Skessuhorn - 02.02.2022, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202210
Línubáturinn Gísli Súrsson GK,
sem rær með beitningarvél um
borð, fékk trollstykki upp með
línunni þegar skipverjar voru að
draga 15 mílur norður af Rifi um
klukkan 13 á laugardaginn. Þetta
hafði þær afleiðingar að trollstykk
ið fór í skrúfu bátsins og því ekki
hægt að draga línuna eða hreyfa
bátinn. Skipsverjar báðu því um að
stoð frá Björgunarsveitinni Lífs
björgu. Björgunarbáturinn Björg
frá Rifi fór til aðstoðar og gekk
heimferðin vel. Á Breiðafirði var
veðrið sæmilegt; kaldi og smá öldu
gangur. Komið var til hafnar í Rifi
klukkan fimm síðdegis og var skor
ið úr skrúfunni og haldið aftur til
veiða um átta leytið.
Hreinn Jónsson skipstjóri á
Gísla Súrssyni sagði í spjalli við
fréttaritara að þeir hafi aðeins
náð að draga um helming línunn
ar en fram að því hafi verið mjög
góður afli. „Við erum með sjö og
hálft tonn, en náðum einungis að
draga helminginn af línunni áður
en trollstykkið slæddist upp. Þetta
er allt bolta þorskur sem við erum
með,“ sagði Hreinn þegar búið
var að landa á laugardagskvöldið.
Vel gekk að hreinsa úr skrúf
unni og fóru skipverjar út að nýju
og drógu seinni hluta línunnar.
Lönduðu þeir í Ólafsvík á sunnu
dagsmorgun og reyndist aflinn
14,6 tonn.
af
Netabáturinn Brynjólfur VE kom
til hafnar í Ólafsvík á tólfta tíman
um á mánudaginn til að fá kafara
til þess að skera net úr hliðarskrúfu
bátsins. Skipsverjar voru rétt að
byrja að draga netin um morgun
inn í sínum fyrsta túr á Breiða
firðinum og voru aðeins búnir að
draga fjögur net þegar þeir fengu
í hliðarskrúfuna. Þeir gátu siglt til
Ólafsvíkur þar sem Víðir Haralds
son kafari skar úr skrúfu bátsins.
Það er fremur óvanalegt að
togari sé á netaveiðum, en áhöfn
in á Brynjólfi VE hefur undanfarin
ár verið á netum á Breiðafirði með
góðum árangri. Hafa þeir landað
afla sínum í Grundarfirði en bát
urinn er í eigu Vinnslustöðvarinn
ar í Vestmannaeyjum. Aflinn er
slægður um borð og síðan er fisk
urinn sendur með bílum í Herjólf
sem síðan fer með fiskinn til Vest
mannaeyja þar sem fiskurinn er
fullunninn til útflutnings.
af
Á níunda tímanum síðasta sunnu
dagsmorgun kom Guðrún Þor
kelsdóttir SU211 frá Eskifirði
með fullfermi af loðnu til bræðslu
á Akranesi. Þetta er sjötta loðnu
löndun úr Guðrúnu á þessari ver
tíð, en áður hafði skipið landað á
Vopnafirði, Eskifirði og Akranesi.
Guðrún Þorkelsdóttir hafði áður
aflað 7.418 tonna á vertíðinni sem
nú verða um 9000 því fulllestað
tekur skipið um 1600 tonn.
Veður var stillt þegar siglt var
síðasta spölinn til hafnar. Strax
var hafist handa við að dæla aflan
um frá borði. Meðfylgjandi mynd
ir tók Guðmundur St. Valdimars
son bátsmaður á Freyju og sendi
Skessuhorni.
mm
Línubáturinn Signý HU er með
minni bátum sem róa frá Snæfells
bæ, en gerði heldur betur góð
an róður síðastliðinn miðvikudag.
Gísli Bjarnason skipstjóri rær með
tengdaföður sínum Guðmundi
Gunnlaugssyni. Þeir fóru út að
morgni með 36 bala og komu að
landi upp úr klukkan fjögur til þess
að millilanda, eins og Gísli orðaði
það. „Við drógum fyrst 18 bala og
þá var lestin orðin kjaftfull og því
ekkert annað í stöðunni en að fara
í land. Við skildum 18 bala eftir en
fórum út strax eftir löndun til þess
að draga restina,“ sagði Gísli. Hann
bætir því við að á þessa 18 bala hafi
verið níu tonn. „Ég átti ekki til orð,
þetta var bara blóðbað,“ sagði Gísli
skælbrosandi eftir að hafa landað
í seinna skiptið. „Við vorum með
í þessum róðri hátt í 17 tonn sem
gera um 450 kíló á bala og aflaverð
mætið er um sjö milljónir,“ sagði
Gísli og var að vonum ánægður
með afrakstur dagsins.
Gísli sagði enn fremur að þrátt
fyrir vægast sagt mikla ótíð í vet
ur hafi gengið hratt á kvóta bátsins
en þó hefur góður afli verið þegar
hægt er að róa. „Við erum allavega
hættir í þessum mánuði til að spara
kvótann,“ sagði Gísli þegar rætt var
við hann 26. janúar síðastliðinn,
„en byrjum aftur í febrúar,“ sagði
Gísli að endingu. af
Landað úr bátnum í kafaldsbyl á sunnudagsmorgni.
Fengu í skrúfuna þegar
hálfnað var að draga línuna
Björg dregur Gísla Súrsson til hafnar síðdegis á laugardaginn.
Guðrún Þorkelsdóttir kom
með loðnu á Akranes
Víðir Haraldsson kafari
er að undirbúa sig til þess
að skera úr hliðarskrúfu
Brynjólfs.
Fékk net í hliðarskrúfuna
Togarinn Brynjólfur kemur til hafnar í Ólafsvík.
Signý að koma að landi úr fyrri róðri dagsins.
Þurftu að millilanda eftir átján bala
Gísli Bjarnason sáttur með daginn og
er hér að hífa körin á bryggjuna. „Þú
verður að mynda mig nýrakaðan og
í nýja bláa gallanum,“ kallaði Gísli á
ljósmyndarann.
Tengdapabbinn Guðmundur Gunn-
laugsson að landa.