Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Side 32

Skessuhorn - 19.01.2022, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202232 Keppni í 16-liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni fram- haldsskólanna, hófst á mánudags- kvöldið og voru þrjár viðureign- ir á dagskrá. Kvöldið hófst á viður- eign Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra. Þar hafði FVA bet- ur með 28 stigum gegn 11 og FVA er þar með komið í 8-liða úrslitin. Menntaskólinn í Reykjavík komst einnig áfram með 33-15 sigri á Framhaldsskólanum á Húsavík og í síðustu viðureign kvöldsins var það Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sem hafði betur gegn Tækniskólanum, úrslitin 39-25. FVA, MR og FG eru þar með komin í átta liða úrslit sem fara fram í sjónvarpssal. Fimm skólar bætast svo við í dag, miðvikudag, þegar 16-liða úrslitunum lýkur. Í fyrstu umferð keppninn- ar keppti lið Menntaskóla Borg- arfjarðar við Menntaskólann á Tröllaskaga. Þeirri viðureign lauk með sigri Menntaskólans á Tröllaskaga 11-7. vaks Stjórn Lista- og menningarsjóðs Stykkishólms kom saman til fund- ar föstudaginn 7. janúar síðastliðinn í ráðhúsi bæjarins. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn snemma í des- ember og var umsóknarfrestur til 4. janúar. Alls bárust sjö umsóknir í sjóðinn en þetta kemur fram á vef- síðu Stykkishólmsbæjar. Stjórnin fór yfir umsóknir og var niðurstaða stjórnar um úthlutun eftir farandi: Norska húsið o.fl. fékk 300 þúsund króna styrk vegna Mið- stöðvar og mangarar - Útiskiltasýn- ing, Anna Sigríður Melsteð fékk 450 þúsund krónur vegna Saga og menn- ing, 3. áfangi - rafræn miðlun, Skóg- ræktarfélag Stykkishólms fékk 400 þúsund krónur vegna Saga Skóg- ræktarfélags Stykkishólms og Sól- veig Ásgeirsdóttir fékk 50 þúsund króna styrk vegna bókaútgáfu. vaks Líklega hefur það verið á gamlárs- kvöld sem styggð komst að þrem- ur hrossum af 23 í stóði í umsjón Einars Ólafssonar hrossabónda í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholts- hreppi. „Ég taldi í hópnum í lok árs og þá voru hrossin öll. Fljótlega á nýju ári kom í ljós að þrjú vantaði í hópinn og hófum við strax eftir- grennslan,“ segir Einar í samtali við Skessuhorn. „Í fyrstu fundum við þau ekki þrátt fyrir talsverða leit. Leituðum m.a. inn Núpár- dalinn og upp í Núpaskarð en fundum ekki. Þá var farið að leita með dróna og sjónaukum og sást til hrossanna þar sem þau voru kom- in langleiðina upp á topp á fjalls- strýtuna Skyrtunnu sem er ríflega 900 metra hátt fjall hér inni á miðj- um fjallgarðinum. Þar voru hrossin búin að koma sér í sjálfheldu í um 800 metra hæð.“ Einar fékk til liðs við sig vask- an hóp fólks, meðal annarra vana fjallabjörgunarmenn úr Björg- unarfélagi Akraness og Atla bónda í Dalsmynni. Héldu þeir áleið- is að fjallinu á þremur sexhjólum og fjórhjóli í birtingu mánudaginn 10. janúar. Veður var slæmt, en ekið eftir GPS staðsetningartækj- um. Á fjallið fóru fjallabjörgunar- mennirnir búnir mannbrodd- um, böndum og öðrum búnaði til fjallaklifurs. Færðin á fjallinu var erfið; klakabunkar og harðfenni og skyggni auk þess lítið. Mann- skapurinn fann þó hrossin og tókst að koma múl á tvö þeirra áður en haldið var í humátt niður snar- bratta hlíðina. Heimferðin gekk þó ekki áfallalaust. Á einum stað runnu bæði hross og menn nið- ur ísilagða brekkuna, um þrjátíu metra. Enginn slasaðist en annað mýlda hrossið slapp og stökk ásamt því lausa frá mönnum. Var ákveðið að skilja þau eftir. Þannig tókst að endingu að koma einu hrossanna til byggða í þessum áfanga. Ferðin tók um átta tíma og komið heim að Söðulsholti í myrkri. Dagana á eftir var veður ófært til leitar, látlaus lægðagangur. Enn voru tvö hross í fjallinu og þegar smá glenna kom fimm dögum síð- ar fór hópur fólks til leitar. Með- al björgunarsveitarmanna var Ron- aldo Diaz, þaulvanur björgunar- sveitarmaður frá Bifröst og hafði hann dróna með í för. Eftir um- fangsmikla leit á Skyrtunnu og í Núpárdal á laugardaginn fundust hrossin loks og tókst að reka þau í aðhald á Dalsmynni og þaðan í Söðulsholt. Nokkuð var af hross- unum dregið eftir flakkið og hag- leysið en þau eru nú að sögn Einars óðum að braggast. Þurfa að byrja hægt að nærast og þá eru þau hreyfð reglulega í reiðhöllinni til að koma meltingunni sem fyrst í gang. mm Lið MB sem tók þátt í Gettu betur í ár. Aftari röð: Jóhann Haraldur, Elfa Dögg og Kolbrún Líf. Fyrir framan þau eru þeir Þórður Logi og Bjartmar Áki sem voru varamenn ásamt Jöru Nataliu sem er ekki á myndinni. jósm. MB. FVA komið í átta liða úrslit í Gettu betur Lið FVA í Gettu betur: Kristrún Bára, Björn Viktor og Sigrún Freyja. Ljósm. ruv.is Stykkishólmsbær. Ljósm úr safni Úthlutað úr Lista- og menningarsjóði Stykkishólms Draumadís og Spaði á sunnudaginn þegar þau voru komin í hús í Söðulsholti. Samsett mynd/ Halldóra Einarsdóttir. Þrjú hross stukku til fjalla Þegar hrossin fundust fyrst mánudaginn 10. janúar voru þau í 800 metra hæð uppi í fjallinu Skyrtunnu. Ljósm. Sigurður Ingi Grétarsson. Hér er verið að reka hrossin áleiðis til byggða á laugardagskvöldið. Ljósm. Ronaldo Diaz. Hér eru hrossin tvö komin í aðhald á Dalsmynni á laugardagskvöldið. Ljósm. Halldóra Einarsdóttir

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.