Skessuhorn - 05.01.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 202224
undanfarin tvö ár er ekki sjálfsagður hlutur, sér í lagi ekki
þegar litið er til þeirra hremminga sem við urðum fyrir
vegna húsnæðismála. Það er jafnframt jákvætt að við höfum
leyst nokkur þeirra stóru húsnæðisvandamála sem við stóð-
um frammi fyrir. Leikskólinn Hnoðraból opnaði formlega
í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum strax í upphafi ársins
2021, Ráðhúsið verður um mitt ár 2022 sameinað á Digra-
nesgötu 2 og hlakka ég til að taka á móti íbúunum okkar á
nýjum stað. Aldan og áhaldahúsið munu síðan flytja í nýtt
húsnæði á árinu 2022.“
Styrktum stoðirnar
Ný og spennandi verkefni litu dagsins ljós árið 2021. Sam-
þætting leiðarkerfis sveitarfélagsins hófst síðla haust, þar
sem Strætó og skólabílar samþætta leiðir sínar sem nýtist
íbúum sveitarfélagsins og gestum og hefur verkefnið geng-
ið vel framan af. Nýsköpunar- og þróunarsetur í samstarfi
háskólanna á Vesturlandi var stofnað en um er að ræða
spennandi verkefni þar sem áhersla verður lögð á nýsköpun,
rannsóknir, fræðslu og frumkvöðlastarf. Þá var Grænfáninn
dreginn að húni í áttunda sinn í Grunnskólanum í Borg-
arnesi auk þess sem fánanum var einnig flaggað á Klepp-
járnsreykjum og á Varmalandi. Slökkvilið Borgarbyggðar
útskrifaði slökkviliðsmenn í fyrsta skipti og margir nýliðar
eru komnir til liðs við okkar öfluga slökkvilið, þar með tald-
ar nokkrar öflugar konur.
Stjórnsýsla Borgarbyggðar gekk í gegnum umbreytingarár,
en nýtt skipurit tók í lok árs 2020 gildi og hófst þá vinna við
að efla starfsemi sveitarfélagsins og auka skilvirkni og þjón-
ustu gagnvart íbúum og gestum Borgarbyggðar. Í upphafi
árs var komið á fót þjónustuveri þar sem lögð var áhersla á
að leysa sem flest erindi við fyrstu snertingu. Auk þess hófst
vinna við gerð verkferla og breytt vinnubrögð til að auka
þjónustustig og stytta meðferð erinda, með sérstaka áherslu
á skipulags- og byggingarmál. Við státum okkur af metnað-
arfullu teymi sem vinnur hörðum höndum í þágu íbúa og
leggur áherslu á fagmennsku í starfsháttum.
Stærsta uppbygging á
Kleppjárnsreykjum
„Á árinu 2022,“ segir Þórdís; „höldum við ótrauð áfram og
ætlum í enn frekari uppbyggingu innviða sveitarfélagsins og
góðri þjónustu við íbúa, sem er forsenda fyrir því að sveitar-
félagið okkur vaxi og blómstri. Á þessu ári hefst vinna við
endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem fram-
tíðarsýn verður mótuð með tilliti til allra þátta samfélags-
ins. Á árinu verður kláruð vinna við skipulagningu íþrótta-
mannvirkja og farið verður í framkvæmdir á gervigrasvelli
til æfinga og keppnishalds í Borgarnesi. Stærsta uppbygging
ársins er áætluð við Grunnskóla Borgarfjarðar, að Klepp-
járnsreykjum, en stór hluti húsnæðisins þar er nú ónothæft
sökum raka. Lagfæringar á Borgarbrautinni verða einnig
töluverðar, þar sem gatan verður að miklu leyti endurgerð
og gangstéttar lagfærðar þar sem þörf krefur. Það er því nóg
af stórum verkefnum á árinu sem við ætlum að halda vel
utan um og munu hafa mikla þýðingu fyrir íbúa okkar.“
Þórdís segir að eitt það ánægjulegasta sem er að gerast í
sveitarfélaginu er að íbúðarhúsnæði er að fjölga með fjölda
nýbygginga. „Á árinu munum við sjá fleiri tilbúnar lóðir til
úthlutunar, m.a. í Bjargslandi og á Hvanneyri, en á árinu
verður gerð ný gata á Hvanneyri fyrir íbúðarhúsnæði. Þessi
uppbygging og sú staðreynd að fyrirtæki í sveitarfélaginu
eru að styrkjast og skortir vinnuafl, hefur orðið til þess að
íbúum sveitarfélagsins fer aftur fjölgandi.“
Við höfum allt til brunns að
bera til að vaxa
Þórdís segist horfa björtum augum á árið 2022 og er full til-
hlökkunar að takast á við komandi verkefni. „Við höldum
áfram í uppbyggingu og undirbúningi fyrir komandi tíma.
