Skessuhorn - 02.02.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 202222
Skagakonan Sólveig Salvör Sig
urðardóttir, eða Sissa eins og flest
ir þekkja hana, fékk heilablóðfall í
september 2006 sem umturnaði lífi
hennar. Sissa lamaðist í vinstri hlið
líkamans auk þess sem það blæddi
yfir á sjónsviðið hjá henni svo
hún hefur ekkert getað séð vinstra
megin við sig frá þeim tíma. Sissa
fór nú í janúar til Bandaríkjanna í
læknismeðferð, það hefur staðið til
undanfarin rúmlega tvö ár en verið
frestað nokkrum sinnum vegna far
aldursins. Henni til halds og trausts
í ferðinni var frænka hennar, Krist
ín Ýr Pétursdóttir. Blaðamaður
Skessuhorns kíkti í kaffi til þeirra á
heimili Sissu í síðustu viku í spjall
um ferðina og hvernig hafi gengið.
Sissa er fædd á Hömrum í Reyk
holtsdal í Borgarfirði en ólst upp
á Akranesi frá fjögurra ára aldri
og býr þar í dag en bjó í 16 ár í
Grindavík. Hún hafði gengið milli
lækna í marga mánuði, áður en hún
fékk heilablóðfallið, vegna mikilla
verkja í höfði. Alltaf voru verkirnir
afgreiddir sem annað hvort mígreni
eða vöðvabólga og fékk hún því bara
lyf til að meðhöndla það. Þann 16.
september 2006 breyttist allt þegar
kom í ljós að verkirnir voru ekki
vegna mígrenis eða vöðvabólgu
og það blæddi inn á heila Sissu.
„Ég treysti bara því sem læknarn
ir sögðu og sættist á þessar ástæð
ur fyrir verkjunum. Sjálfri datt mér
engin önnur ástæða í hug og svo
bara treystir maður læknum. En ég
er sannarlega vitur eftir á og í dag
veit ég að ég hefði átt að biðja um
myndatöku og að blóðþrýstingur
inn væri mældur og fleira en ég
vissi ekkert af þessu þá. En ég reyni
að vera vitur eftir á fyrir aðra núna
og hika ekki við að benda fólki á að
biðja um nánari skoðun hjá læknum
ef þess þarf,“ segir Sissa.
Uppgötvuð
fyrir tilviljun
Eins og fyrr segir missti Sissa mátt
í vinstri hlið líkamans og allt sjón
svið til vinstri, á báðum augum.
Læknismeðferðin sem Sissa fór í
nú í janúar var uppgötvuð fyrir til
viljun og þar sem læknirinn sem
framkvæmdi hana er venjulegur
heimilislæknir, en ekki heilatauga
sérfræðingur, er meðferðin ekki
viðurkennd og kostar því meira.
„Þetta er í raun bara ein sprauta
þar sem gigtarlyfi er sprautað inn í
mænugöngin og svo er manni snúið
og efnið látið flæða upp í heila. Lyf
ið, Etanercept, sem hann notar til
að sprauta í mænugöngin, er lyf
sem er notað við gigt og er mjög
bólgueyðandi. Það er samþykkt
af FDA (United States Food and
Drug Administration) í aðra notk
un en hann er að nota það í þetta en
þetta er enn á tilraunastigi. Lækn
irinn, Edward Tobinick, sem sá
um meðferðina uppgötvaði hana
þegar hann var að reyna að hjálpa
sjúklingum með mígreni,“ útskýr
ir Sissa. Sprautan sjálf kostar eina
milljón króna og svo þurfti Sissa
sjálf að borga fyrir ferðalagið og
uppihald fyrir sig og frænku sína,
Kristínu Ýr, sem fylgdi henni út.
