Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Side 2

Skessuhorn - 19.01.2022, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20222 Haldi sig til hlés VESTURLAND: Almanna- varnanefnd Vesturlands hefur áréttað þau tilmæli sóttvarnayf- irvalda að fólk hugi sérstaklega að því að mæta ekki til vinnu eða í skóla ef það finnur fyr- ir einkennum eða það gruni að það sé með smit. Þetta á jafnt við um þá sem eru bólusettir og þá sem eru það ekki. Ef einstak- lingar finna fyrir einkennum er mikilvægt að halda sig heima og skrá sig í kóvid PCR-próf í sam- ræmi við leiðbeiningar á covid. is. Þetta á jafnt við börn sem og fullorðna. -vaks Heilsu- og menningarstyrkir BORGARBYGGÐ: Borg- arbyggð styrkir frístunda- og menningariðkun öryrkja og eldri borgara með framlagi í formi árskorta í íþróttamann- virki Borgarbyggðar og í Safna- húsið. Þetta kemur fram á vef- síðu Borgarbyggðar. Markmið framlagsins er að hvetja ör- yrkja og eldri borgara til að taka þátt í heilsueflandi athöfnum og í menningarlífi í sveitarfé- laginu. Hægt er að nýta heilsu- og menningarstyrkinn í árskort í sund og líkamsrækt í íþrótta- miðstöðvum Borgarbyggðar og aðgang að sýningum í Safnahúsi Borgarfjarðar. Árskort í sund og líkamsrækt eru aðgengileg í íþróttamiðstöðvum Borgar- byggðar. Aðgangur að Safna- húsi er ókeypis fyrir öryrkja og eldri borgara gegn framvísun skilríkja. -vaks Erlendum ríkis- borgurum fjölgar LANDIÐ: Alls voru 54.905 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi 9. janú- ar síðastliðinn og fjölgaði þeim um 3.527 frá 1. desember 2020, eða um 6,9%. Erlendir ríkis- borgarar eru því við upphaf ársins 14,6% landsmanna. Á sama tímabili fjölgaði íslensk- um ríkisborgurum sem eru með skráða búsetu hér á landi um 4.102 einstaklinga, eða um 1,3%. Pólskum ríkisborg- urum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 227 einstaklinga og voru 21.096 talsins um síðustu mánaðamót, eða 5,6% lands- manna. -mm Efna til hugmyndasamkeppni um Breiðina á Akranesi Breið þróunarfélag hefur efnt til hugmyndasamkeppni fyrir hönd Brims hf. og Akraneskaup- staðar um skipulagningu á Breið á Akranesi. Um er að ræða opna hugmyndasamkeppni fyr- ir um 16 hektara svæði með ýmsa möguleika. „Þetta er eitt falleg- asta svæði á Akranesi þar sem hafa orðið breyttar forsendur á at- vinnuháttum. Þar er ekki lengur fiskvinnsla eins og áður og standa því þarna meira og minna vannýtt svæði í dag. Þetta er einstakt svæði og mikil náttúruperla og við vilj- um fá sem flestar hugmyndir um hvernig við getum nýtt svæðið og gert það stórbrotið á landsvísu,“ segir Valdís Fjölnisdóttir fram- kvæmdastjóri hjá Breið í samtali við Skessuhorn. Þrjár bestu tillögurnar fá pen- ingaverðlaun en fyrsta sætið fær 15 milljónir, annað sæti fimm millj- ónir og það þriðja þrjár milljón- ir. „Ég hef ekki heyrt um hærri peningaverðlaun fyrir svona hug- myndasamkeppni á Íslandi. Það er því til mikils að vinna fyrir góða hugmynd,“ segir Valdís og hvetur um leið alla arkitekta og aðra fag- aðila að taka þátt í samkeppninni. Aðspurð segir hún að þátttakend- um séu ekki settar neinar skorð- ur er varðar hugmyndirnar en að áhersla verði lögð á nýsköpun og sjálfbærni, með hringrásarhag- kerfið að leiðarljósi. „Þetta er al- veg opin hugmyndasamkeppni en auðvitað viljum við setja fókus á gríðarlega fallega strandlengju sem býður upp á marga valmöguleika, þessa hvítu strönd, fallegt fuglalíf og stórbrotið útsýni,“ segir Valdís. Hægt er að senda inn hugmynd- ir til 29. apríl nk. Þá mun dóm- nefnd fara yfir allar hugmynd- ir og niðurstaða á að liggja fyrir í júní. En í dómnefndinni eru m.a. