Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 15
Kjördagur 19. febrúar 2022 Nánari upplýsingar á snaefellingar.is Kosning um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar Kosið verður um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar þann 19. febrúar. Markmið eru að styrkja byggðina og samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Mörkuð verður skýr skólastefna um góðan dreifbýlisskóla á sunnanverðu Snæfellsnesi. Tækifæri eru til að styrkja stjórnsýslu um skipulags- og umhverfismál og auka fagmennsku. Markmið sameiningar Markmiðið með sameiningu sveitarfélaganna er að styrkja byggð og samfélag á sunnanverðu Snæfellsnesi. Í því felst m.a. að marka skýra skólastefnu til framtíðar og að á sunnanverðu Nesinu verði öflugur dreifbýlisskóli. Það er álit samstarfsnefndarinnar að sameining Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skólastarf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar skapar sameining sveitarfélaganna forsendur til að samfélagið í dreifbýlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum framtíðarinnar. Verði af sameiningu mun Jöfnunarsjóður sveitarfélaga veita um 593 m. kr. framlag til að bæta þjónustu og mæta kostnaði við breytingarnar. Það skapar aukið svigrúm til fjárfestinga. FRAMTÍÐ KR Vissir þú að...

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.