Upphaflega ætlaði Sissa að fara
í eina sprautu en eftir samtal við
lækninn nokkru áður en þær fóru í
ferðina þá lagði hann mikla áherslu
á að hún fengi tvær sprautur. Sissa
segir að þær hafi sagt lækninum
að það yrði fjárhagslega erfitt fyr
ir hana að fá tvær sprautur en þá
hafi læknirinn gefið rúmlega helm
ings afslátt af seinni sprautunni. Þá
var allt sett á fullt að safna fyrir því
og hélt Sissa myndlistarsýningu í
Grindavík á síðasta ári sem gekk
mjög vel.
Fann strax
þrælmikinn mun
Föstudaginn 7. janúar lögðu þær
frænkur af stað til Bandaríkj
anna, nánar tiltekið til Orlando og
gistu þar eina nótt. Síðan var för
inni heitið til borgarinnar Boca
Raton sem er í Suður Florida þar
sem meðferðarstofnunin er til
húsa. Fyrri meðferðin var áætl
uð mánudaginn 10. janúar og fram
að henni höfðu þær afar hægt um
sig enda gátu þær ekki tekið óþarfa
áhættu því ef Sissa hefði smitast
af Covid19 hefði ekkert orðið af
meðferðinni. Sissa segir að það hafi
verið mikill styrkur fyrir sig að hafa
Kristínu með sér varðandi undir
búninginn fyrir ferðina með spjalli
við lækninn í haust. Þá fékk hún all
ar upplýsingar um meðferðina áður
en hún fór í hana varðandi hugarró
og að hafa trú á að þetta myndi
ganga upp. Einnig það að gera sér
ekki of miklar væntingar og það að
vera jákvæð skiptir öllu máli.
Sissa fór síðan í fyrri sprautuna
á mánudeginum, hún gekk framar
vonum en hvernig leið henni eft
ir fyrri sprautuna? „Ég fann þræl
mikinn mun á mér. Fyrir það fyrsta
var ég búin að vera með truflanir í
auganu út af sjónsviðinu og það var
bara eins og það hefði verið dregin
frá gardína. Þá er heilaþokan sem
ég var með farin og þá mýktist ég
öll upp í skrokknum, gat rétt úr
hendinni og fætinum.“ Kristín tók
strax eftir því eftir fyrstu sprautuna
hvað létti mikið yfir höfðinu á Sissu
og hvað augun á henni skýrðust
strax. „Eins fannst mér miklu auð
veldara að ganga með henni og
halda í hana, það var einnig léttara
fyrir hana að ganga. Ég sá mikinn
mun á hendinni á henni sem var
áður mikið kreppt og með spasma
í, hún liðkaðist upp og þá var hún
mikið að tala um þetta aukna sjón
svið vinstra megin. Það er gaman að
segja frá því að þegar við töluðum
við lækninn í haust að þá gaf hann
ákveðnar vonir um hvað hugsan
lega gæti gerst og það sem hann
í raun sagði þá hefur gengið eftir.
Hann talaði um að hendin myndi
ekki ganga til baka en gæti batn
að, mýkst upp með minni verkj
um og minni þreytu. Heilaþokan
gæti farið og sjónsvið batnað, Sissa
yrði orkumeiri og fyndi fyrir minni
slappleika og þreytu.“
Fór á flug í enskunni
Eftir fyrri sprautuna tóku þær því
svo rólega á hótelinu, slökuðu á og
nutu félagsskapar hvor af annarri.
Aðalmálið var að passa upp á Sissu
svo hún kæmist í seinni sprautuna
því það er mikið um kórónu
veirusmit þessa stundina í Banda
ríkjunum. Kristín segir að fyrir fyrri
sprautuna og þá seinni hafi Sissa
verið tekin í alls konar próf, mæld
ur gönguhraði þar sem hún meðal
annars jók hraðann um 20 sekúnd
ur frá fyrra prófi. „Þá voru lögð fyr
ir hana stöðluð próf, fyrir og eftir,
og það var mjög mikill munur á út
komunni úr þessum prófum. Muna
hluti, nefna hluti, teikna, reikna,
draga frá og alls konar; hún sýndi
miklar framfarir í því. Sissa segist
vera frekar lélég í ensku, hún skilji
alveg en geti ekki talað tungumálið.
