Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 16

Skessuhorn - 19.01.2022, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202216 vfs.is VERKFÆRASALAN • S Í Ð U M Ú L A 9 , R E Y K J AV Í K • D A L S H R A U N I 1 3 , H A F N A R F I R Ð I • T RY G G VA B R A U T 2 4 , A K U R E Y R I • S : 5 6 0 8 8 8 8 • v f s . i s Íslenska landslið karla í hand- bolta byrjaði afskaplega vel á Evrópumótinu sem nú er haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Liðið mætti Portúgal í fyrsta leik og vann sannfærandi fjögurra marka sigur, 28:24. Næst mætti liðið Hollandi á sunnudaginn í hörkuleik og náðu strákarnir á tímabili fimm marka forystu áður en við tók erfiður kafli þar sem Hollendingar söxuðu hratt á forystuna. Íslensku strákarnir náðu sér á strik á lokakaflanum og lönduðu að lokum eins marks sigri, 29:28, eftir æsispennandi lokamín- útur. Er íslenska liðið því með fullt hús stiga þegar þetta er skrifað en síðasti leikur liðsins í riðlinum var ekki búinn þegar Skessuhorn fór í prentun í gær, en það var afar þýð- ingarmikill leikur gegn Ungverja- landi. Fari svo að Ísland komist áfram í milliriðil er ljóst að liðið á verð- ugt verkefni fyrir höndum en þar mæta strákarnir Danmörku og Svartfjallalandi úr A-riðli og Frakk- landi og Króatíu úr C-riðli. Keppni í milliriðli hefst á morgun, fimmtu- daginn 20. janúar. arg/ Ljósm. HSÍ Íslensku strákarnir mættu til leiks á EM á föstudaginn. Íslensku strákarnir byrjuðu EM af krafti Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik í horninu bæði gegn Portúgal og Hollandi. Úr hörkuspennandi leik Íslands og Hollands á sunnudaginn. Sigvaldi Björn Guðjónsson var maður leiksins bæði gegn Portúgal og Hollandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.