Við leggjum áherslu á bætt aðgengi að þjónustu og gæði
hennar. Ég hlakka til að halda áfram á þeirri vegferð sem við
erum á. Borgarbyggð er í nálægð við allt sem skiptir máli,
eins og ómaði í ljósvakamiðlum landsins í sumar. Við höf-
um allt til brunns að bera til að vaxa í takt við breytt starfs-
umhverfi og nútímatækni sem gerir einstaklingum kleift að
starfa nánast hvar sem er, óháð staðsetningu. Íbúaþróunin
er jákvæð sem er mjög ánægjulegt og vonir standa til þess
að þróunin verði upp á við eftir því sem fram líður. Mikil
uppbygging er á öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins og
einnig erum við með tvo öfluga háskóla sem hafa verið í mik-
illi sókn undanfarin ár.
„Borgarbyggð verður enn eftirsóttari staður en nú til að búa
og starfa,“ segir Þórdís. „Okkur eru allir vegir færir í því sam-
félagi sem við búum í sem hefur einkennst af samkennd og
vilja til samfélagslegrar þátttöku eins og fram kom hér að
framan. Samfélagið okkar er auðugt og tækifærin eru mik-
il. Höldum áfram að að búa til jákvætt samfélag þar sem fólk
þrífst vel og dafnar. Ég er stolt af því sem þið, kæru íbúar og
starfsfólk, hafið lagt fram á árinu. Stolt af þolinmæði ykk-
ar allra til breyttra lifnaðarhátta og skerðinga sem hafa sett
mark sitt á líf okkar undanfarið. Árið hefur verið lærdómsríkt
og krefjandi fyrir okkur öll, en við stöndum sterkari að baki
þess. Ég hlakka til áframhaldandi samvinnu við ykkur á ár-
inu og vona að við fáum enn fleiri tækifæri til að hittast, ræða
saman og gleðjast saman á þessu nýja bjarta ári. Lífið bíður
þín í Borgarbyggð,“ segir Þórdís að lokum.
frg
Í útdrætti í Víkingalottóinu mið-
vikudaginn fyrir jól var Íslending-
ur sem datt í lukkupottinn. Hreppti
hann annan stærsta vinning sem
hingað til lands hefur komið frá
upphafi; 439 milljónir króna. Í til-
kynningu frá Íslenskri getspá kem-
ur fram að miðaeigandinn hafi átt
miðann sinn í áskrift. „Það var lítil
fjölskylda sem vann stóra vinn-
inginn. Fjölskyldufaðirinn, sem er
um þrítugt, hafði gerst áskrifandi
eftir að stóri vinningurinn kom til
landsins síðastliðið sumar og það
var ekki lengi að bera árangur, því
hann er nú rétt tæpum 439 milljón-
um krónum ríkari,“ segir í tilkynn-
ingu.
Vinningshafinn segist strax hafa
fengið ákveðinn fiðring þegar frétt-
ir byrjuðu að birtast á miðviku-
dagskvöldið um að áskrifandi á Ís-
landi hefði tekið þann stóra en
hann ákvað að bíða með að athuga
tölurnar enda á leiðinni á jólatón-
leika. „Mig langaði líka að upp-
lifa þetta símtal sem ég hef svo oft
heyrt um,“ sagði hann aðspurð-
ur og, mikið rétt, símtalið frá Ís-
lenskri getspá kom á endanum!
Vinningshafinn og kærastan eru nú
í íbúðaleit fyrir sig og lítið barn sem
þau eiga. Það var þó ekki kærastan
sem fékk fréttirnar fyrst. „Mín
fyrstu viðbrögð voru að hring ja
í mömmu!“ Hann kveðst ætla að
þiggja þá fjármálaráðgjöf sem Ís-
lensk getspá býður öllum þeim sem
hreppa stóra vinninga.
mm
Vegna margra ábendinga til Mat-
vælastofnunar um sölu og dreifingu
á unnum afurðum frá villtum fugl-
um, bendir stofnunin á að ekki má
selja afurðir gæsa, anda eða annarra
villtra fugla, né dreifa þeim, nema
með leyfi Matvælastofnunar eða
viðkomandi Heilbrigðiseftirlits-
svæðis. Auglýsing á Facebook get-
ur talist til sölu eða dreifingar.
