatnagerðar
og tengdum framkvæmdum svo sem við vatns- og fráveitu.
Umhverfismálin halda áfram að vera fyrirferðamikil. Gert er
ráð fyrir að hreinsibúnaði vegna fráveitu fyrir Búðardal verði
komið upp og þá er aðeins eftir ný útrás og þá munum við
uppfylla gildandi reglur á þessu sviði.
Ég vona að tekin verði markviss skref í sameiningu sveitar-
félaga. Það blasir við að þyngra verður fyrir fæti í fjárhag
sveitarfélagsins á næsta ári. Þar er staða Dalabyggðar sú sama
og margra sveitarfélaga að tekjustofnar þurfa að vera styrk-
ari. Við erum t.d. að reka heilbrigðisstofnun sem er verkefni
ríkisins en ég er bjartsýnn á að nýr heilbrigðisráðherra sé til-
búinn að svara jákvætt erindum frá Dalabyggð sem varða þau
málefni. Maður hefur auðvitað áhyggjur af rekstrargrund-
velli landbúnaðarins sem er undirstaða fyrir hérað eins og
Dalabyggð. Framundan er þátttaka í verkefninu „Brothætt-
ar byggðir“ sem á örugglega eftir að gagnast vel í að gera gott
samfélag betra.“
Verkefnin og tækifærin næg
Aðspurður um hvernig árið 2022 leggist í hann segir Krist-
ján: „Það liggur ekkert annað fyrir en að horfa bjartsýnn á árið
2022, verkefnin og tækifærin eru næg. Vonandi mun landið
fara að rísa eftir farsóttina. Ég ber miklar væntingar til þess
að góð umræða verði um sameiningarmálin hér í Dalabyggð
í aðdraganda kosninga í vor þannig að hægt verði að halda
þeirri vegferð áfram eftir þær. Það er forsenda þess að við get-
um verið sjálfbær og haldið áfram að sækja fram.“
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri
Hvalfjarðarsveitar
Árið var ár upp-
byggingar og fram-
kvæmda
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit, segir
árið 2021 hafa verið gott að mörgu leyti, þrátt fyrir áfram-
haldandi áskoranir í heims-
faraldri. „Fyrst vil ég nefna
mannauð Hvalfjarðarsveit-
ar sem af festu og ábyrgð
stóð vaktina á oft krefjandi
tímum síðasta árs og börn-
in okkar sem hafa aðlagað
sig síbreytilegum aðstæð-
um í leik og starfi. Árið var
ár uppbyggingar og fram-
kvæmda í Hvalfjarðarsveit,
íbúum fjölgaði sem aldrei
fyrr, nýjar byggingar risu
í Krosslandi, Melahverfi
og víðsvegar í dreifbýl-
inu. Hlúð var að áfram-
haldandi góðri þjónustu við íbúa og undirbúningi framtíðar-
framkvæmda samhliða viðhaldsframkvæmdum. Atvinnusvæð-
ið á Grundartanga gefur góð fyrirheit, m.a. með fyrirhug-
aðri stækkun Norðuráls og fjölda nýrra starfa sem með henni
skapast, bæði til lengri og skemmri tíma litið, auk undirbún-
ings sem unnið er að við stofnun græns hringrásargarðs og
klasasamstarfs fyrirtækja á svæðinu en allt mun þetta styrkja
samfélagið okkar til framtíðar. Það var afar ánægjulegt að
geta í sumar haldið hátíðlega og glæsilega Hvalfjarðardaga
og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem að þeirri
hátíð stóðu, þátttakendum og gestum, kærlega fyrir þeirra
framlag er gerði þessa helgi svo eftirminnilega og skemmti-
lega. Verkefnið „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðar-
sveit“ fór einnig vel af stað og voru tvö skilti afhjúpuð á árinu,
við Hallgrímskirkju í Saurbæ og við félagsheimilið Miðgarð
og munu enn fleiri skilti verða sett upp á næstu mánuðum.
