Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 33

Skessuhorn - 19.01.2022, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 33 Búfræðings í Hvalfjarðarsveit Dagur í lífi... Nafn: Elín Ósk Gunnarsdóttir Fjölskylduhagir/bú- seta: Gift Magnúsi Má Haraldssyni, eigum þrjú börn; Harald Magnús 9 ára, Sóleyju Margréti 7 ára og Arnar Marinó 4 ára. Við eigum einnig tvo hunda, þær Loppu og Nettu og kisuna Skoppu. Búum í Belgs- holti í Melasveit. Starfsheiti/fyrirtæki: Búfræðingur hjá Belgs- holti ehf. og sveitar- stjórnarfulltrúi í sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar. Áhugamál: Kýrnar og þeirra velferð, prjóna- skapur og ýmis félags- og samfélagsmál. Dagurinn: Fimmtudagurinn 13. janúar 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði um klukkan 7:45, klæddi mig og fékk mér vatnsglas. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Fékk mér ristað brauð þegar ég kom inn úr fjósi um klukkan 10:30. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fór fótgangandi út í fjós klukkan 7:50. Fyrstu verk í vinnunni? Líta yfir fjósið, athuga með stöðuna á heyinu hjá kúnum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Reyna að loka einni af hurðinni á fjósinu en rokið feykti mér um koll. Náðum þó að lokum að loka hurðinni og komumst óslösuð inn. Hvað gerðirðu í hádeginu? Setti í þvottavél, gaf börnunum að borða og fékk mér að borða. Hvað varstu að gera klukkan 14? Kíkti aftur út í fjós og gaf kálf- unum hey. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Var búin um klukkan 19:30 í fjósinu, síðasta sem ég gerði var að sjá til þess að nóg hey væri hjá kúnum og ró- bótinn skolaður. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Sinnti heimili og börnum. Hvað var í kvöld- mat og hver eldaði? Magnús græjaði ham- borgara. Hvernig var kvöldið? Rólegt, spiluðum við krakkana áður en þau fóru að sofa, horfð- um svo saman á þætti í sjónvarpinu þegar krakkarnir voru sofnaðir. Hvenær fórstu að sofa? Um klukkan 1. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tannbursta og slökkva ljósin. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Að hafa fokið tvisvar sinnum á rassinn í rokinu! Eitthvað að lokum? Verið góð við hvert annað! Það eiga allir rétt á sínum skoðunum! Ökuskóli allra landsmanna Upplýsingar, verð og skráning inn á www.aktu.is AKTU inn í nýja áriðVerkleg kennsla í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki 24. mars 5. maí 9. júní Næstu námskeið Næsta námskeið hefst 17. feb. MEIRAPRÓFFjarkennsla ERT ÞÚ AÐ FYLGJAST MEÐ? Sími 433 5500 - skessuhorn@skessuhorn.is www.skessuhorn.is RAFRÆN ÁSKRIFT • BLAÐÁSKRIFT

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.