Matvælastofnun er skylt og mun
fylgja eftir auglýsingum um sölu og
dreifingu á þessum afurðum.
„Undantekning er þegar veiði-
maður afhendir heilan fugl (óreytt-
an) til neytenda, markaða eða
veitingastaða. Sérhver meðhöndlun
á gæs telst sem vinnsla og er leyfi-
skyld ef selja eða dreifa á afurðun-
um. Þetta á t.d. við um pakkaðar
gæsa- og andabringur (kryddaðar
og ókryddaðar), um pate og kæfu
frá þessum fuglum og um grafnar
afurðir þeirra. Þegar neytt er villi-
bráðar sem hefur verið skotin þarf
ávallt að hafa í huga að hætta er á
að leifar af skotfærum getur leynst í
kjötinu og að blýmengun getur ver-
ið til staðar en blý er þungmálmur
sem ber að varast,“ segir í tilkynn-
ingu frá Matvælastofnun.
mm
Samtök íþróttafréttamanna til-
kynntu 29. desember niður-
stöðu í kjöri íþróttafréttamanna
um Íþróttamann ársins 2021. Þau
tíu sem höfnuðu í efstu sætunum
í kjörinu voru: Aron Pálmarsson
handknattleiksmaður, Bjarki Már
Elísson handknattleiksmaður, Júl-
ían J.K. Jóhannsson kraftlyftinga-
maður, Kári Árnason knattspyrn-
umaður, Kolbrún Þöll Þorradótt-
ir fimleikakona, Kristín Þórhalls-
dóttir kraftlyftingakona, Martin
Hermannsson körfuknattleiks-
maður, Ómar Ingi Magnússon
handknattleiksmaður, Rut Arn-
fjörð Jónsdóttir handknattleiks-
kona og Sveindís Jane Jónsdóttir
knattspyrnukona.
Það var Ómar Ingi Magnús-
son handknattleiksmaður sem varð
efstur í kjörinu og hlaut þann eft-
irsótta titil, Íþróttamaður ársins
2021. Ómar Ingi keppir með Mag-
deburg í Þýskalandi. Hann var
valinn í lið ársins í Þýskalandi. Í
öðru sæti varð Kolbrún Þöll Þorra-
dóttir fimleikakona og í þriðja sæti
Kristín Þórhallsdóttir kraftlyft-
ingakona úr Borgarfirði.
Það var kvennalandsliðið í hóp-
fimleikum sem tók titilinn fyrir
lið ársins að þessu sinni og þjálf-
ari ársins var Þórir Hergeirsson
þjálfari kvennaliðs Noregs í hand-
knattleik.
Einar í heiðurshöll ÍSÍ
Einar Vilhjálmsson frjálsíþrótta-
maður var við sama tækifæri valinn
í Heiðurshöll ÍSÍ og er hann 23.
einstaklingurinn sem þann heiður
hlýtur.
mm
Lionsklúbbur Ólafsvíkur stóð fyrir
árlegu leikfangahappdrætti og var
dregið út á aðfangadagsmorgun.
Vegna samkomutakmarkana var
ekki hægt að koma saman og var
því dregið í beinni útsendingu á
YouTube. Föst jólahefð er að mæta
á staðinn og fylgjast með útdrættin-
um, en nú fylgdist fólk með heima
í stofu. Vinninga var svo hægt að
vitja að útdrætti loknum. Vilja
Lionsmenn koma á framfæri þakk-
læti til þeirra sem styrktu happ-
drættið sem og til þeirra sem tóku
þátt.
þa
Annar stærsti lottó-
vinningur frá upphafi
Útdráttur leikfanga-
happdrættis í streymi
Sala og dreifing á unnum
afurðum villtra fugla
Einar Vilhjálmsson var valinn í
heiðurshöll ÍSÍ.
Ómar Ingi er Íþróttamaður ársins 2021
Ómar Ingi Magnússon íþróttamaður ársins 2021.