Framkvæmdir við nýja götu í Melahverfi, Lyngmel, hófust í
októberlok og munu lóðir þar auglýstar á næstu dögum en
gleðilegt er hversu mikill áhugi hefur verið og er á lóðum í
hverfinu sem er einkar veðursælt og ákaflega vel staðsett, t.d.
aðeins í fimm mínútna akstursfjarlægð frá atvinnusvæðinu á
Grundartanga.“
Stærsta, einstaka framkvæmdin
„Komandi ár verður, líkt og árið á undan, ár uppbyggingar
og framkvæmda í Hvalfjarðarsveit,“ segir Linda Björk. „Íbú-
um mun halda áfram að fjölga samhliða aukinni uppbyggingu
hvort sem er í dreifbýlinu eða þéttbýliskjörnum. Miklar fram-
kvæmdir eru fyrirhugaðar árið 2022, bæði nýframkvæmdir
sem og viðhaldsframkvæmdir. Stærsta, einstaka framkvæmd-
in er bygging nýs íþróttahús við Heiðarborg en auk þess
gerð opins svæðis í Melahverfi og áframhaldandi göngu- og
reiðhjólastígagerð. Lagning hitaveitu að Heiðarskólasvæð-
inu, Heiðarveitu, mun fara fram fyrri part ársins 2022 þar sem
tengst verður inn á lögn Veitna ohf. við Beitistaði og lögð
hitaveita að þeim bæjum í Leirársveit sem ekki hafa haft að-
gengi að hitaveitu. Þessi framkvæmd er langþráð en það var
ekki fyrr en nýverið sem Veitur ohf. gátu boðið vatn til þess
að af gæti orðið. Framundan eru einnig stórar viðhaldsfram-
kvæmdir við Heiðarskóla en þar verður farið í umfangsmikl-
ar þakviðgerðir auk lagfæringa innanhúss í ljósi nýkominn-
ar ástandsskýrslu. Áskoranir ársins felast í því að fylgja eftir
þeim mikla áhuga og meðbyr sem við finnum fyrir, að skipu-
leggja þriðja áfanga Melahverfis með fjölbreyttu lóðafram-
boði og áframhaldandi gatnagerð. Jafnframt þarf að gæta þess
að þjónustustig haldist óbreytt og að innviðir fylgi með fram-
tíðaruppbyggingu en í því skyni hefur m.a. verið áætlað fjár-
magn til þarfagreiningar leikskólamála.“
Full bjartsýni
Linda Björk segist full bjartsýni fyrir komandi ári enda ekki
annað hægt þegar horft er til þess sem framundan er í Hval-
fjarðarsveit. „Hvort sem litið er til íbúaþróunar, framkvæmda,
atvinnuuppbyggingar eða annarra þátta þá er framtíð Hval-
fjarðarsveitar björt. Ég ætla að trúa því að við komumst á betri
stað hvað varðar heimsfaraldurinn enda vísbendingar um að
bóluefni og ný afbrigði veirunnar hjálpi þar til. Að lokum óska
ég íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gæfu,
gleði og friðar á árinu, lifið heil.“
Sævar Freyr Þráinsson,
bæjarstjóri á Akranesi
Akranes siglt hratt út
úr Covid ástandi
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að árið
2021 sé er búið að vera á mjög margan hátt eftirminnilegt ár.