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Guðmund- ur Kristjánsson, forstjóri Brims, sem er formaður dómnefndar. „Næsta skref þar á eftir verður að semja við þá aðila sem komu með bestu hugmyndirnar en við áskilj- um okkur auk þess rétt á að kaupa áhugaverðar tillögur þó þær séu kannski ekki í vinningstillögunni,“ segir Valdís. „Við erum gríðarlega spennt að sjá þetta svæði taka á sig mynd en þetta er mjög gott tæki- færi fyrir arkitekta og aðra fagað- ila. Ljóst er að ef vel tekst til mun uppbygging á Breiðinni styðja við og efla byggðina á Neðri-Skag- anum á Akranesi og framtíðar- verðmæti kaupstaðarins af upp- byggingu verða mikil. Þá mun fjöl- breytt starfsemi á Breiðinni styrkja bæjarfélagið til lengri tíma sem við, hjá Breið þróunarfélagi, höf- um mikinn metnað fyrir að skili ávinningi fyrir samfélagið,“ bætir hún við. arg/ Ljósm. aðsendar Hér er svæðið sem um ræðir afmarkað. Horft yfir Akranes og Breiðin neðst til hægri á mynd. Bóndadagurinn er á föstudaginn og þá gleðjast þeir sem vilja gæða sér á þorramatnum. Sumir vilja eingöngu súrmetið í stórum stíl á meðan þess- ir vandlátu vilja helst bara harð- fisk með smjöri. Þó er um að gera að láta vaða og smakka sem mest þó að þeir sem eldri eru viti nú vafa- laust hvað þeir vilja helst. Þá er alltaf gaman að leyfa börnunum að fikra sig áfram í að smakka enda er þorra- maturinn afbragðs matur að flestu leyti en það fer auðvitað eftir smekk og skoðun hvers og eins. Aðal mál- ið er að þetta er skemmtileg hefð og býður upp á það að fólk hittist og geri sér hóflega glaðan dag í amstri hversdagsins á tímum kórónufar- aldursins. Á fimmtudag verður sunnan- og suðvestanátt, 8-15 m/s. Rigning á köflum sunnan- og vestanlands en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig undir kvöld. Á föstu- dag má búast við suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning en áfram þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 3 til 8 stig. Dregur úr úrkomu eftir há- degi og kólnar með éljum seinni- partinn. Á laugardag er gert ráð fyr- ir allhvassri suðvestanátt og slyddu eða snjókomu en rigning suðaust- anlands og úrkomulítið á Norðaust- urlandi. Hiti 0 til 5 stig en kólnar seinnipartinn. Á sunnudag eru lík- ur á suðvestlægri átt með éljum á vesturhelmingi landsins en annars bjart með köflum. Talsvert frost víð- ast hvar. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvert er uppáhalds bakkels- ið þitt í bakaríinu?“ 30% sögðu „Vín- arbrauð,“ 23% sögðu „Annað,“ 20% sögðu „Snúður,“ 10% sögðu „Klein- ur,“ 9% sögðu „Kökur og tertur“ og 7% sögðu „Kleinuhringir.“ Í næstu viku er spurt: Heldur þú upp á bóndadaginn? Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi komst á mánudag í 8-liða úrslit Gettu betur sem hefjast 4. febr- úar. Þetta er í fimmta sinn í sögu Gettu betur sem FVA kemst í 8-liða úrslit en besti árangur skólans náð- ist árið 2015 þegar liðið komst í und- anúrslit gegn Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og tapaði naumlega 22:19. Björn Viktor, Kristrún Bára og Sigrún Freyja eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Horft yfir Breiðina. Hundruð fyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa útvistað launavinnslu til okkar. Bókaðu fund á www.bokad.is. Láttu okkur hjá KPMG Bókað sjá um launavinnslu fyrirtækisins Þú notar t ímann í reksturinn Við reiknum launin Við sjáum um skilagreinar 100

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.