Í prófunum hafi hún átt að nefna til
dæmis hluti sem byrja á s, hluti sem
byrja á a og svo framvegis. Sissa
benti þeim á að hún væri ekki sér
staklega sterk í ensku og gekk ekki
vel í prófinu fyrir fyrstu sprautuna.
En eftir fyrstu sprautuna fór hún á
flug, ég er mjög góð í ensku og ég
fór að hugsa: Andsk… getur hún
meira en ég?“
Eftir átta daga fór Sissa síðan í
seinni sprautuna. Fannstu þá svip
aðan mun og eftir fyrri sprautuna?
„Ég verð að viðurkenna að ég fann
meiri mun eftir fyrri sprautuna.
Mér fannst seinni sprautan ýkja
fyrri sprautuna. Læknirinn talaði
um að það gætu komið í ljós fram
farir næstu mánuði. Fólk hef
ur farið í þriðju og jafnvel í fjórðu
sprautuna en það þarf að líða ár á
milli ef ég ætla í eina í viðbót. Það
fer allt eftir því hvernig þetta þróast
en vonandi kemur meiri tilfinning
í ökklann sem ég er að vonast eftir
því ég fann aukna tilfinningu í hon
um eftir meðferðirnar.“
Ertu ánægð með árangurinn?
„Já, þetta er akkúrat það sem ég
einblíndi á og bjóst við að myndi
gerast. Það sem læknirinn lagði
áherslu á um að gæti breyst hefur
allt gengið eftir. Tíminn mun svo
leiða í ljós hvað kemur út úr þessu
og læknirinn verður í sambandi
við mig næstu mánuði. Ég er mjög
ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun
og ég myndi fara aftur á morgun ef
þess þyrfti.“
Þakklát fyrir
stuðninginn
Sissa segir að það hafi verið mikill
styrkur og alveg ómetanlegt að hafa
Kristínu Ýr með sér í öllum undir
búningi og í ferðinni. „Það var alveg
draumur í dós, hún er svo yfirveguð
og róleg að það var ekkert sem sló
hana út af laginu.“
Sissa hefur farið til sjúkraþjálf
ara tvisvar sinnum eftir að hún
kom heim til Íslands og hún segir
að hann hafi fundið mikinn mun á
henni. Hún hafi ekki verið búin að
vera í teygjum síðan í desember og
var orðin dálítið föst en hann átti
auðvelt með að rétta úr handleggn
um hennar og að hans sögn er hún
öll orðin miklu mýkri. Sissa hefur
verið hjá honum í meira en eitt ár og
hann þekkir því vel til hennar með
stífleikann og annað því tengt.
Sissa segist vera bjartsýn fyrir því
sem framundan er og vonast til að
komast inn á Reykjalund í þrjár vik
ur á næstu mánuðum en það sé allt
óljóst vegna faraldursins. Að lokum
vill Sissa þakka öllum þeim sem hafa
lagt henni lið í þessari vegferð sem
henni tókst loksins að láta verða að
veruleika: „Ég er svo þakklát fyr
ir allan stuðninginn og allt það sem
fólk hefur gert fyrir mig. Margt
smátt getur sannarlega gert krafta
verk og það hefur sýnt sig á síðustu
árum.“
Þeir sem hafa áhuga á að skoða
heimasíðu læknisins þá er vefslóðin
www.strokebreakthrough.com þar
sem meðal annars má sjá mynd
bönd hjá lækninum þar sem fólk
hefur verið að ná töluverðum bata
og einnig viðtal við hann úr þættin
um 60 Minutes í Ástralíu.
vaks/ Ljósm. úr einkasafni
„Eins og gardína hafi verið dregin frá“
Rætt við Sissu Sigurðardóttur sem nýlega fór í læknismeðferð til Bandaríkjanna
Sissa í undirbúningi fyrir meðferðina.
Kristín Ýr og Sissa í eldhúsinu hjá Sissu. Ljósm. vaks.
Frænkurnar á góðri stund í Bandaríkjunum í janúar.