Skessuhorn - 02.02.2022, Side 1
arionbanki.is
Engin lántökugjöld á
100% rafmagnsbílum
Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 5. tbl. 25. árg. 2. febrúar 2022 - kr. 950 í lausasölu
Ert þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
Tilboð gildir út janúar 2022
Gos úr vél frá CCEP fylgir með
HOT DOG & A CAN
OF COCA COLA
499 kr.
& Coke í dós
PYLSAÞau Ragnheiður Sigurðardóttir og Kristján Guðmundsson í Grundarfirði hafa undanfarna daga þurft að sæta einangrun en þau nældu sér í pest sem kallast Covid-19. Þá
undanþágu má gera við slíkar aðstæður að fara má daglega í gönguferð til að fylla lungun af hreinu lofti. Nóg var af slíku lofti í vestan hríðarveðri sem gekk yfir landið á
sunnudaginn. Því má bæta við að þau segjast bæði við góða heilsu og biðja að heilsa fólkinu sem þau mega ekki hitta. Ljósm. tfk.
Í janúar hafa hundruðir jarðskjálfta
orðið á afmörkuðu svæði á Þór
eyjartungum í ofanverðum Borgar
firði. Stærstu skjálftarnir til þessa
voru 3,3 stig að kvöldi þriðjudags
í síðustu viku en síðan varð ann
ar stærri, upp á 3,7 stig, skömmu
eftir miðnætti aðfararnótt þriðju
dagsins 1. febrúar. Skjálftarnir eiga
allir upptök sín á fjalllendinu ofan
við Flókadal og Lundarreykjadal
en næstu bæir við upptökin eru
m.a. Oddsstaðir í Lundarreykjadal
í um níu kílómetra fjarlægð, Hrísar
í Flókadal, Augastaðir í Hálsasveit
og Steindórsstaðir í Reykholtsdal í
um eða yfir tíu kílómetra fjarlægð.
Á þessum bæjum hefur fólk fund
ið vel fyrir skjálftunum og húsdýr
orðið óróleg.
Að sögn Einars Bessa Gests
sonar, náttúruvársérfræðings á
Veðurstofu Íslands, eru þetta svo
kallaðir innflekaskjálftar þar sem
þeir eru utan flekaskila og fleka
móta og ekki inni á eldvirku svæði.
„Skjálftarnir verða líklega vegna
einhverra spennubreytinga inni á
flekanum. Flekamótin eru þarna
austan við þetta svæði og hugsan
legt er að einhverjar hreyfingar
séu á flekamótunum sem hafa
þessi áhrif inn á flekann. En eins
og Páll Einarsson hefur bent á
er þetta mjög verðugt rannsókn
arefni,“ segir Einar Bessi í sam
tali við Skessuhorn. „Í Borgarfirði
hafa komið svona hrinur af inn
flekaskjálftum í gegnum árin og á
síðustu öld voru fimm svona hrin
ur. Sú stærsta var árið 1974 en þá
varð skjálfti þarna í nágrenninu
upp á 5,5 að stærð, oftast kallaður
Borgar fjarðarskjálftinn,“ segir Ein
ar Bessi og vísar þar til skjálftans
sem átti upptök sín í Síðufjallinu.
Jarðskjálftinn í fyrrinótt fannst
víða en Veðurstofu Íslands hafa
borist nokkrir tugir tilkynninga frá
fólki sem fann skjálftann í Borgar
firði, á Akranesi og á höfuðborgar
svæðinu. Jörð heldur áfram að
skjálfa og í gær, þegar Skessuhorn
var sent í prentun, höfðu orðið
tugir smærri skjálfta á svæðinu.
mm/arg
Jörð heldur áfram að skjálfa í uppsveitum Borgarfjarðar
Hér er búið að merkja á Google kort upptök skjálftanna og fjarlægð á næstu bæi.
Graf: Stefán Magnússon.
Þú átt
gott skilið