Skessuhorn


Skessuhorn - 02.02.2022, Qupperneq 19

Skessuhorn - 02.02.2022, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2022 19 Lögreglustjórinn á Vesturlandi auglýsir eftir umsóknum vegna sumarafleysinga í lögregluna næsta sumar. Í umdæminu eru 6 lögreglustöðvar og er leitað eftir afleysingafólki annars vegar á Akranesi / Borgarnesi og hins vegar á Snæfellsnesi Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum. Heimilt er þó vegna m.a. orlofstöku að ráða til starfa fólk sem ekki hefur lokið lögreglunámi enda uppfylli viðkomandi skilyrði 38. gr lögreglulaga og standist þrekpróf. Afleysingalögreglumenn sem ekki hafa lokið lögregluskóla eða diplómanámi í lögreglufræðum þurfa að sækja undirbúningsnámskeið áður en störf hefjast. Umsóknarfrestur er til og með 15 febrúar nk. og skal umsóknum skilað til lögreglustjórans á Vesturlandi, Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnesi eða senda þær á netfangið vesturland@logreglan.is Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu lögreglunnar, www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð. Nánari upplýsingar veitir Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn, í síma 444 0300. Sumarafleysingar Lögreglan á Vesturlandi Nú eru bæjarstjórnarkosningar í nánd og við erum farin að huga að framboðsmálum og leitum eftir áhugasömu fólki á öllum aldri til að skipa lista Samfylkingarinnar á Akranesi. Ef þið hafið áhuga á því að fara í framboð, sækist eftir ákveðnu sæti á listanum, eða hafið hugmyndir að fólki sem þið viljið sjá í fararbroddi fyrir Samfylkinguna á Akranesi, þá biðjum við ykkur endilega að setja ykkur í samband við okkur fyrir 10. febrúar n.k. Sigrún Ríkharðsdóttir sigrikh@gmail.com Björn Guðmundsson bg56@aknet.is Guðjón V. Guðjónsson gudjonvg59@gmail.com Stjórn Samfylkingarfélagsins á Akranesi. Bæjarstjórnarkosningar SK ES SU H O R N 2 02 2 Ökuskóli allra landsmanna Upplýsingar, verð og skráning inn á www.aktu.is AKTU inn í nýja áriðVerkleg kennsla í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki 24. mars 5. maí 9. júní Næstu námskeið Næsta námskeið hefst 17. feb. MEIRAPRÓFFjarkennsla Harðbakur EA­3 kom inn til löndunar í Grundarfirði sunnu­ daginn 30. janúar og landaði rúm­ lega 45 tonnum af afla. Þá kom Kap II VE­7 og Brynjólfur VE­3 einnig inn og lögðust að bryggju. Starfsmenn löndunarþjónustunn­ ar Djúpakletts voru að hefja löndun upp úr Harðbaki þegar fréttaritari tók smá bryggjurúnt þennan vinda­ sama sunnudag. tfk Hreinsitækni ehf hefur keypt allt hlutafé í Snók þjónustu ehf. Selj­ endur eru Snókur ehf. og Snókur eignarhaldsfélag ehf. en fyrirtækin hafa starfsstöð sína á Grundartanga og í Straumsvík. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Með kaupunum breikk­ ar Hreinsitækni þjónustufram­ boð sitt og getur nú boðið heild­ stæðar lausnir fyrir orkusækinn iðnað á Íslandi. Meðal viðskipta­ vina Snóks þjónustu eru Elkem á Grundartanga og Rio Tinto Alc­ an í Straumsvík. Starfsemin fellur vel að starfsemi Hreinsitækni sem þjónustar meðal annars álver Alcoa á Reyðarfirði og kísilver PCC á Bakka. Þjónusta við orkusækinn iðnað kallar á sérhæft og öflugt starfsfólk og miklar fjárfestingar í sérhæfðum búnaði. Með þessum kaupum skipar Hreinsitækni sér sess meðal öflugustu aðila á þessu sviði með sérhæft starfslið og öfl­ ugan tækjakost til að sinna fjöl­ breyttum verkefnum,“ segir í til­ kynningu félaganna vegna viðskipt­ anna. Snókur þjónusta ehf. sérhæf­ ir sig í þjónustu á sviði innri flutn­ inga, vélaþjónustu, umskipunar og annarra verkefna fyrir fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Félagið hef­ ur starfsstöðvar á Grundartanga og í Straumsvík. Það var stofnað af feðgunum Einari P. Harðarsyni, Kristmundi Einarssyni og Hrafni Einarssyni og fjölskyldum þeirra og hefur verið í eigu fjölskyldunnar frá upphafi. „Við höfum á síðustu árum byggt upp öflugt og gott fyr­ irtæki sem hefur þjónustað orku­ sækinn iðnað og lagt ríka áherslu á gæða­ öryggis og umhverfismál ásamt góðri og hagkvæmri þjón­ ustu fyrir viðskiptavinina. Það hefur verið gefandi að vinna náið með fjölskyldunni og öllu því góða starfsfólki sem er lykillinn að því að vel hefur tekist til. Ég vil þakka starfsfólkinu fyrir samstarfið og vel unnin störf og viðskiptavinunum fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt og óska nýjum eigend­ um alls góðs,“ segir Kristmundur Einarsson framkvæmdastjóri Snóks þjónustu. mm Hreinsitækni kaupir Snók þjónustu Björgvin Jón Bjarnason (t.h.) og Kristmundur Einarsson handsala viðskiptin. Ljósm. aðsend. Ekkert slegið af á sunnudegi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.