„Það sem hefur staðið upp úr er hversu hratt við á Akranesi
erum að sigla út úr þessu Covid ástandi efnahagslega séð. At-
vinnuástandið hefur lagast mikið en það hafði valdið mér tölu-
verðum áhyggjum árin tvö á undan. Það skiptir miklu máli því
þegar atvinnuástand og heilsa fólks er góð þá er svo auðvelt
að vinna með allt annað. Við höfum nýtt þennan meðbyr vel á
Akranesi og höfum verið í töluverðum uppbyggingarham og
erum að bæta í til framtíðar.“
Það er gríðarlega mikill áhugi
á uppbyggingu
Aðspurður um helstu verkefni og áskoranir sveitarfélagsins
segir Sævar: „Ætli það sé ekki að nýta þau tækifæri sem við
höfum fyrir framan okkur. Það er gríðarlega mikill áhugi á
uppbyggingu á Akranesi og að fjárfesta á Akranesi. Við ætlum
okkur að byggja upp töluverða innviði, bæði leikskóla, grunn-
skóla, frístundastarf og fyrir aðra til þess að gera gott samfé-
lag enn betra.“
Fullur tilhlökkunar að takast á við
spennandi verkefni
Sævar segir að árið 2022 leggst gríðarlega vel í hann. „Ég er
fullur tilhlökkunar að takast á við þessi spennandi verkefni
sem eru fyrir framan okkur. Það er gott að vera í smá afslöpp-
un yfir hátíðarnar því að það er gott að hlaða batteríin því
verk efnin eru næg,“ segir Sævar Freyr Þráinsson að lokum.
Þórdís Sif Sigurðardóttir,
sveitarstjóri í Borgarbyggð
Þakklæti og stolt
efst í huga
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri í Borgarbyggð segir að
þegar hún líti til baka yfir árið 2021 sé þakklæti og stolt henni
efst í huga. „Þakklæti til starfsfólks Borgarbyggðar sem vinn-
ur hörðum höndum að því að gera sveitarfélagið okkar betra
og nýtir til þess hugvit sitt, þekkingu og þor - þakklæti til íbúa
sveitarfélagsins, sem hafa svo sannarlega lagt lóð sín á voga-
skálina við að létta okkur lundina, með frumkvæði að upp-
byggingu og viðburðahaldi. Þetta hefur sýnt þá samstöðu sem
er til staðar í sveitarfélaginu og vilja margra til að sýna samfé-
lagslega ábyrgð.“
Þórdís bendir á að það sé ekki sjálfgefið að reyna að lifa eðli-
legu lífi með þeim takmörkunum sem hafa verið til staðar á
árinu. „Það hefur krafist mikils og góðs jafnaðargeðs, vera
lausnamiðað við útfærslur í starfsemi fyrirtækja og stofnana
og gera það sem hægt er að gera til þess að lifa innihaldsríku
lífi. Á árinu var haldin fyrsta Gleðiganga Vesturlands í Borg-
arnesi, sem gekk vonum framar þar sem allur bærinn tók þátt í
því að skreyta og gera daginn sem gleðilegastan. Einstaklings-
framtakið setti jafnframt mark sitt á Bjössaróló sem fékk smá
upplyftingu í anda þess sem áður var. Reykholtshátíðin og
Plan B standa alltaf fyrir sínu og umlykja sveitarfélagið menn-
ingu. Brákarhátíðin dreifði öngum sínum í ýmsar áttir og ný-
stofnað Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs stóð fyrir mörgum
göngum og uppbyggingu gönguleiða. Einnig var ánægjulegt
að fylgjast með nýrri atvinnustarfsemi sem leit dagsins ljós um
allt sveitarfélag. Lífið blómstrar í Borgarbyggð og vil ég sér-
staklega þakka öllum þeim sem stóðu að einhverjum viðburð-
um eða uppbyggingu í þágu samfélagsins fyrir sinn þátt í því
að gera sveitarfélagið okkar að enn betri stað til að búa í. Ég
veit að ég nefni ekki allt í þessu svari en íþróttaviðburðir, tón-
leikar og aðrir viðburðir er eitthvað sem ég er einnig virkileg
þakklát fyrir og bið ykkur að líta inn á við og taka hrósinu til
ykkar.“
Þórdís segir að góður rekstur sveitarfélagsins á árinu 2021 sé
eitthvað sem stendur upp úr. „Það að skila jákvæðum rekstri
Framhald á næstu síðu