Skessuhorn - 02.02.2022, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 20226
Á röngum tíma í
göngunum
HVALFJ.SVEIT: Seinni part
síðasta miðvikudags var hringt
í Neyðarlínuna og tilkynnt um
ökumann á hjólagröfu í Hval
fjarðargöngunum. Ökumað
ur var stöðvaður á Akrafjall
vegi og rætt var við hann því
vinnuvélar mega aðeins fara
á ákveðnum tíma sólarhrings
í gegnum göngin. Þá vantaði
skráningarmerki á vinnuvél
ina en komnar eru nýjar regl
ur þar sem eigendur vinnuvéla
eiga að setja skráningarmerki
á tækin en það hefur ekki þurft
hingað til. -vaks
Ekki sáttur við
grímuskylduna
BORGARNES: Hringt var
í Neyðarlínuna seinni part
fimmtudags af starfsmanni úr
verslun Nettó út af viðskipta
vini sem virti ekki grímu
skyldu og var sá ekki sáttur
með sóttvarnareglur. Honum
var kynnt ef hann ætlaði að
versla þá þyrfti hann að bera
grímu og á hann von á kæru
og sekt vegna athæfisins vegna
brots á sóttvarnalögum. Þá
sýndi hann ógnandi hegðun
að sögn starfsmanna. -vaks
Missti stjórn á
bílnum
HVALFJ.SV: Hringt var í
Neyðarlínuna á laugardags
kvöldið og tilkynnt um um
ferðaróhapp á Vesturlandsvegi
á móts við Ölver. Snjór og
krapi var á veginum þegar
kerra aftan í bíl byrjaði að
skrika og sveiflast til á veg
inum með þeim afleiðing
um að ökumaðurinn missti
stjórn á bílnum. Endaði hann
á vegriði og varð tjón á því og
einnig á bíl og kerru. Farþegi
í bílnum kenndi sér eymsla
í baki og fór viðkomandi á
Heilsugæslustöðina í Borg
arnesi til skoðunar. Dráttar
bíll kom á staðinn og fjarlægði
bílinn af vettvangi en hann var
óökuhæfur eftir áreksturinn.
-vaks
Könnuðu
kannabislykt
AKRANES: Tilkynnt var
um kannabislykt á stigagangi
í fjölbýlishúsi síðasta sunnu
dag og fór lögregla á staðinn
og bankaði upp á. Íbúar viður
kenndu kannabisneyslu og
þá fannst efni í poka í íbúð
inni sem verður rannsakað.
Húsráðendur mega eiga von
á kæru fyrir vörslu fíkniefna
og þá var barnaverndarnefnd
kölluð til vegna þess að börn
voru á heimilinu. -vaks
Strætó bilaði
HVALFJ.SV: Loka þurfti
Vesturlandsvegi við Fiskilæk
stutta stund síðasta miðviku
dag þegar strætó á leið norð
ur bilaði. Ekki var hægt að fá
viðgerðarmann fyrr en daginn
eftir og því þurfti að koma
strætónum fyrir við útskot svo
ekki stafaði hætta af honum.
-vaks
Vatnsveitustyrk-
ir fyrir lögbýli
LANDIÐ: Matvælastofnun
opnar fyrir umsóknir um styrki
vegna vatnsveitna á lögbýlum
1. febrúar. Það er í samræmi
við reglugerð um framlög úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til
vatnsveitna á lögbýlum, nr.
180/2016. Umsókn um styrk
til vatnsveituframkvæmda er
í þjónustugátt MAST sem er
aðgengileg á heimasíðu Mat
vælastofnunar. Umsóknar
frestur er til og með 28. febrú
ar nk. Stuðningur fyrir hverja
framkvæmd getur að hámarki
numið 44% af stofnkostn
aði við vatnsveitu til heimil
is og búsþarfa, þ.e. kostnað
ar við vatnsupptöku, þar með
talin borun eftir vatni og dæl
ur, vatnsgeyma og leiðslu frá
vatnsbóli að bæjarvegg. Enn
fremur telst til stofnkostnað
ar þóknun fyrir úttekt á fram
kvæmdinni. „Vakin er athygli
á því að þeir umsækjendur
sem áttu samþykkta umsókn
á sl. ári en luku ekki fram
kvæmdum þurfa að sækja um
aftur,“ segir í tilkynningu.
