Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Page 24

Skessuhorn - 19.01.2022, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202224 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Ég er og hef alltaf verið mikill Snæ- fellingur og hef aðeins lagt við hlustir í sambandi við sameiningu sveitarfélaga hér á Nesinu. Það brennur á mér að allt sem snýr að sameiningu verði vel ígrundað og vandað til verka. Til að það heppn- ist tel ég alltaf að samtal og samráð við íbúa sé mjög mikilvægt, dæmin hafa sýnt það. Það sem er framundan hjá okk- ur 19. febrúar er kosning um hvort okkur hugnist sameining við ná- granna okkar í Snæfellsbæ. Skoðun mín hefur lengi verið að Snæfells- nesið eigi að verða eitt sameinað sveitarfélag. Ég held að við eigum ekki að bíða með það lengur. Nú er tími smásameininga liðinn og kominn tími til að við þorum að stíga stóra skrefið. Ef við hins vegar þurfum að taka sameininguna í minni skrefum held ég að farsælast sé að sameinast þangað sem þjón- ustan er sótt. Aðeins um skólamálin sem hafa eðlilega verið mikið rædd. Hvað er það sem segir að ef Snæfellsnesið sameinast í eitt stórt flott sveitarfé- lag að það verði ekki hægt að halda úti einum skóla á sunnanverðu nes- inu? Ég þekki ágætlega til í Borgar- byggð og veit að þar hafa ungmenni val. Ungmenni fara í Borgarnes í skóla ofan úr héraði eða vestan af Mýrum á meðan börnum sem búa í Borgarnesi hentar betur smærra skólasamfélag og hafa því val um að fara í minni skóla. Þetta þarf allt að ræða ef til kemur en mér finnst ekki hægt að stilla hlutum þannig upp núna að það sé annað hvort eða. Í dag eru ansi mörg börn keyrð á einkabílum í Stykkishólm í skóla og tómstundir. Fólk hefur þurft að flytja lögheimili sín þangað til að standa straum af kostnaði við skóla- gjöldin. Ég get ekki séð að samein- ing í Snæfellsbæ leysi vanda þessa hóps. Metnaðarfullur framhalds- skóli er í Grundarfirði og það er gott sjúkrahús í Stykkishólmi þar sem íbúar sækja læknisþjónustu auk þess sem bændur geta fengið þjónustu tengda landbúnaði. Póst- þjónustan kemur frá Stykkishólmi. Hvaða þjónustu sækja Eyja- og Miklhreppingar í Snæfellsbæ? Ég sé fyrir mér eitt sameinað sveitarfélag – Snæfellsnes, ef vand- að er til verka náum við heilmik- illi hagræðingu í rekstri – eitt stórt myndarlegt sveitarfélag með sam- einaðri – ansi víðri sveit, nokkr- ir þéttbýliskjarnar, hver með sína sérstöðu, eitt atvinnusvæði og sam- einað íþrótta- og æskulýðsstarf svo eitthvað sé nefnt. Ég sé til að mynda fyrir mér aukna samvinnu okkar sem búum hér á sunnanverðu Nesinu, hún verður ekki minni þó farið verði í stærri sameiningu. Í sveitarfélagi eins og Eyja- og Miklaholtshreppi tel ég að samein- ing og stækkun sé mjög nauðsyn- leg, aðhald í stjórnsýslu og mikl- ir möguleikar á að gera góða sveit enn betri. Góðar stundir og í öllum guðs bænum, fylgið hjartanu og kjósið. Veronika G. Sigurvinsdóttir Höf. er íbúi í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hið árlega Þorrablót Skaga- manna fer fram á laugardaginn og eins og í fyrra verður það í streymi vegna samkomutak- markana. Blótið verður á svipuð- um nótum eins og í fyrra. Sjötíu og níu menningarfélag, árgang- ur 1979 sér um blótið eins og í fyrra og verður blótinu streymt í beinni útsendingu frá Bárunni Brugghúsi eins og í fyrra! Skessu- horn heyrði hljóðið í Guðrúnu Lind Gísladóttur, sem er í undir- búningsnefnd árgangsins og seg- ir hún að undirbúningurinn hafi gengið mjög vel en kóvidið væri aðeins að stríða þeim. „Við höf- um aðeins þurft að endurskipu- leggja, bæði svæðið sem við erum að vinna með á Bárunni og svo að skipta út skemmtikröftum sem hafa verið að næla sér í veiruna á síðustu dögum. Sem betur fer eru ekki margir uppteknir þessa helgi og því gengur það ágætlega að fá nýja í staðinn.“ Guðrún segir að miðasalan hefjist í dag, miðvikudag, og þau geri ráð fyrir því að það verði fleiri en í fyrra því nú geti einung- is tíu verið saman í rými en voru tuttugu í fyrra. „Vonandi verður því meiri sala hjá okkur á streym- inu, við gerum ráð fyrir helm- ingi minni partíum og fólk horfi á þetta með fjölskyldunni en að það verði helmingi meira fjör í stað- inn.“ Verða vonandi á Vestur- götu á næsta ári Guðrún Lind segir að þau leggi upp með svipaða dagskrá eins og í fyrra og segir að prestarnir mæti, Skagaskopið verður í boði 1981 ár- gangsins, happdrættið verður á sín- um stað, Iddi Biddi með sketsa, gamlir tónlistarmenn af Skagan- um kíki við og vinsælir tónlistar- menn stígi á svið. „Í fyrra vorum við svolítið að finna upp hjólið og það gekk bara mjög vel þannig að við höfum í sjálfu sér þannig mót- að formið á þessu hvernig þetta á að vera í ár. Að því leytinu til er þægi- legra fyrir okkur að gera þetta núna eins og í fyrra þrátt fyrir að það hefði verið mikið skemmtilegra að vera á Vesturgötunni en það verður vonandi á næsta ári.“ Streymið í fyrra vinsælt Guðrún segir að hún hafi verið að líta á streymið frá því fyrra og séð að það er búið að horfa á það alls 2300 sinnum og ljóst að einhverj- um hafi þótt þetta gaman en alls seldust tæplega 500 streymi í fyrra. „Aðalbreytingin í ár er sú að við komum ekki nálægt matarmálun- um, það kemur beint frá veitinga- stöðunum og þeir ætla að auglýsa á facebook síðunni hjá okkur. Leiðin til að fá happdrættismiða í ár er því sú að kaupa miða á blótið í streymi en í fyrra fylgdi happdrættismiði með matarbökkunum en það verð- ur ekki í ár.“ Að lokum segir Guðrún að þetta verði vafalaust góð skemmtun og þau séu spennt fyrir kvöldinu enda ekki mikið annað í boði þetta kvöld. Þau vona bara að fólk taki vel í þetta, setjist fyrir framan viðtækin og eigi gott kvöld saman. vaks Pennagrein Meira um sameiningarmál Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri kynnti valið á Skagamönnum ársins 2020. Hulda Gests og Sigmar Már tóku við verðlaunum fyrir hönd vinnufélaga sinna. Þorrablót Skagamanna í streymi á laugardaginn

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.