-mm/ Ljósm. Verkís
Skotið á skilti
BORGARHR: Á sunnu
daginn var tilkynnt um að
skotið hafi verið sex skotum
með 243 kal. riffli, að sögn
kunnugra, í gegnum skilti
í bústaðabyggð við Galtar
holt. Ekki er vitað hver var
að verki en skiltið sneri í átt
að þjóðvegi eitt og er hand
ónýtt. Mikill snjór var þenn
an dag og ekki hægt að finna
kúlur eða skothylki á vett
vangi. Á skiltinu stóð „skot
veiði bönnuð“ og því líklegt
að viðkomandi hafi ekki ver
ið alls sáttur við bannið. Málið
er grafalvarlegt, að sögn lög
reglu, og er í rannsókn.
-vaks
Í nýjustu dagbókarfærslu sveitar
stjóra Borgarbyggðar, Þórdísar
Sifjar Sigurðardóttur, er farið yfir
helstu mál sem eru á dagskrá hjá
sveitarfélaginu í upphafi árs. Þar
kemur meðal annars fram yfirfær
sla Borgarbrautar í Borgarnesi frá
Vegagerðinni til sveitarfélagsins.
Um er að ræða vegarkaflann frá
gatnamótunum, á móts við Vega
gerðina og niður að Egilsgötu.
Vegalög voru sett á Alþingi árið
2007 þar sem ákveðið var að rúm
lega 70 kílómetrar þjóðvega í þétt
býli falla ekki lengur undir þjóð
vegakerfið og urðu sveitarfélaga
vegir. Frá og með síðustu áramót
um tók Borgarbyggð við veghaldi,
viðhaldi og þjónustu við veginn
og mun nú sveitarfélagið alfarið
sjá til dæmis um snjómokstur sem
fram til þessa hefur verið í um
sjón Vegagerðarinnar. Hins vegar
er Vegagerðinni skylt að skila
veginum í góðu ásigkomulagi til
sveitarfélagsins og verður því ráð
ist í miklar endurbætur á Borgar
brautinni af Vegagerðinni, Veit
um og Borgarbyggð á þessu ári.
„Miklar endurbætur verða gerðar
á þessum kafla Borgarbrautarinn
ar, frá undirlagi og lögnum að yfir
borði og gangstéttum að hluta, en
áætlað er að framkvæmdinni ljúki
fyrir árslok 2022,“ segir Þórdís Sif
sveitarstjóri í samtali við Skessu
horn.
Borgarbraut 14 fær
nýtt hlutverk
Önnur verkefni framundan hjá
Borgarbyggð eru meðal annars
að undirrita kaupsamning vegna
sölu Borgarbyggðar á Borgarbraut
14, sem er fyrrum ráðhús bæjarins
og þar áður hús Sparisjóðs Mýra
sýslu. Í byrjun síðasta árs fluttist
meirihluti starfsemi ráðhússins úr
húsinu og að Bjarnarbraut 8 þegar
ástandsskoðun á fasteigninni hafði
leitt í ljós að mikill rakavandi væri
til staðar. Ljóst var að endurbæt
ur og lagfæringar á því yrðu mjög
kostnaðarsamar og var því ákveðið
að fjárfesta í nýju húsnæði fyrir
ráðhús. Sveitarfélagið festi kaup
á húsi Arion banka við Digranes
götu síðasta sumar og fékk það
formlega afhent í byrjun septem
ber. Áætlað er að breyta Borgar
braut 14 í íbúðarhúsnæði en hús
ið er 1.053 fermetrar að stærð.
Auk þess hefur samningur vegna
lóðarinnar Borgarbrautar 55 ver
ið undirritaður og hefjast fram
kvæmdir þar í vor. Byggt verður á
lóðinni fjölbýlishús sem verður allt
að þrjár hæðir. glh
Gatnamótin í Borgarnesi við Þjóðveg 1. Borgarbyggð hefur nú tekið yfir umsjón götunnar sem er ekki lengur þjóðvegur í
þéttbýli.
Borgarbraut komin í
umsjón Borgarbyggðar